Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 9
Guðmundur Þorgeirsson gudmth@landspitali.is . ' Höfundur er lyf- og hjartalæknir, forseti læknadeildar Háskóla íslands Centenary: University of lceland, Faculty of Medicine Gudmundur Thorgeirsson, MD, PhD Cardiologist and Professor of Medicine Dean, Faculty of Medicine, University of lceland RITSTJÓRNARGREIN s Aldarafmæli Háskóla Islands og læknadeildar Stofnun Háskóla íslands, 17. júní 1911, var ekki aðeins kjaminn í hátíðahöldum íslendinga á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, heldur stórt og mikilvægt skref á vegferð þjóðarinnar til stjórnarfarslegs og efnahagslegs sjálfstæðis. Nú er blásið til aldarafmælis og full ástæða til að hvetja alla þá sem Læknablaðið lesa að taka virkan þátt í fjölmörgum atburðum, málþingum og hátíðafyrirlestrum, sem haldnir verða á þessum tímamótum. Læknadeild var ein af fjórum stofndeildum Háskóla Islands ásamt heimspekideild, lagadeild og guðfræðideild. Hún tók við læknakennslunni af Læknaskólanum sem starfað hafði frá 1876. Hins vegar er formleg læknakennsla á íslandi jafngömul formlegri læknisþjónustu því í erindisbréfi Bjarna Pálssonar, okkar fyrsta landlæknis, frá 1760 er það skilgreindur hluti af hans embættisskyldum að kenna læknisefnum og yfirsetukonum.1 Fyrsta embættisprófið í læknisfræði þrey tti Magnús Guðmundsson, síðar fjórðungslæknir Norðlendinga, árið 1763. Prófið var haldið í heyranda hljóði á Þingvöllum og verður ekki annað sagt en að prófstaðurinn hafi hæft mikilvægi atburðarins. Saga íslenskrar læknakennslu er þannig samofin sögu íslenskrar læknisþjónustu. Segja má að þar sé byggt á elstu arfleifð stéttarinnar því í eiðnum sem kenndur er við Hippókrates frá Kos og er um 2400 ára gamall segir svo í þýðingu Valdimars Steffensen, læknis:2 „Eg vil virða læknisfræðikennara minn sem foreldra mína, taka þátt í lífskjörum hans ef nauðsyn krefur, ala önn fyrir honum; enn fremur vil ég virða afkvæmi hans sem bræður, og kenna þeim læknisfræði, ef þeir æskja þess, endurgjaldslaust." íslenskir læknanemar skrifa undir heitorð lækna daginn áður en þeir útskrifast úr læknadeild. Heitorðin eru íslensk en byggja að hluta á eiði Hippókratesar. Því er heitið að beita kunnáttunni af alúð og samviskusemi án manngreinarálits, að auka kunnáttu sina í læknisfræðum og fara að lögum. Læknanemarnir eru ekki látnir skrifa undir eiðinn í heild og ekki undir klausuna sem vitnað er til hér að ofan um skyldur lækna við kennara sína sem þeim finnst fyndin þegar hún er lesin upp í tengslum við þá alvöruathöfn að undirrita heitorð lækna. Engu að síður er þarna að finna ákveðinn kjarna sem hefur mótað stéttina um aldir. Það er skyldan að gefa til baka. Að leiðbeina og kenna, ekki bara læknanemum, heldur einnig yngri kollegum og öðrum kollegum þegar við á. Þetta gildir um störf allra lækna, hvort sem þeir eru ráðnir til starfa við háskólastofnun eða ekki. Læknadeildir háskóla hafa hins vegar reynst öflugur vettvangur til að efla og miðla hinum víðtæku fræðum læknisfræðinnar. Það er engin tilviljun að bestu sjúkrahúsin víðast hvar í heiminum eru háskólasjúkrahús. Það er vegna þess að góð þjónusta við sjúklinga og hinn akademíski hluti spítalastarfsins efla hvert annað. Háskólastarfið laðar að hæft starfsfólk og glæðir starf sjúkrahúsanna eldmóði og hinni gagnrýnu nálgun fræðaiðkunar. Kennslan fer að verulegu leyti fram á vettvangi þjónustunnar og getur ekki án hennar verið. Formúlan á bak við háskólaspítala er því þrautreynd og ótvírætt að hún virkar. Eftir fyrsta starfsvetur Háskóla íslands luku fjórir nemendur embættisprófi í læknisfræði eftir að hafa meðal annars lýst apoplexi cerebri, orsökum sjúkdómsins, þýðingu hans og meðferð; lýst steinum í þvagfærum, einkennum og meðferð; gert grein fyrir algengustu barnamorðum í réttarlæknisfræði; fjallað um sjúkdóminn gulu og lýst verkunum hans á líkamann.3 Þessi viðfangsefni eru enn mikilvæg vandamál og gætu þess vegna átt rétt á sér á prófum næsta vor. Samt hefur átt sér stað þekkingarsprenging á öllum sviðum læknisfræði og ekki síður í þeim grunnvísindum sem læknisfræðin byggir á. Hvernig er unnt að leysa þann námsskrárvanda sem hlýst af þessum aðstæðum: Við erum í miðri þekkingarsprengingu en á sama tíma er ekki unnt að sleppa hinni klassísku undirstöðu úr þekkingarkröfum sem gerðar eru til útskrifaðra lækna? Mér er ekki kunnugt um neitt einfalt eða einhlítt svar við þessari spurningu en mikilvægast er að læknadeild útskrifi læknakandídata sem hafi þekkingu, þroska og hæfni til að axla ábyrgð á ævilangri símenntun sem á okkar dögum er forsenda þess að rækja kröfuhart læknisstarf. Þeir sem hlotið hafa menntun og þjálfun við læknadeild Háskóla Islands hafa í mörgum tilvikum sannreynt það við nafntogaðar stofnanir austan hafs og vestan að menntunin stendur fyrir sínu og er samkeppnishæf. A afmælisári hugsum við með þakklæti til deildarinnar og til Háskóla Islands og til okkar gömlu kennara. Floreat Universitas Islandiae. 1. ísberg JÓ. Líf og lækningar. íslensk heilbrigðissaga.Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík 2005. 2. Steffensen V. Hippokrates, faðir læknislistarinnar, saga hans og Hippokratísku læknislistarinnar ásamt þýðingum á víð og dreif úr verkum hans. Bókaútgáfan Norðri, Reykjavík.1945. 3. Jökulsson I. ísland í aldanna rás 1900-2000. Saga lands og þjóðar ár frá ári. JPV Útgáfa, Reykjavík 2003. LÆKNAblaðið 2010/96 601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.