Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 17
S J FRÆÐIGREINAR ÚKRATILFELLI Kalkvakaóhóf vegna kalkkirtilsæxlis í brjóstholi - sjúkratilfelli með umfjöllun Hrund Þórhallsdóttir1 deildarlæknir Kristján Skúli Ásgeirsson1 skurðlæknir Ágústa Ólafsdóttir2 lyflæknir Tómas Guðbjartsson 13 hjarta- og lungnaskurðlæknir Lykilorð: kalkvakaóhóf, hækkað kalk í blóði, kalkirtlar, kalkirtlaæxli, góðkynja æxli, miðmæti. Ágrip 72 ára karlmaður leitaði á bráðamóttöku vegna dreifðra lið- og vöðvaverkja, þreytu og minnis- leysis. Bæði kalk í sermi (S-Ca2+) og kalkvaki (S-PTH, serum parathyroid hormone) reyndust hækkuð en stækkaðir kalkkirtlar fundust ekki við ómskoðun af hálsi. Á kalkirtlaskanni sást hins vegar aukin upptaka í fremra miðmæti sem á tölvusneiðmynd reyndist vera 1,5 cm stór fyrirferð. Fyrirferðin var fjarlægð í gegnum bringubeinsskurð og reyndist góðkynja kalkkirtilsæxli (adenoma). Einkenni hurfu á nokkrum vikum. Tilfellið sýnir hversu fjölskrúðug einkertni geta fylgt frumkomnu kalkvakaóhófi og að orsök þess getur verið kalkkirtilsæxli staðsett í brjóstholi. Tilfelli Rúmlega sjötugur karlmaður leitaði á bráðamót- töku Landspítala eftir að hafa haft dreifða lið- og vöðvaverki í tvær vikur. Við komu kvartaði hann undan verkjum í mjóbaki, mjöðmum, öxlum, úlnliðum og fingrum beggja handa og átti erfitt með gang. Ættingjar höfðu jafnframt tekið eftir depurð, fartnst hann gleyminn og ólíkur sjálfum sér. Hann hafði sögu um háþrýsting en einnig vinstri helftarlömun fjórum árum áður sem að mestu hafði gengið til baka. Hann var á eftirtöldum lyfjum; valsartani, aspiríni og íbúprófen. Hann var hitalaus, gaf óljósa sögu og ekki fyllilega áttaður á stund. Annað markvert við skoðun var bjúgur á höndum og samhverf bólga í smáliðum fingra. Einnig var hreyfigeta skert í öxlum og mjöðmum. Blóðprufur sýndu vægt lækkaðan blóðrauða 123 mg/L (viðmiðunarmörk 134-171 mg/L) en að öðru leyti eðlilegan blóðhag. S-CRP (C reactive protein), var hækkað 140 mg/L (viðmiðunarmörk <6 mg/L), sökk mældist 53 mm/klst (viðmiðunarmörk <15 mm/klst) og kreatínín var 79 [xmól/L. Vegna gruns um gigtarsjúkdóm voru mæld gigtarpróf og fengnar röntgenmyndir af liðum sem allar reyndust eðlilegar. Við frekari blóðrannsóknir kom í ljós hækkað jóniserað kalk (S-Ca+2) (1,53 mmol/L, viðmiðunarmörk 1,13-1,33 mmol/L) og kalkvaki (S-PTH) (94 ng/L, viðmiðunarmörk 15-65 ng/L). Sólarhringsútskilnaður á kalki í þvagi var eðlilegur. Orsök kalkhækkunar sam- rýmdist því frumkomnu kalkvakaóhófi. Við ómskoðun af hálsi var ekki hægt að sýna fram á stækkaða kalkkirtla, en kalkkirtlaskann (99 m Tc-sestamibi) sýndi hins vegar aukna upptöku í fremri hluta miðmætis (mynd 1). Við frekari rannsóknir með tölvuneiðmyndum var sýnt fram á 1,5 cm fyrirferð í fremra miðmæti, nánar tiltekið við ósæðarbogann, um það bil 7 cm frá efri kanti bringubeins (mynd 2). Ákveðið var að gera skurðaðgerð, enda sjúk- lingur með töluverð einkenni. Byrjað var með hálsskurði en ekki tókst að ná til fyrirferðarinnar Mynd 1. Kalkirtlaskann (99m Tc-sestamibi) sem sýnir aukna upptöku íframanverðu miðmæti (ör). LÆKNAblaðið 2010/96 469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.