Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 24

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 24
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Mynd 3. Lifunarrit eftir TNM-flokkun. lítil æxli greindust hérlendis, meðan þau upp- götvuðust síður hjá þeim þjóðum sem höfðu lægra nýgengi á sama tíma. Höfundum er ekki kunnugt um að aðrar greiningaraðferðir hafi verið notaðar hér á landi en í nágrannalöndunum. Há tíðni totumyndandi skjaldkirtilskrabba- meina hefur verið tengd við mikla joðneyslu.18 Joðneysla íslendinga var talin mikil á síðustu öld og sýnt hefur verið fram á hlutfallslega hátt joðmagn í fæðu Islendinga.19 Það er hugsanlegt að há tíðni skjaldkirtilskrabbameina í kringum 1970 tengist mikilli fiskneyslu, en vitað er að fiskur inniheldur mikið joð. Neyslumynstur íslendinga hefur breyst á síðustu áratugum og joðneysla minnkað, en slíkt gæti hafa haft áhrif á nýgengi sjúkdómsins hér á landi.19 A mynd 2 kemur fram að sjúklingur með totumyndandi æxli og skjaldbúskrabbamein hafa Tafla VI. Niðurstöður Cox-fjölbreytugreiningar (multivariate analysis) Hættuhlutfall 95% öryggisbil P-gildi Greiningarár 0,96 0,94-0,97 <0,001 Greiningaraldur 1,04 1,03-1,06 <0,001 Kyn 1,09 0,76-1,58 0,636 Meginvefjagerðir* 2,54 2,14-3,02 <0,001 TNM-stigun 3,64 2,82-4,69 <0,001 Totumyndandi krabbamein, skjaldbúskrabbamein, merggerðarkrabbamein, villivaxtarkrabbamein TNM: T, tumor = æxli, N, nodes = eitlar, M, metastases = meinvörp svipaðar og í heild mjög góðar lífshorfur. Þeir sem greindust með villivaxtarkrabbamein deyja flestir innan árs frá greiningu meinsins. Þetta samsvarar mjög vel niðurstöðum erlendra rannsókna.5'20 Niðurstöður einbreytugreiningar sýna að TNM-stigun, vefjagerð æxlanna, aldur sjúklinga við greiningu, kyn og greiningarár æxlis reyndust hvert fyrir sig hafa marktæk áhrif á horfur sjúk- linga. Þeir sem eru yngri við greiningu hafa betri horfur en þeir sem eldri eru. Áður hefur verið sýnt fram á þetta á afgerandi hátt, sem leitt hefur til þess að aldur hefur verið tekinn inn í TNM-stigun skjaldkirtilskrabbameina og er þetta eina krabba- meinið þar sem slíkt er gert. Konur hafa almennt betri horfur en karlar í rannsókninni, en hins vegar er kyn ekki sjálfstætt marktækur þáttur þegar beitt er fjölbreytugrein- ingu Cox (tafla V). Almennt betri horfur kvenna með sjúkdóminn voru því ekki raunverulega betri þegar búið var að leiðrétta fyrir öðrum áhrifaþátt- um eins og TNM-stigi, vefjagerð, aldri við grein- ingu og greiningarári æxlis. Þessar niðurstöður gefa til kynna að þeir sem hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein á síðustu árum hafi betri horfur en þeir sem greindust með slík mein fyrir áratugum síðan. Nærtæk skýring á því að horfur sjúklinga með skjaldkirtils- krabbamein séu að batna á þeirri hálfu öld sem rannsóknin tekur til, er að meðferð sjúkdómsins sé að skila bættum árangri. Unnt er að leiða líkur að þessu þar sem rannsóknin sýnir fram á að ekki er verið að greina marktækt minni æxli á síðari árum rannsóknartímans og ekki er heldur verið að greina marktækt hærra hlutfall æxlisgerða sem hafa afgerandi betri horfur en aðrar. Allir þeir þættir sem vitað er að hafi áhrif á horfur sjúklinga voru teknir inn í fjölbreytugreiningu. Eftir stendur greiningarár sem sjálfstæður áhrifa- þáttur um horfur, samanber töflu V. Það verður því að telja rök fyrir að álykta að meðferð skili bættum árangri á síðara hluta rannsóknartímans. Þær meginbreytingar sem höfundum er kunnugt um varðandi meðferð skjaldkirtilskrabbameina á rannsóknartímanum eru tilkoma geislajoðmeð- ferðar upp úr 1970, en einnig hafa skurðaðgerðir breyst og síðari hluta rannsóknartímans varð algengara að nema á brott allan skjaldkirtilinn í stað þess að fjarlægja hluta hans eða einungis nema brott æxlishnút, sem gjarnan var gert hér áður fyrr. 88 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.