Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 27

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Ómar Sigurvin Gunnarsson1’2 kandídat Guðjón Birgisson2 skurðlæknir Margrét Oddsdóttir1’2 skurðlæknir t Lést 9. janúar 2009. Tómas Guðbjartsson12 skurðlæknir Lykilorð: kviðverkir, óútskýrðir kviðverkir, afdrif, rannsóknir, skurðaðgerð, bráðamóttaka. ’Læknadeild Háskóla íslands, 2skurðlækningasviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir Skurðlækningasvið Landspítala tomasgud@landspitali. is Afdrif sjúklinga með óútskýrða kviðverki á bráðamóttöku Ágrip Tilgangur: Óútskýrðir kviðverkir er algengasta greining sjúklinga sem leita á bráðamóttöku vegna kviðverkja. Tilgangur þessarar afturskyggnu rann- sóknar var að kanna afdrif þessara sjúklinga ári eftir útskrift af bráðamóttöku. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem útskrifaðir voru með óútskýrða kviðverki af bráðamóttökum Landspítala í Foss- vogi og við Hringbraut, 1. janúar til 31. desember 2005. Ekki voru teknir með sjúklingar á bráða- móttöku kvenna- eða bamadeildar. Skoðaðar vom sjúkraskrár sjúklinga sem leituðu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja næstu 12 mánuði og skráð einkenni, staðsetning verkja, rannsóknaniðurstöður og útskriftargreining við endurkomu. Niðurstöður: Alls leituðu 62.116 sjúklingar á bráðamóttökur Landspítala árið 2005 og voru 1411 (2,3%) þeirra útskrifaðir með greiningima óútskýrðir kviðverkir. Á næstu 12 mánuðum leituðu 112 (7,9%) sjúklingar aftur á bráðmóttöku vegna kviðverkja, flestir tvisvar eða oftar. Við endurkomu fengu 27 (24,1%) af 112 sértæka grein- ingu, en 85 vom útskrifaðir aftur með óútskýrða kviðverki. Gallsteinar greindust hjá 8 (29,6%), botnlangabólga hjá 5 (18,5%) og krabbamein hjá tveimur (7,4%) sjúklingum. Skurðaðgerð var framkvæmd hjá 17 sjúklinganna (63%) við endurkomu. Ályktun: Tæp 8% sjúklinga með óútskýrða kviðverki leituðu aftur á bráðamóttöku innan árs vegna kviðverkja. Um fjórðungur fékk sér- tæka greiningu við endurkomu sem leiddi til skurðaðgerðar í rúmlega helmingi tilfella, oftast vegna gallsteinavandamála eða botnlangabólgu. Niðurstöður benda til að bæta megi greiningu sjúklinga með kviðverki þegar þeir koma fyrst á bráðamóttöku. Inngangur Kviðverkir em algengt vandamál hjá þeim sem leita læknis, en samkvæmt erlendum rannsóknum em 4-5% þeirra sem koma á bráðamóttökur sjúkrahúsa þar vegna kviðverkja.1'2 Eftir sögutöku, skoðun og rannsóknir er leitast við að finna orsökina og setja fram nákvæma greiningu. Sumir eru lagðir inn, til dæmis sjúklingar sem þurfa aðgerð vegna botnlanga- eða gallblöðrubólgu. Aðrir em sendir heim, oft með sértæka meðferð, til dæmis sýklalyf við þvagfærasýkingu eða ristilsarpabólgu. Orsök fyrir kvörtunum sjúklinga finnst þó ekki alltaf og eru þeir þá útskrifaðir með greininguna óútskýrðir kviðverkir (non specific abdominal pain, NSAP). Einkenni sjúklinga með óútskýrða kviðverki geta lagast af sjálfu sér. I rannsókn Lukens og félaga vom til dæmis 59,1% sjúklinga án einkenna þremur vikum eftir útskrift, 28,6% leið betur og aðeins 3,3% leituðu aftur á bráðamóttöku innan mánaðar.3 Kviðverkir geta hins vegar tekið sig upp aftur, jafnvel löngu síðar. í hollenskri rannsókn kvartaði til dæmis þriðjungur sjúklinga um kviðverki ári eftir útskrift.4 Á síðustu áratugum hefur hlutfall sjúklinga með óútskýrða kviðverki farið lækkandi, aðal- lega vegna bættra greiningaraðferða. I banda- rískum rannsóknum fengu til dæmis 41,1% kvið- verkjasjúklinga greininguna árið 1972, borið saman við 24,9% árið 1993A2,5,6 Á sama tíma fækk- aði innlögnum sjúklinga með kviðverki úr 27,4% í 18,3%.1- 2 Þrátt fyrir framfarir í greiningartækni em óútskýrðir kviðverkir enn algengasta greining sjúklinga sem leita á bráðamóttöku vegna kviðverkja. Greiningin er því algengari en bæði botnlangabólga og gallsteinavandamál sem eru í öðm og þriðja sæti.5-7 Hér á landi hefur vantað upplýsingar um afdrif þessa sjúklingahóps, ekki síst þegar litið er til lengri tíma. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka nánar afdrif sjúklinga sem útskrifaðir voru með óútskýrða kviðverki af bráðamóttökum Landspítala. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem útskrifaðir vom með greininguna óútskýrðir kviðverkir af bráðamóttökum Land- spítala í Fossvogi og við Hringbraut frá 1. janúar til 31. desember 2005. Komur á bráðamóttöku Kvennadeildar og Bamaspítala Hringsins voru ekki teknar með. Greiningar samkvæmt ICD-10 LÆKNAblaðið 2011/97 231

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.