Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 22
F R Æ Ð I G R E I Y F I R L I T N A R Tafla IV. TNM-stigun skjaldkirtilskrabbameina á íslandi 1955-2004. Fjöldi og hlutfail (%) TNM-flokkun Karlar Konur Alls T0 3(1) 5(1) 8(1) T1 44 (21) 222 (39) 266 (34) T2 68 (32) 178(31) 246 (31) T3 22 (10) 42(7) 64(8) T4 78 (36) 125(22) 203 (26) Alls 215(100) 572 (100) 787 (100) N0 123(57) 431 (75) 554 (70) N1 92 (43) 141 (25) 233 (30) Alls 215(100) 572 (100) 787 (100) M0 199(93) 542 (95) 741 (94) M1 16(7) 30(5) 46(6) Alls 215(100) 572 (100) 787 (100) (TNM: T, tumor = æxli, N, nodes = eitlar, M, metastases = meinvörp) um. Vegna þess hve villivaxtarkrabbamein og merggerðarkrabbamein voru fátíð er talsverður breytileiki í nýgengi þessara meina milli tímabila. Tafla IV sýnir TNM-stigun skjaldkirtilskrabba- meina, skipt eftir kynjum og aðgreint eftir T-, N- og M- stigi æxlanna. Þar kemur fram að konur greindust oftar með lægra T-stig, N-stig og M-stig heldur en karlar. í töflu V sjást breytingar á T-stigi æxla skipt eftir fimm 10 ára tímabilum. Þar sést að fyrsta 10 ára tímabilið sker sig úr hvað varðar stærð æxla við greiningu. Hlutfall stærri æxla (T3+T4) og minni æxla (T1+T2) hefur ekki breyst marktækt á tímabilinu, hvorki hjá körlum né konum (karlar p=0,53 og konur p=0,96). Fimm ára sjúkdómssértæk lifun sjúklinga yfir allt tímabilið í heild var 88% og jókst frá fyrri helmingi rannsóknartímans (1955-1979) til síðari helmings (1980-2004) úr 81% upp í 92% (p-gildi <0,001). Samsvarandi 10 ára sjúkdómssértæk lifun milli samsvarandi tímabila jókst úr 77% upp í 89% (p<0,001). Á myndum 2 og 3 eru sýnd Kaplan-Meier lifunarlínurit þar sem fram kemur sjúkdómssértæk lifun. Á mynd 2 eru sýnd lifun- arlínurit þeirra sem greindir voru með mismun- andi meginvefjagerðir skjaldkirtilskrabbameina. Lifun þeirra sem greinast með totumyndandi krabbamein og skjaldbúskrabbamein var svipuð (p=0,98) og var 15 ára lifun sjúklinga með báðar þessar tegundir sú sama, eða 85%. Fimm ára lifun sýnir þó að 94% sjúklinga með totumyndandi æxli voru á lífi eftir 5 ár en 90% þeirra sem greindust með skjaldbúskrabbamein. Nánast allir þeir sem greindust með villivaxtarkrabbamein dóu innan árs frá greiningu. Lifunarlínurit sem skiptir meinum upp eftir mismunandi TNM-stigi er sýnt á mynd 3. Sjúklingar með mein á stigi I höfðu langbestar horfur, en sjúklingar með mein á stigi IV verstar horfur. í Cox-einbreytugreiningu kom fram að grein- ingarár, greiningaraldur, kyn, TNM-stig og vefja- gerð æxlanna voru allt mjög marktækir þættir hvað varðar horfur (p<0,05). í Cox-fjölbreytu- greiningu sem sýnd er í töflu VI kom fram að greiningarár, greiningaraldur, TNM-stig æxla og vefjagerð æxla voru allt sjálfstætt marktækir þættir hvað varðar lifunarhorfur sjúklinga. Kyn sjúklinga reyndist ekki sjálfstætt marktækur áhrifaþáttur á horfur í fjölbreytugreiningu. Umræður Rannsókn okkar sýnir að nýgengi skjaldkirtils- krabbameins á íslandi jókst mjög hratt fyrsta hluta tímabilsins. Einkum var nýgengið hátt á árabilinu 1965-80 en hefur haldist nokkuð stöðugt síðan. I samanburði við aðrar þjóðir var tíðni þessa sjúkdóms hér á landi með því hæsta sem gerðist í heiminum á tímabilinu 1965-80 og tvisvar til þrisvar sinnum hærri en í löndunum í kringum okkur."'13 Á þessu hefur orðið breyt- ing hin síðari ár. I mörgum nágrannalöndum íslands hefur orðið mikil aukning á nýgengi skjaldkirtilskrabbameins, aðallega á síðustu einum til tveimur áratugum síðustu aldar.2-312' 15 Þessi aukning er rakin til fjölgunar á litlum totumyndandi krabbameinum sem eru minna en tveir sentímetrar í þvermál. Deilt hefur verið um hvort hér sé um raunverulega aukningu á þessum sjúkdómi að ræða eða hvort þessi breyting sé tilkomin vegna bættra greiningaraðferða eins og ómskoðana og sneiðmynda af skjaldkirtli sem síðan leiða til fínnálarástungna úr grunsamlegum hnútum.12 Þessi breyting á nýgengi sjúkdómsins í öðrum löndum hefur leitt til þess að nýgengi skjaldkirtilskrabbameins á Islandi er nú mjög sambærilegt við það sem kynnt er í mörgum öðrum vestrænum löndum. Við yfirferð vefjasýna skjaldkirtilsæxla á þess- ari hálfu öld sem rannsóknin tók til varð breyting á flokkun æxlanna og talsverður fjöldi æxla (alls 47 tilfelli) sem áður höfðu talist til krabbameina í skjaldkirtli voru endurflokkuð sem góðkynja mein. Þar sem svo mikil breyting varð á fjölda æxla vekur það upp þá spurningu hvort skjald- kirtilsmein hafa ef til vill verið ofmetin á Islandi, með of miklum fjölda greindra krabbameina í samanburði við nágrannaþjóðir, og að það gæti skýrt hið óvanalega háa nýgengi slíkra æxla hér á landi fyrr á árum. Þessu hafna höfundar þar sem ekkert bendir til að greiningaraðferðir skjaldkirtilskrabbameina hér á landi hafi verið 86 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.