Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN ■ Doktorspróf (54) ■ Sænskt sérfræöipróf (11) H Bandarískt sérfræöipróf (Amcrican Board) (10) ■ Evrópskt sérfræöipróf (European Board) (7) ■ Meistarapróf (6) Breskt sérfræöipróf (FRCS) (3) Bacheior gráöa (BSc) (2) Mynd 2. Prófgráður 237 (9,7%), Bretland (3,8%) og Danmörk (3%). Fimm íslenskra skurðlækna þann skurðlæknar stunduðu sérnám í öðrum löndum, 1. september 2008. Fjoldi meðal annars í Þýskalandi og Frakklandi. Af 36 skurðlækna i sviga. J ° skurðlæknum sem voru í sérnámi erlendis voru 19 búsettir í Svíþjóð (53%), sex í Bandaríkjunum (17%) og aðrir sex (17%) í Noregi. Á mynd 2 sést fjöldi íslenskra skurðlækna sem hafði lokið doktors- og meistaraprófi, eða 54 einstaklingar sem er 19,7% hópsins. Langflestir luku doktorsprófi í tengslum við sérnám erlendis (n=49) en fimm við Háskóla íslands. Tæpur þriðjungur skurðlækna sem stunduðu nám í Svíþjóð luku doktorsprófi og 22% frá Noregi. Af 29 einstaklingum sem stunduðu sérnám í Bandaríkjunum luku 10 (34%) sérfræðiprófi (Board Examination) þar í landi, og breska sérfræðiprófinu (FRSC) luku þrír af níu skurðlæknum sem voru menntaðir í Bretlandi. Jafnframt luku 12 (7%) skurðlæknar frá Svíþjóð sænska sérfræðiprófinu í almennum skurðlækningum. Á mynd 3 er sýnt framboð og eftirspurn eftir skurðlæknum á íslandi, en ekki litið sérstaklega á vinnumarkað erlendis. Við útreikninga er miðað við nálganir sem nefndar voru í kaflanum um efnivið og aðferðir. Eins og sést í töflunni undir myndinni er gert ráð fyrir að árlega komi 10 skurðlæknar til íslands að utan. Jafnframt er reiknað með að árlega hætti einn skurðlæknir störfum af öðrum ástæðum en vegna aldurs, svo sem vegna sjúkdóma eða snúi aftur til starfa erlendis. Fjöldi skurðlækna sem fer á eftirlaun er reiknaður út frá upplýsingum um aldursdreifingu í töflu II, og starfsaldur miðast við 70 ár. Árið 2008 voru 138 skurðlæknar starfandi á íslandi. Sé gert ráð fyrir að skurðlæknum fjölgi í takt við íbúafjölda verða 156 skurðlæknar starfandi á íslandi árið 2025. í töflu undir mynd 3 sést að munur á framboði og eftirspurn er mestur næstu fimm árin, eða þrír til átta manns umfram eftirspum. Eftir það verður aukið jafnvægi í framboði og eftirspurn sem helst fram til ársins 2025. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að rúmlega 80% íslenskra skurðlækna hafa sótt menntun sína til Norðurlandanna. Svíþjóð er þar langefst á blaði en nærri lætur að tveir af hverjum þremur skurðlæknum hafi stundað þar nám. Þetta á við um allar undirsérgreinar, en fyrir sumar þeirra er hlutfallið enn hærra, til dæmis bæklunarskurðlækningar. Rúmlega 10% skurðlækna hafa stundað sérnám í Noregi og fer hlutfall þeirra hækkandi, til dæmis voru 17,5% skurðlækna í sérnámi búsettir þar. Eflaust eru margar skýringar á þessari þróun, en í Noregi hafa betri kjör verið í boði en á hinum Norðurlöndunum.8 Athyglisvert er hversu fáir stunduðu sérnám í Danmörku, eða 3% hópsins. í Danmörku hafa færri námsstöður verið í boði en í Svíþjóð og Noregi auk þess sem sérnámið hefur tekið lengri tíma samanborið við hin Norðurlöndin.9 íslenskir skurðlæknar verða að teljast vel menntaðir, enda hefur tæplega fimmtungur þeirra lokið doktorsprófi. Samanburð vantar við aðrar sérgreinar hér á landi, en í Svíþjóð og Noregi eru 17-30% skurðlækna með doktorspróf og er hlutfallið breytilegt á milli undirsérgreina.8-10 Um þriðjungur íslenskra skurðlækna sem menntaðir voru í Bandaríkjunum (n=10) og Bretlandi (n=3) luku þar bandarísku og bresku sérfræðiprófi. Þetta verður að teljast frekar hátt hlutfall, ekki síst þegar haft er í huga að skurðlæknum er ekki skylt að taka þessi próf til að fá sérfræðiviðurkenningu hér á landi. í þessari rannsókn var ekki litið sérstaklega á vísindavinnu skurðlækna. í öðrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á töluverða rannsóknavirkni, til dæmis komu skurðlæknar að 12-15% íslenskra vísindagreina með svokölluðum ISI- staðli á árunum 1999-2003."'12 Ekki liggja fyrir sambærilegar tölur fyrir íslenska skurðlækna búsetta erlendis. Þó verður að telja líklegt að rannsóknavirkni þeirra sé ekki síður mikil, enda margir starfandi við stór háskólasjúkrahús. Hlutfall kvenna reyndist lágt, eða 8% á meðal skurðlækna á íslandi. Þetta er lægra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum, en hlutfall kvenna er næstum tvöfalt hærra í Svíþjóð og Noregi.8-10 í þessum löndum hefur hlutur kvenna verið mjög mismunandi eftir undirsérgreinum, til dæmis eru konur margfalt fleiri í barnaskurðlækningum en brjóstholsskurðlækningum.8 Hér á landi er það ánægjuleg þróun að íslenskum konum í skurðlækningum fer fjölgandi, til dæmis eru þær 19,4% skurðlækna í sérnámi. Þetta er eðlileg þróun enda útskrifast fleiri konur en karlar úr 606 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.