Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 31
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN fjögurra ára var 71% í hópi þeirra með neikvæða ræktun en 34% í hópi þeirra með jákvæða ræktun. í erlendum rannsóknum er miðtala aldurstilfella K. kingae sýkinga 1,2-1,5 ár og greinast 96-98% þeirra fyrir fjögurra ára aldur.8- 9-11 Rannsóknir sem snúa að nýgengi þeirra sem bera K. kingae í öndunarvegi sýna jafnframt að hæsta beratíðni er á aldrinum sex mánaða til fjögurra ára.19 Aldur einstaklinga með neikvæða ræktun í okkar rannsókn samrýmist aldri K. kingae sýkinga. Af öllum tilfellum liða- og beinasýkinga þar sem ræktanir voru neikvæðar greindust 41% á haustin, af öllum tilfellum þar sem ræktanir voru jákvæðar voru hins vegar 32% greind á haustin. Þetta er ekki marktækur munur en þó athyglisvert í ljósi þess að í rannsóknum hefur komið fram að 51% allra K. kingae sýkinga greinast á haustin.11 Þessi tilhneiging var enn sterkari í okkar rannsókn því um 67% K. kingae sýkinga greindust á haustin. Aldursdreifing beina- og liðasýkinga í okk- ar rannsókn samrýmist niðurstöðum erlendra rannsókna.6 Flestar liðasýkingar (66%) greindust fyrir þriggja ára aldur en einungis 40% beinasýkinga greinist á sama aldursbili. Munurinn á aldursdreifingu beinasýkinga og liðasýkinga er að beinasýkingar toppa á tveimur aldursbilum og er seinni toppurinn á aldrinum 9-12 ára. Þetta má útskýra með vexti beina því að vöxturinn er mestur á fyrstu aldursárunum og síðan á árunum 9-12 ára.20 Kynjahlutfall er 1,2 drengir á móti hverri stúlku, sem er sambærilegt við það sem finnst í erlendum rannsóknum.6'9 Algengustu einkenni beina- og liðasýkinga í rannsókninni voru verkir og starfsbilun (functio laesa). Bólga var einnig algengt einkenni. Athyglisvert er að einungis helmingur barna var með hita (38°C) fyrir greiningu og telst hiti því vart gott greiningarmerki. Talning hvítra blóðkorna og mælingar á CRP skýra og sökki voru ekki sérlega gagnlegar rannsóknir til greiningar á beina- og liðasýkingum þar sem þær eru ekki afgerandi. Blóðrannsóknargildi voru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna.6-11 Algengasti orsakavaldur beinasýkinga var S. aureus sem greindist hjá 65% tilfella. S. aureus var einnig algengasta orsök liðasýkinga (22%). Þetta er í samræmi við sambærilegar erlendar rannsóknir.1- 6 Enn sem komið er hafa MÓSA ekki greinst í beina- og liðasýkingum á íslandi eins og raunin er víða erlendis.6-17 Næst algengasta baktería, bæði beina- og liðasýkinga, var K. kingae, sem verður að teljast athyglisvert þar sem hún greindist fyrst á íslandi árið 1995.12 Myndrannsóknir eru afar gagnlegar til greiningar á beina- og liðasýkingum og var notkun þeirra að mestu leyti sambærileg við niðurstöður erlendra rannsókna.21-22 Röntgenmyndir eru mikið notaðar en þrátt fyrir lítið næmi við greiningu á beina- og liðasýkingu eru þær mjög gagnlegar til útilokunar annarra greininga. ísótóparannsókn er mun næmari rannsókn og hentar vel til að leita að sjúkdómshreiðrum. Segulómun er næmasta myndrannsóknin fyrir beinasýkingar en í okkar rannsókn var hún einungis framkvæmd í 25% tilfella. Erfitt er að meta næmi segulómana í liðasýkingum þar sem sú rannsókn var gerð á fáum einstaklingum. Fjöldi segulómana óx til muna yfir tímabilið (gögn ekki sýnd). Rannsóknin hefur sýnt að nýgengi liða- og beinasýkinga bama vex í yngsta aldurshópnum, ef til vill af völdum sýkla sem ræktast illa eins og K. kingae. Færa má rök fyrir því að þörf sé á næmari sýklafræðilegum rannsóknum hér á landi hjá einstaklingum með einkenni um beina- eða liðasýkingar en neikvæðar hefðbundnar ræktanir. Þakkir Andrea Andrésdóttir, yfirlæknir barnadeildar Sjúkrahúss Akureyrar, aðstoðaði við öflun gagna á Akureyri. Ritarar Bamaspítala Hringsins og starfsfólk skjalasafns Landspítala við Vesturhlíð aðstoðuðu við skjalasöfnun. Heimildir 1. Kao HC, Huang YC, Chiu CH, et al. Acute hematogenous osteomyelitis and septic arthritis in children. J Microbiol Immunol Infect 2003; 36: 260-5. 2. Elasri MO, Thomas JR, Skinner RA, et al. Staphylococcus aureus collagen adhesin contributes to the pathogenesis of osteomyelitis. Bone 2002; 30: 275-80. 3. Mandell GL, Bennett JE, Dolin R, editors. Principles and Practice of Infectious Diseases. 6th ed. Elsevier, Philadelphia 2005. 4. Morrissy RT, Haynes DW. Acute hematogenous osteomyelitis: a model with trauma as an etiology. J Pediatr Orthop 1989; 9:447-56. 5. Axford JS. Joint and bone infections. Medicine 2006; 34: 405- 12. 6. Goergens ED, McEvoy A, Watson M, Barrett IR. Acute osteomyelitis and septic arthritis in children. J Paediatr Child Health 2005; 41: 59-62. 7. Feigin RD, Cherry JD, editors. Textbook of Pediatric Infectious Diseases. 4th ed. W.B. Saunders Company, Philadelpia 1998. 8. Verdier I, Gayet-Ageron A, Ploton C, et al. Contribution of a broad range polymerase chain reaction to the diagnosis of osteoarticular infections caused by Kingella kingae: description of twenty-four recent pediatric diagnoses. Pediatr Infect Dis J 2005; 24: 692-6. 9. Moumile K, Merckx J, Glorion C, Pouliquen JC, Berche P, Ferroni A. Bacterial aetiology of acute osteoarticular infections in children. Acta Paediatr 2005; 94: 419-22. 10. Yagupsky P. Kingella kingae: from medical rarity to an emerging paediatric pathogen. Lancet Infect Dis 2004; 4: 358- 67. 11. Chometon S, Benito Y, Chaker M, et al. Specific real-time polymerase chain reaction places Kingella kingae as the most common cause of osteoarticular infections in young children. Pediatr Infect Dis J 2007; 26: 377-81. 12. Birgisson H, Steingrímsson Ó, Guðnason. Kingella kingae beina- og liðsýkingar í bömum: Sex sjúkratilfelli af Bamaspítala Hringsins. Læknablaðið 2000; 86: 516-9. LÆKNAblaðið 2011/97 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.