Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 28
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla I. Samanburður á einstaklingum (beina- og liðasýkingar) með jákvæðarog neikvæðar
ræktanir með tilliti til einkenna, blóð- og myndrannsókna, árstíða og aldurs.
Tilfelli með jákvæða ræktun N = 121 Tilfelli með neikvæða ræktun N = 99
Myndrannsóknir (jákvæðar/framkvæmdar)
Röntgenmynd 36/99 (36%) 31/83 (37%)
ísótóparannsókn 80/85 (94%) 60/67 (90%)
Segulómun 21/21 (100%) 20/21 (95%)
Ómun 16/37 (44%) 7/19 (37%)
Blóðrannsóknir (miðgildi (spönn))
Hvít blóðkorn (x109/L) 10,2 (3,9-25,9) 12,0(4,9-32,1)
CRP (mg/L) 33 (0-194) 22 (0-232)
Sökk (mm/klst) 30 (1-102) 29 (1-90)
Einkenni
Lengd einkenna (miðtala (spönn)) 6 (0-365) dagad 8 (0-74) dagar
Hiti °C (miðgildi (spönn)) 38,2 (36,2-40,7) 37,8 (36,0-40,2)
Verkur 111/121 (92%) 89/99 (92%)
Starfsbilun 108/121 (89%) 89/99 (92%)
Bólga 67/121 (55%) 50/99 (52%)
Roði 47/121 (39%) 36/99 (37%)
Faraldsfræði
Aldur (miðgildi (spönn)) 8,5 ár (0,1-17,7)* 1,8 ár (0,7-17,0)*
Tilfelli undir fjögurra ára 34% 71%
Tilfelli um haust 32% 41%
t Ólíklegt er að beinasýking geti staðið í 365 daga án greiningar, byggt er á sjúkraskrárgögnum. * Einungis aldur tengdist niöurstöðu ræktana marktækt (p=0,038). CRP = C reactive protein
Aldursdreifing beina- og liðasýkinga
| I ,
‘LILluLllLLLLlliI.
0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
Aldur i árum
■ Beiriasykingar
■ Ltðasykingar
Mynd 1. Aldursdreifing barna með beinasýkingar og liðasýkingar.
Aldursstaðlað nýgengi beina- og liðasýkinga
tpgildifyrir linulcga teilni <0,001
tPgildifyrir Imufega leitni 0,019
Ar
-Otil I7ðrat
-Otil Sara
—6 tíl llára
—12 til 17ára
-Linulegt*
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 200S
Mynd 2. Aldursstaðlað nýgengi beirn- og liðasýkinga 1996-2005.
húss Reykjavíkur eða Sjúkrahúsið á Akur-
eyri frá ársbyrjum 1996 til ársloka 2005 með
sjúkdómsgreininguna sýking í beini eða lið.
Framangreindar stofnanir eru þær einu á landinu
sem greina og meðhöndla slíkar sýkingar og því
nær rannsóknin til allrar þjóðinnar á tímabilinu.
Inntökuskilyrði rannsóknarinnar byggðu á
ICD-9 (711 og 730) og ICD-10 (M00, M01, M46,
M86 og M90) greiningarkóðum. Leitað var
að einstaklingunum í sjúkraskrám stofnananna.
Sjúklingar sem þannig fundust þurftu ennfremur
að uppfylla tvennskonar skilyrði; að hafa
fengið fulla meðferð í samræmi við beina- eða
liðasýkingu og að uppfylla að minnsta kosti eitt
af eftirfarandi: jákvæða ræktun (blóð, liðvökvi eða
bein), myndrannsókn sem samrýmdist beina- eða
liðasýkingu eða að hafa klínísk einkenni beina- eða
liðasýkingar. Til að tryggja að öll tilfelli væru með
í rannsókninni var einnig farið yfir niðurstöður
ræktana (liðvökvi og beinvefur) frá börnum í
gagnagrunni sýklafræðideildar Landspítala.
Eftirfarandi upplýsingum var safnað úr
sjúkraskrám; aldur, kyn, einkenni og staðsetn-
ing sýkingarinnar, greiningarkóði og grein-
ingardagsetning, atriði sem komu fram í skoðun,
niðurstöður blóðrannsókna, myndrannsókna og
ræktana. Greiningardagur (dagur 0) var skilgreind-
ur þegar sjúklingur fékk fyrstu gjöf sýklalyfja í æð.
Sótthiti var skilgreindur >38°C mælt í endaþarm.
Framangreindum upplýsingum var safnað í skrá
þar sem persónueinkenni höfðu verið afmáð
í samræmi við leyfi Vísindasiðanefndar og
Persónuverndar.
Við úrvinnslu gagna var bömunum skipt í
hópa. í fyrsta lagi eftir því hvort um var að ræða
beinasýkingu eða liðasýkingu. Þeir sem höfðu
bæði beinasýkingu og liðasýkingu í aðlægum
lið voru flokkaðir með beinasýkingum.6 I öðru
lagi var tilfellum skipt í þrjá jafna aldursflokka,
0-5 ára, 6-11 ára og 12-17 ára, til að meta nýgengi
beina- og liðasýkinga eftir aldurshópum. Tölur
um fjölda barna í einstökum aldursflokkum á
Islandi voru fengnar hjá Hagstofu Islands til
að ákvarða aldursstöðlun (www.hagstofa.is).
í þriðja lagi var tilfellum skipt í hópa eftir því
hvort ræktanir voru jákvæðar eða neikvæðar og
hóparnir bornir saman með tilliti til aldurs og
rannsóknarbreyta. Að lokum var kaimað hvort
um árstíðarsveiflu var að ræða í greiningum og
var júni til ágúst flokkað sem sumar, september
til nóvember sem haust, desember til febrúar sem
vetur og mars til maí sem vor. Samanburður á
miðaldri var gerður með Student's t-prófi þar sem
gert var ráð fyrir mismunandi dreifingu. Fjölþátta
tvíkosta aðhvarfsgreining (multivariable binominal
logistic regression) var bæði notuð til að kanna
92 LÆKNAblaðið 2011/97