Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 12

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Myndl.Nýgeng/ 10 bráðs síðuheilkennis á árunum 1998-2007 miðað við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins (fjöldi tilfella/100.000 íbúa/ár). 8 - 7 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Sjúkraskrárnar voru lesnar með það í huga að finna sjúklinga sem höfðu brátt síðuheilkenni. Það var skilgreint sem svæsinn verkur í síðu eða kviði og nýrnabilun, án augljósra skýringa annarra en Tafla I. Lýðfræðilegir þættir og lyfjasaga sjúklinga sem komu á Landspítala með brátt síðuheilkenni. F = konur, M = karlar. Eyður tákna skort á upplýsingum. no. ár aldur (ár) kyn alkóhól tegund bólgueyðandi verkjalyfs ábending fyrir bólgueyðandi verkjalyfi 1 1998 35 M óþekkt 2 1998 35 M já díklófenak timburmenn 3 2000 33 M óþekkt bakverkir 4 2001 22 M já 5 2003 27 M íbúprófen 6 2003 30 M íbúprófen kvef 7 2004 35 M já óþekkt timburmenn 8 2004 28 F já íbúprófen timburmenn 9 2005 29 M já 10 2005 25 M já 11 2005 30 M já íbúprófen vöðvaverkur 12 2005 32 M já íbúprófen timburmenn 13 2006 19 F 14 2006 23 M díklófenak krossbandaaðgerð 15 2006 34 M já íbúprófen+díklófenak áverkar eftir áflog 16 2007 23 M já íbúprófen beinhimnubólga 17 2007 18 M já 18 2007 26 M já íbúprófen+díklófenak áverkar eftir áflog 19 2007 23 M já 20 2007 26 F já íbúprófen timburmenn 21 2007 19 M já íbúprófen timburmenn hugsanlegrar neyslu bólgueyðandi verkjalyfs, áfengis eða hvors tveggja. Þannig var skráð saga um slíka neyslu ekki skilyrði. Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga með brátt síðuheilkenni og atriði varðandi sögu, skoðun og rannsóknir skráð. Árlegt nýgengi (fjöldi tilfella/100.000 íbúa/ár) var reiknað út frá fjölda tilfella og stærð hins til- tekna aldurshóps.12 Nýgengið var reiknað á tvennan hátt, bæði út frá íbúafjölda höfuðborgar- svæðisins og fjölda landsmanna. Meðalnýgengi var síðan reiknað. Sjúklingafjöldi á fyrri og seinni helmingi rannsóknartímabils var borinn saman með kí-kvaðrat prófi (p<0,05 taldist marktækt). Sjúklingum með brátt síðuheilkenni er lýst sem tilfellaröð. Þar sem við á eru niðurstöður gefnar upp sem miðgildi (spönn). Einnig var leitað upplýsinga um heildarsölu og lausasölu íbúprófens og díklófenaks ásamt heildarneyslu alkóhóls á íslandi á tímabilinu 1998-2007 og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð árið 2007. Upplýsingar um sölutölur bólgueyðandi verkjalyfja fengust við fyrirspumir til Lyfjastofn- unar á íslandi, Lægemiddelstyrelsen í Danmörku, Folkhelseinstituttet í Noregi og Apotekens Service AB í Svíþjóð en upplýsingar um heildarneyslu alkóhóls fengust á vefsíðum hagstofa Norður- landanna.13-16 Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu fengu 106 sjúklingar sjúkdómsgreininguna bráð nýrnabilun, þar af 21 sjúklingur með brátt síðuheilkenni (20%). Nýgengið hækkaði á rannsóknartímabilinu (mynd 1); fjórir sjúklingar greindust á fyrri helmingi en 17 á seinni helmingi (p<0,01). Meðalnýgengi bráðs síðuheilkennis var 3,2/100.000/ár ef miðað var við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins en 2,0/100.000/ ár ef miðað var við fjölda landsmanna. Aldur við greiningu bráðs síðuheilkennis var 26 (19-35) ár (tafla I). Átján sjúklingar voru karlkyns og þrír kvenkyns. Einkennum og skoðun er lýst í töflu II. Sjúkdómsmyndin var einsleit og auðþekkjan- leg þeim sem könnuðust við brátt síðuheilkenni. Sjúklingamir voru ungt, hraust fólk og hafði enginn þeirra fyrri nýmasögu. Eins og neðan greinir var í öllum tilvikum utan einu saga um nýlega neyslu á bólgueyðandi verkjalyfi, áfengi eða hvom tveggja. Oft höfðu sjúklingar verið að skemmta sér fáum dögum fyrir fyrir komu og voru stundum tengsl á milli þess og ábendingar fyrir bólgueyðandi verkjalyfi; af 13 sem gáfu upp ábendingu tóku sex lyfið vegna timburmanna og tveir vegna verkja eftir áflog. Sjúklingarnir komu á bráðamóttöku vegna mikils sársauka í síðu eða 216 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.