Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2010, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.07.2010, Qupperneq 18
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Mynd 2. Tölvusneiðmynd afbrjóstholi (þversnið) sem sýnir 1,5 fýrirferð í framanverðu miðmæti (ör), rétt neðan við ósæðarboga. þannig. Því var gerður efri bringubeinsskurður (partial sternotomy). Fyrirferðin sást þá greinilega í framanverðu miðmæti, vel afmörkuð frá um- lykjandi fituvef (mynd 3). Frystiskurðarsvar í aðgerð gaf til kynna að líklegast væri um góðkynja kalkkirtilsæxli að ræða. Var greiningin síðar staðfest með smásjárskoðun á vefjasýnum (mynd 4). Gang- ur eftir aðgerð var góður og sjúklingurinn útskrif- aðist tveimur dögum eftir aðgerð með eðlileg kalkgildi í blóði. Þremur vikum frá aðgerð voru liðeinkenni horfin og vitsmunageta eðlileg. Sjúk- lingur er við góða líðan rúmu ári frá aðgerð og bæði kalk- og kalkvakagildi í sermi eðlileg. Umræður Einkenni sjúklingsins má rekja til blóðkalks- hækkunar vegna frumkomins kalkvakaóhófs. Er þá um að ræða óeðlilega mikla seytrun á kalkvaka (parathyroid hormone), sem ásamt hormónunum kalsítónín og kalsítriol (l,25-(OH)2- cholecalciferol) stýra magni kalks í blóði.1 Tilfellið sýnir ágætlega hversu fjölbreytileg sjúkdómsmyndin getur verið, sem rekja má til víðtæks hlutverks kalks í líkamanum. Kalk er til dæmis nauðsynlegt fyrir boðskipti frumna, taugaboð, vöðvasamdrátt, storkun blóðs auk þess að vera eitt helsta byggingarefni beina.1,2 Engu að síður er frumkomið kalkvakaóhóf í dag oftar en ekki greint án einkenna, eða í allt að 80% tilfella.3 Er þá hækkun á kalki oftast greind í blóðprófum sem tekin eru við eftirlit vegna óskyldra sjúkdóma.4-5 Einkenni kalkvakaóhófs má rekja til hækkunar á kalki og kalkvaka í blóði. Einkenni nýmasteina eru algengust og sjást hjá um 15-30% sjúklinga.1-4 í þessu tilfelli var þvagskoðun eðlileg og sjúkling- ur ekki með sögu um nýrnasteina. Kraftleysi og þreyta voru hins vegar áberandi, en slík einkenni sjást hjá stórum hluta sjúklinga.3'6-8 Stirðleiki í liðum og jafnvel liðbólgur koma fyrir3 og eru þessir sjúklingar því stundum taldir hafa gigtsjúk- dóma. Beinþynning er þekktur fylgikvilli frum- kominnar kalkvakaofseytingar og beinbrot sem afleiðing hennar.1-3- 6 Geðræn einkenni eru vel þekkt, sérstaklega þunglyndi og kvíði.3,10 Einnig hefur verið lýst geðrofa og ruglástandi, og eins og í þessu tilfelli skertri vitsmunagetu og gleymni.3' 10 Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á hærri dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma hjá sjúklingum með alvarlegt frumkomið kalkvakaóhóf.11 Astæðan er ekki að fullu þekkt en frumkomið kalkvakaóhóf hefur verið tengt áhættuþáttum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Ber þar helst að nefna háþrýsting en einnig hefur í sumum rannsóknum verið sýnt fram á aukna tíðni skerts sykurþols og blóðfituraskana.11 Stækk- un vinstri slegils er einnig algengari hjá þessum sjúklingum.12 Mynd 3. Mynd úr aðgerð. ígegnum efri bringubeinsskurð má greinilega sjá æxlið í miðmætinu (ör). Neðst á myndinni sést í hálsskurðinn. Mynd 4. Frumuríkur kalkkirtilsvefur sem er gerður af höfuðfrumum (chief cells) hægra megin á myndinni og sýrusæknum frumum (oxyphil cells) sem litast rauðar vinstra megin á myndinni. 470 LÆKNAblaðiö 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.