Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 46

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 46
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR LIFRARBÓLGUSMIT LÆKNIS Fékk ekki að njóta vafans Hávar Sigurjónsson Fyrir tæpu ári síðan fékk íslenskur skurðlæknir á besta aldri þann úrskurð að hann væri með lifrarbólgu C og þyrfti að gangast undir erfiða lyfjameðferð sem tæki 24 vikur. Ekki er vitað með vissu hvenær hann smitaðist af þessum alvarlega sjúkdómi en fullvíst má telja að um blóðsmit frá sjúklingi í aðgerð hafi verið að ræða. Sjúkratryggingar íslands höfnuðu beiðni um sjúkrapeninga á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að læknirinn hefði smitast í vinnunni. Hann segist hafa verið blessunarlega óraunsær í upphafi meðferðarinnar og engan veginn gert sér grein fyrir hversu afgerandi áhrif hún myndi hafa á líf hans. Nú er hann laus úr viðjum sjúkdómsins, snúinn aftur til vinnu en ýmislegt gerðist meðan á veikindunum stóð sem breytti viðhorfum hans til vinnu og vinnustaðar; hann segir forgangsröðina í lífi sínu hafa breyst og að það hafi verið lærdómsríkt fyrir sig sem lækni að verða fangi í eigin líkama um hálfs árs skeið. Læknirinn féllst á að rekja þessa sögu í Lækna- blaðimi en þó án þess að nafn hans komi fram, af tillitssemi við sjúklinga hans þó smithætta sé engin lengur af hans hálfu. Læknirinn strmdaði sémám og gegndi síðan sérfræðings- og yfirlæknisstöðu á þekktu sjúkrahúsi í Svíþjóð við góðan orðstír í 13 ár áður en hann flutti heim til íslands fyrir þremur árum og hóf störf á Landspítalanum. „Eg fór að finna fyrir breytingum á mínu líkamlega ástandi í byrjun árs 2010. Það er reynd- ar erfitt að tímasetja það nákvæmlega, en ég varð var við breytingamar á því hvemig ég brást við líkamlegri áreynslu. Ég var svo lengi að jafna mig. Ég var búinn að vera duglegur að koma mér í gott líkamlegt form árið á undan og hafði mjög gott þrek og úthald, en þama fór ég skyndilega að finna fyrir slappleika og miklum stirðleika í líkamanum að morgni, verkjum í liðum sem ég hafði aldrei þekkt áður. Ég áttaði mig samt ekki á því hvað var að gerast og hélt í nokkrar vikur að þetta hlyti að jafna sig. Ég fann líka fyrir því að ég hafði ekki úthald í neitt nema rétt að sinna vinnunni og eftir langar aðgerðir, 6-8 klukkutíma, sem ég fann yfirleitt ekkert fyrir áður, var ég gersamlega uppgefinn líkamlega og varð að leggjast fyrir. Eitt kvöld hitti ég nokkra gamla skólafélaga og við fengum okkur í glas og að öllu óbreyttu hefði slíkt átt að rjúka úr manni daginn eftir en í þetta skiptið var engu líkara en ég ætlaði ekki að jafna mig. Þá fór mig að gruna að eitthvað væri í ólagi með mitt líkamlega ástand þó rétta skýringin hvarflaði ekki að mér. Sambýliskonan mín hvatti mig til að fara til læknis og ég gerði það, sem var satt að segja fyrsta heimsókn mín til læknis frá því ég var krakki. Ég valdi mér góðan lyflækni út í bæ sem ég þekkti ekkert persónulega en hafði heyrt látið vel af, fór til hans og lýsti einkennunum fyrir honum. Honum fannst einkennin benda í ýmsar áttir, jafnvel að ég væri orðinn þunglyndur. Hann tók af mér blóðprufur og sendi mig í hjartarannsókn en það voru síðan lifrarprufurnar sem skiluðu brengluðustu niðurstöðunum og hann sendi mig áfram til lifrarsérfræðings. Sá tók fleiri blóðprufur og rannsóknir af lifrinni og þá kom þetta í ljós. Það var í lok apríl. Þá var ég búinn að finna fyrir einkennunum í 3-4 mánuði." Hann lýsir þessu sem algeru reiðarslagi. Hann hafi verið búinn að ímynda sér ýmislegt en þetta hafi honum ekki dottið í hug. „Símtalið þar sem læknirinn tilkynnti mér að ég væri með aktíva lifrarbólgu C var algert reiðarslag. Þetta hafði hreinlega ekki hvarflað að mér. En auðvitað áttu öll einkennin vel við þegar greiningin lá fyrir. Þá fór maður auðvitað að velta fyrir sér hvenær smitið hefði hugsanlega getað átt sér stað og þó ekkert sé hægt að fullyrða um það er líklegast að það hafi gerst á þremur mánuðum áður en ég fór að finna fyrir einkennunum. Það þýðir september til desember 2009. En þó er ekki hægt að fullyrða það og ég átti blóðprufur sem teknar voru af mér í Svíþjóð þremur árum fyrr. Þær voru alveg hreinar. Og ég hafði ekki orðið fyrir stungu eða sambærilegu óhappi í aðgerð. Ef maður verður fyrir stunguóhappi er það tilkynnt og í gang fer mjög skilmerkilegur ferill. Það er fylgst með manni og tekin sýni og gengið úr skugga um að engin sýking hafi átt sér stað. Vandi okkar skurðlæknanna er hins vegar sá að þó við verðum ekki fyrir stungu kemur stundum fyrir að blóð úr sjúklingi fer undir hanskann og liggur við húðina kannski í nokkra klukkutíma. Ef maður tekur eftir slíku tékkar maður á því að sjúklingurinn sé ekki með smit af einhverju tagi og síðan er það búið. Ég er reyndar einn af fáum skurðlæknum sem er alltaf í tvöföldum hönskum 250 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.