Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 48
UMRÆÐA O G FRÉTTiR____________ Ifrá SJÚKRATRYGGINGUM ÍSLANDS Breytingar á greiðsluþátttöku lyfja - hvað hefur áunnist? Á undanfömum mánuðum hafa verið gerðar breytingar á greiðsluþátttöku nokkurra lyfjaflokka. Hér er fjallað um áhrif þessara breytinga á lyfjakostnað sjúkratrygginga. Þó verður að hafa í huga að ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar sem hafa áhrif á lyfjakostnað, svo sem breyting á smásöluálagningu lyfja, hækkun virðisaukaskatts, almenn hækkun á hlut sjúklings og verðlækkanir á mörgum lyfja vegna verðendurskoðunar Lyfjagreiðslunefndar. Einnig hefur gengi krónunnar mikil áhrif því verð meirihluta lyfja er skráð í erlendri mynt sem uppreiknast mánaðarlega með útgáfu nýrrar lyfjaverðskrár. Breytingar sem gerðar hafa verið á greiðsluþátttöku lyfjaflokka fela í sér að eingöngu hagkvæmustu lyf í hverjum lyfjaflokki eru með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Ef þau lyf reynast ófullnægjandi geta læknar sótt um lyfjaskírteini fyrir dýrari lyfin. Áhrifin af breytingunum hafa verið tvíþætt, notkun hagkvæmari lyfja hefur aukist og verð á mörgum lyfjum hefur lækkað, allt að 60-70% verðlækkun á sumum lyfjum. Áhrif breytinganna á lyfjakostnað sjúkratrygginga eru útskýrð hér að neðan fyrir hvern lyfjaflokk. Upplýsingarnar eru fengnar úr tölfræðigagnagrunni Sjúkratrygginga íslands (SÍ) og byggja á afgreiddum lyfseðlum sem apótek senda SI með rafrænum hætti. I tölfræðigrunninum eru eingöngu upplýsingar um notkun lyfseðilsskyldra lyfja afgreiddra úr apótekum, en hvorki upplýsingar um lausasölulyf sem seld eru án lyfseðils né lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Prótónpumpuhemlar og blóðfitulækkandi lyf, ATC flokkar A02BC og C10 Greiðsluþátttakan breyttist 1. mars 2009. Lyfjakostnaður sjúkratrygginga hefur lækkað um 460 millj.kr. vegna prótónpumpuhemla og um 360 millj.kr. vegna blóðfitulækkandi lyfja á einu ári frá mars 2009-febrúar 2010. Lyf með verkun á renínangíótensín-kerfið, ATC flokkur C09 Greiðsluþátttakan breyttist 1. október 2009 Lyfjakostnaður sjúkratrygginga hefur lækkað um 220 millj.kr. frá október 2009 til apríl 2010 (7 mánuðir) sem svarar til 380 millj.kr. á ársgrundvelli. Lyf sem hafa áhrif á beinbyggingu og beinmyndun, ATC flokkur M05B Greiðsluþátttakan breyttist 1. nóvember 2009 Lyfjakostnaður sjúkratrygginga hefur lækkað um 40 millj.kr. frá nóvember 2009 til apríl 2010 (6 mánuðir) sem svarar til 80 millj.kr. á ársgrundvelli. Við tilkomu samheitalyfja á markaðinn í apríl og júní 2009 kom fram lækkun fyrir gildistöku breytinganna. -Lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi, ATC flokkar R03A og R03B Greiðsluþátttakan breyttist 1. janúar 2010 I ljósi þess hve stutt reynsla er komin á breytingarnar er of snemmt að draga ályktanir um hver ávinningurinn verður. I október- desember 2009, rétt fyrir breytingarnar, var óvenju mikið afgreitt af þessum lyfjum og því ekki raunhæft að meta ávinninginn fyrr en eftir um það bil sex mánuði frá gildistöku breytinganna. Lyfjakostnaður hefur lækkað samtals um 820 millj.kr. vegna prótónpumpuhemla og blóðfitulækkandi lyfja á einu ári, og samtals um 260 millj.kr. vegna blóðþrýstingslyfja og beinþéttnilyfja frá október 2009 til apríl 2010. Um er að ræða raunsparnað og ef leiðrétt væri fyrir gengi væri sparnaður mun meiri. Áætlað er að lyfjakostnaður mirni lækka um 200-300 millj.kr. á ári vegna breytinga á greiðsluþátttöku lyfja gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi sem tóku gildi 1. janúar 2010 og sömu fjárhæðir, það er 200-300 millj.kr. á ári, vegna breytinga á greiðsluþátttöku þunglyndislyfja sem tóku gildi 1. júní sl. Guðrún I. Gylfadóttir deildarstjóri Halldór G. Haraldsson sérfræðingur Sjúkratryggingum Islands 500 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.