Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 52

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 52
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR VÍSINDAMAÐUR Rannsakar áhrif utangenaerfða á aldurstengda sjúkdóma Hávar Martin Ingi Sigurðsson er ungur læknir og Sigurjónsson vísindamaður sem þegar hefur getið sér gott orð fyrir rannsóknir sínar á sviði erfðafræði. Hann lauk læknanámi 2009 og er fyrsti læknaneminn sem stundaði bæði almennt læknanám og doktorsnám í læknisfræði við læknadeild Háskóla íslands en segir þetta fyrirkomulag vel þekkt erlendis. „Ég skráði mig formlega í doktorsnámið á sjötta árinu í læknisfræðinni en hafði verið að vinna að undirbúningi og rannsóknum tengdum verkefninu frá því að ég lauk þriðja árs rannsóknarverkefni mínu, sem var í rauninni upphafið. Rannsóknirnar að baki ritgerðinni ná því aftur til ársins 2006." Martin hyggst verja doktorsritgerð sína síðar á þessu ári. Heiti hennar er: Ufupplýsingajræðileg og sameindalíffræðileg greining á eiginleikum DNA metýlunar í erfðamengi mannsins. Breytt mynstur utangenamerkja Rannsóknarverkefni Martins Inga er á sviði utangenaerfða, epigenetics. „Utangenaerfðir snúa að því hvernig erfðamengið er notað, fremur en úr „Draumurinn er að geta sameinað rannsóknir og klíníska læknisfræði," segir Martin Ingi Sigurðsson. hverju það er. Með ákveðnum utangenamerkjum á borð við DNA-metýlun er hægt að hafa áhrif á til dæmis tjáningarmynstur gena. Þetta er eins konar erfðafræði 21. aldarinnar, eftir að lokið var við að raðgreina erfðaefni mannsins í lok síðustu aldar. Fyrsta hluta þessa verkefnis, sem í rauninni var þriðja árs verkefnið mitt, vann ég að á Johns Hopkins háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum með Hans Tómasi Bjömssyni, lækni og erfðafræðingi. Viðfangsefnið var að kanna hvernig DNA-metýlun, eitt utangenamerkjanna, breytist með aldrinum hjá fólki. Með því að nota sýni úr öldrunarrannsókn Hjartavemdar og frá Bandaríkjunum, tókst okkur að sýna fram á að mynstur DNA-metýlunar breytist frekar hratt, mun hraðar en stökkbreytingar koma fram. Þetta er mikilvægt því þetta kann að breyta tjáningarmynstri gena sem geta stuðlað að meingerð sjúkdóma, til dæmis þeim sem koma fram með hækkandi aldri. Rannsóknin byggði í rauninni á þeirri tilgátu að við séum nánast með sama erfðaefnið frá vöggu til grafar en ákveðnir sjúkdómar komi ekki fram fyrr en eftir miðjan aldur, sem kann að skýrast af breyttu mynstri utangenamerkja. Þessar niðurstöður birtum við í JAMA árið 2008." í framhaldi af þessu þarf varla að taka fram að þrátt fyrir ungan aldur hefur Martin Ingi þegar getið sér gott orð sem vísindamaður á alþjóðlegum vettvangi en þetta var þó aðeins fyrsti hluti rannsóknar hans. „Eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum byrjaði ég að vinna á tilraunastofu Jóns Jóhannessonar dósents við HÍ og erfðalæknis á Landspítala. Þar hefur verkefnið fyrst og fremst verið lífupplýsingafræðilegt þar sem við höfum hannað tölvulíkan af DNA-metýlun í erfðamengi mannsins og notað það til að kanna tengsl DNA- metýlunar við ýmis önnur erfðafræðileg fyrirbæri og hvernig þau kunna að hafa hlutverk við meingerð sjúkdóma. Um þetta birtum við grein í Genome Research árið 2009 og höfum handrit að fleiri greinum í smíðum útfrá þessu líkani. Þriðji hlutinn af doktorsnáminu snýr að því sem kallast kerfislíffræði, si/stems biology, sem er sambland af verkfræði og líffræði og er stundað á nýju 256 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.