Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 31

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 31
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN fjögurra ára var 71% í hópi þeirra með neikvæða ræktun en 34% í hópi þeirra með jákvæða ræktun. í erlendum rannsóknum er miðtala aldurstilfella K. kingae sýkinga 1,2-1,5 ár og greinast 96-98% þeirra fyrir fjögurra ára aldur.8- 9-11 Rannsóknir sem snúa að nýgengi þeirra sem bera K. kingae í öndunarvegi sýna jafnframt að hæsta beratíðni er á aldrinum sex mánaða til fjögurra ára.19 Aldur einstaklinga með neikvæða ræktun í okkar rannsókn samrýmist aldri K. kingae sýkinga. Af öllum tilfellum liða- og beinasýkinga þar sem ræktanir voru neikvæðar greindust 41% á haustin, af öllum tilfellum þar sem ræktanir voru jákvæðar voru hins vegar 32% greind á haustin. Þetta er ekki marktækur munur en þó athyglisvert í ljósi þess að í rannsóknum hefur komið fram að 51% allra K. kingae sýkinga greinast á haustin.11 Þessi tilhneiging var enn sterkari í okkar rannsókn því um 67% K. kingae sýkinga greindust á haustin. Aldursdreifing beina- og liðasýkinga í okk- ar rannsókn samrýmist niðurstöðum erlendra rannsókna.6 Flestar liðasýkingar (66%) greindust fyrir þriggja ára aldur en einungis 40% beinasýkinga greinist á sama aldursbili. Munurinn á aldursdreifingu beinasýkinga og liðasýkinga er að beinasýkingar toppa á tveimur aldursbilum og er seinni toppurinn á aldrinum 9-12 ára. Þetta má útskýra með vexti beina því að vöxturinn er mestur á fyrstu aldursárunum og síðan á árunum 9-12 ára.20 Kynjahlutfall er 1,2 drengir á móti hverri stúlku, sem er sambærilegt við það sem finnst í erlendum rannsóknum.6'9 Algengustu einkenni beina- og liðasýkinga í rannsókninni voru verkir og starfsbilun (functio laesa). Bólga var einnig algengt einkenni. Athyglisvert er að einungis helmingur barna var með hita (38°C) fyrir greiningu og telst hiti því vart gott greiningarmerki. Talning hvítra blóðkorna og mælingar á CRP skýra og sökki voru ekki sérlega gagnlegar rannsóknir til greiningar á beina- og liðasýkingum þar sem þær eru ekki afgerandi. Blóðrannsóknargildi voru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna.6-11 Algengasti orsakavaldur beinasýkinga var S. aureus sem greindist hjá 65% tilfella. S. aureus var einnig algengasta orsök liðasýkinga (22%). Þetta er í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir.1- 6 Enn sem komið er hafa MÓSA ekki greinst í beina- og liðasýkingum á íslandi eins og raunin er víða erlendis.6-17 Næst algengasta baktería, bæði beina- og liðasýkinga, var K. kingae, sem verður að teljast athyglisvert þar sem hún greindist fyrst á íslandi árið 1995.12 Myndrannsóknir eru afar gagnlegar til greiningar á beina- og liðasýkingum og var notkun þeirra að mestu leyti sambærileg við niðurstöður erlendra rannsókna.21-22 Röntgenmyndir eru mikið notaðar en þrátt fyrir lítið næmi við greiningu á beina- og liðasýkingu eru þær mjög gagnlegar til útilokunar annarra greininga. ísótóparannsókn er mun næmari rannsókn og hentar vel til að leita að sjúkdómshreiðrum. Segulómun er næmasta myndrannsóknin fyrir beinasýkingar en í okkar rannsókn var hún einungis framkvæmd í 25% tilfella. Erfitt er að meta næmi segulómana í liðasýkingum þar sem sú rannsókn var gerð á fáum einstaklingum. Fjöldi segulómana óx til muna yfir tímabilið (gögn ekki sýnd). Rannsóknin hefur sýnt að nýgengi liða- og beinasýkinga bama vex í yngsta aldurshópnum, ef til vill af völdum sýkla sem ræktast illa eins og K. kingae. Færa má rök fyrir því að þörf sé á næmari sýklafræðilegum rannsóknum hér á landi hjá einstaklingum með einkenni um beina- eða liðasýkingar en neikvæðar hefðbundnar ræktanir. Þakkir Andrea Andrésdóttir, yfirlæknir barnadeildar Sjúkrahúss Akureyrar, aðstoðaði við öflun gagna á Akureyri. Ritarar Bamaspítala Hringsins og starfsfólk skjalasafns Landspítala við Vesturhlíð aðstoðuðu við skjalasöfnun. Heimildir 1. Kao HC, Huang YC, Chiu CH, et al. Acute hematogenous osteomyelitis and septic arthritis in children. J Microbiol Immunol Infect 2003; 36: 260-5. 2. Elasri MO, Thomas JR, Skinner RA, et al. Staphylococcus aureus collagen adhesin contributes to the pathogenesis of osteomyelitis. Bone 2002; 30: 275-80. 3. Mandell GL, Bennett JE, Dolin R, editors. Principles and Practice of Infectious Diseases. 6th ed. Elsevier, Philadelphia 2005. 4. Morrissy RT, Haynes DW. Acute hematogenous osteomyelitis: a model with trauma as an etiology. J Pediatr Orthop 1989; 9:447-56. 5. Axford JS. Joint and bone infections. Medicine 2006; 34: 405- 12. 6. Goergens ED, McEvoy A, Watson M, Barrett IR. Acute osteomyelitis and septic arthritis in children. J Paediatr Child Health 2005; 41: 59-62. 7. Feigin RD, Cherry JD, editors. Textbook of Pediatric Infectious Diseases. 4th ed. W.B. Saunders Company, Philadelpia 1998. 8. Verdier I, Gayet-Ageron A, Ploton C, et al. Contribution of a broad range polymerase chain reaction to the diagnosis of osteoarticular infections caused by Kingella kingae: description of twenty-four recent pediatric diagnoses. Pediatr Infect Dis J 2005; 24: 692-6. 9. Moumile K, Merckx J, Glorion C, Pouliquen JC, Berche P, Ferroni A. Bacterial aetiology of acute osteoarticular infections in children. Acta Paediatr 2005; 94: 419-22. 10. Yagupsky P. Kingella kingae: from medical rarity to an emerging paediatric pathogen. Lancet Infect Dis 2004; 4: 358- 67. 11. Chometon S, Benito Y, Chaker M, et al. Specific real-time polymerase chain reaction places Kingella kingae as the most common cause of osteoarticular infections in young children. Pediatr Infect Dis J 2007; 26: 377-81. 12. Birgisson H, Steingrímsson Ó, Guðnason. Kingella kingae beina- og liðsýkingar í bömum: Sex sjúkratilfelli af Bamaspítala Hringsins. Læknablaðið 2000; 86: 516-9. LÆKNAblaðið 2011/97 95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.