Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 42

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 42
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 7. Myndin sýnir lyfjadælu meö nál og glerstauka, sem í eru lyfí töfluformi (m.a. morfín og stryknín) til upplausnar og innstungu (frá Parke, Davis b Co.). Lyfjadælan er afLuer- gerð (með upphaflegum rúmmálsmælieiningum á bullustafi; einnigfrá Parke, Davis & Co.). Glerstaukarnir og lyfjadælan voru varðveitt í þar til gerðu málmhylki (efst á myndinni) og má líta á sem „vasabirgðir" læknis í starfi. Hlutir í eigu j.F.S. Myndin var tekin í LyfjafræÖisafninu 19. 3. 2010; Þorkell Þorkelsson. í upphafi talið notagildi digitalissambanda til innstungu meira en síðar varð. Einn þekktasti hjartalæknir á íslandi á fyrri árum taldi þannig árið 1943, að fullur árangur af digitalisgjöf fengist nær undantekningarlaust með því að gefa lyfin við inntöku.36 5. Stungulyf í dönskum lyfjaskrám Danskar lyfjaskrár og lyfjaforskriftabækur giltu og voru lengi notaðar á íslandi. Danska lyfjaskráin (Pharmacopoea Danica) kom út 1868, 1896 og enn 1907. í þessum útgáfum eru engar lyfjasamsetningar til innstungu. Fyrst í útgáfunni 1933 er getið um lyfjasamsetningar til innstungu (alls 9).37 Stungulyfin voru undarlega fá, sem bendir til þess að höfundar lyfjaskrárinnar hafi verið íhaldssamir. f fyrstu útgáfu lyfjafor- skriftasafns Kaupmannahafnarspítala 1871 eru allnokkrar lyfjasamsetningar ætlaðar til inn- stungu.29 Þar má nefna kvikasilfur + morfín og 5% morfín til innstungu. Einnig er getið um stryknín og atrópín til innstungu. í útgáfunni frá 1900 eru auk kvikasilfurs, morfíns, apómorfíns, strykníns og atrópíns eftirfarandi lyf til innstungu: Secale cornutum, pílókarpín, kókaín (4%), hýóscýamín og arsen.30 Um kamfóru (notuð í Danmörku frá 1868) skal þess sérstaklega getið að kamfóra í olíulausn til innstungu var í áratugi mikið notuð sem örvandi lyf, og oft í stórum skömmtum, við eitrunum, handa deyjandi fólki og svo framvegis.34 Ljóst er að íslenskir læknar við nám í Dan- mörku á síðari hluta 19. aldar, gátu auðveldlega komist í kynni við stungulyf. Enda telur Schou8 að stungulyf hafi verið almennt þekkt og notuð af dönskum læknum eftir 1860. Þróun stungulyfja I lyfjaforskriftasafni Kaupmannahafnarspítala frá árinu 1922 er lýst natríumklóríðlausn (0,9%) og samsettri natríumklóríðlausn (Ringers-lausn).31 Þegar hér var komið sögu var vitað um osmótískan þrýsting í líkamsvefjum og að hann væri gróft tekið jafngildur ósmótískum þrýstingi af völdum 0,9% saltvatns („fýsíólógískt saltvatn"). Kom þá smám saman upp sú krafa að lausnir stungulyfja skyldu vera „ísótón", jafnþrýstnar, við 0,9% saltvatnslausn (með nokkrum vikmörkum þó). Þetta dregur úr hugsanlegum vefjaskemmdum af völdum stungulyfja og var endanlega tekið upp í Dönsku lyfjaskrána 1948 og var það mikið framfaraspor í gerð stungulyfja.38 Á það skal hér enn minnt, að danskar lyfjaskrár giltu þá á Islandi. Notkun stungulyfja hófst allmörgum árum áður en Lister birti niðurstöður sínar um smitvöm (antisepsis) og áður en smitgát (ascpsis) varð á færi lækna við skurðaðgerðir eða lyfjafræðinga við lyfjagerð. Helstu sárabakteríur voru þá enn ófundnar eða ógreindar.3133 Því fór ekki hjá því að ígerðir kæmu í stungusár eftir gjöf stungulyfja. Norman-Jones5 hefur í grein sinni mynd af morfínista sem er að deyja, alsettur kýlum. Hann tók þó jafnframt fram að merkilega fáar lýsingar á sýkingum eftir gjöf stungulyfja sé að finna í fyrri skrifum. Engu að síður vann krafan um smitgát við framleiðslu stungulyfja sér fylgi, svo og krafa um að stungulyf væru sæfð („steril"), ef þess væri nokkur kostur. Þessa sér stað í Lyfjaforskriftasafni Kaupmannahafnarspítala frá 192231 og var tekið upp sem ófrávíkjanleg krafa, ásamt kröfu um „tandurhreinindi", í Dönsku lyfjaskrána 1948.38 Áður en reglur þessar um smitgát og sæfingu tóku gildi, gat nánast verið tilviljun háð hve örverumenguð stungulyf vom við notkun. Þetta hefur til dæmis átt við þegar morfínlausn til innstungu var tekin úr flöskum og sett í hettuglös sem læknar tóku svo úr og dældu í sjúklinga sína (sbr. mynd 4a34). Þá þekktist lengi að læknar hefðu í fórum sínum nokkurs konar „vasabirgðir" lyfja í töfluformi, ásamt lyfjadælu og holnál, til þess að leysa upp. Vökvinn hefur vafalaust oft verið sæft saltvatn eða sæft vatn, en ílátin hafa án efa verið breytilegri, allt eftir því hvar læknar voru staddir, þegar lyfin vom gefin! Slíkur búnaður lyfja er sýndur á mynd 7 og var í eigu þekkts augnlæknis (Kjartans Ólafssonar (1894-1956)). Ljóst er að þróun stungulyfja frá upphafi og til þeirra gæðakrafna sem um þau gilda í dag, tók eigi skemmri tíma en um 100 ár. Fyrir gildistöku lyfjaskrárinnar 1948 hétu stungulyf lausnir til innstungu, eða solutiones pro injectione, en skyldu nú, eftir skarpa aðgreiningu frá öðrum lausnum, heita injectabile (flt. injectabilia). 106 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.