Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 55
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR GERVIGANGRÁÐUR lengur en fyrsta kynslóðin, þótt ígræðsla sé með svipuðum hætti. 1 leit að okkar að sjúkraskýrslunni var fyrst leitað eftir skrásettum sjúkdómsgreiningum í safni sjúkraskráa Landspítalans en þær voru á þeim tíma: mb. cordis, mb cordis arterioscleroticus, degeneratio myocardii, atrioventricular blokk og Adatn- Stokes syncope, en það var sú greining sem leiddi okkur að réttri sjúkraskrá. Um orsakir svima og yfirliðs (Stoke-Adams áfall) meðal aldraðra segir í Kumar & Clark's kennslubók í lyflæknisfræði (Saunders, 2009) að þær séu örmyndun og kölkun í útlægu leiðslukerfi hjartans (sjúkdómur Levs) en ágeng bólga meðal þeirra sem yngri eru (heilkenni Lenegres). Röskun finnst í natríumjónagöngum í báðum þessum ferlum. Greinrof með AV blokki getur einnig orsakast af blóðþurrðarsjúkdómi í hjarta, hjartabólgu og hjartavöðvabólgu. Svíinn Arne Larson fékk fyrsta gervigangráð- inn í heiminum og það var á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi árið 1958. Sá gangráður entist í þrjár klukkustundir og sá næsti í tvo daga. Alls fékk Arne 26 gangráða og lifði til ársins 2001 og lengur en bæði uppfinningamaðurinn og hjartalæknir hans. Hér hefur verið lýst fyrstu gangráðsígræðslu á Islandi árið 1968 hjá 75 ára konu sem var við dauðans dyr. Konan fékk árangursríka meðferð með ígræðslu ytri og síðan innri gervigangráðs. Hún lést 12 árum síðar, eða árið 1990. Greining leiðslutruflunar hjá Ársæli tók skamman tíma eftir að hann hafði verið þvingaður til að leita læknis. Útskrift hans af hjartadeildinni dróst um einn dag vegna hjartaþræðingar og var samtals fjórir dagar. Honum var ráðlagt að sveifla ekki golkylfu í sex vikur svo tími er löngu kominn til að bæta um betur. Spánnýr og óbrúkaður hjartagangráður myndaður á Landspítala í mars 2011. Ljðsm.: Ittger Helene Bóasson Hreyfing sem meðferðarform Málþing á Reykjalundi 13. maí, kl.13-16 Félag íslenskra endurhæfingarlækna, Félag íslenskra heimilislækna, Félag íslenskra sjúkraþjálfara og Lýðheilsustöð standa fyrir málþinginu. Aðalfyrirlesari verður Dr. Ingibjörg Jónsdóttir, associate professor, við Institute of Stress Medicine í Gautaborg. Ingibjörg hefur stundað rannsóknir á streitu og tengslum streitu við hreyfingu, kyn, hormóna og fleira. Hún er einn helsti hvatamaður að og frumkvöðull í því að koma á hreyfiseðlum og hreyfimeðferð við ýmsum sjúkdómum í vestur-sænsku heilbrigðiskerfi. Slíkri meðferð hefur skipulega verið komið inn í meðferð á ýmsum sjúkdómum í Vestra-Götaland í Svíþjóð. Ingibjörg er vinsæll alþjóðlegur fyrirlesari um þessi mál. Dagskrá 13.00-13.50 13.50- 14.10 14.10-14.30 14.30-15.20 15.20-15.50 15.50- 16.00 Dr. Ingibjörg Jónsdóttir: Mikilvægi hreyfingar í meðferð lífsstílssjúkdóma Jón Steinar Jónsson heimilislæknir: Reynsla af hreyfiseðlum í íslenskri heilsugæslu Kaffi Dr. Ingibjörg Jónsdóttir: Gildi hreyfiseðla Pallborðsumræður: Dr. Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Steinar Jónsson heimilislæknir, Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari og Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hreyfingar, Lýðheilsustöð Samantekt /Næstu skref? Fundarstjóri er Ingólfur Kristjánsson endurhæfingar- og heimilislæknir. Fundurinn er ókeypis en þeir sem vilja taka þátt, vinsamlega tilkynnið það til Örnu Elísabetar Karlsdóttur sjúkraþjálfara með netpósti: arnaek@reykjalundur.is Námskeiðið er styrkt af Fræðslustofnun Læknafélags Islands. LÆKNAblaöið 2011/97 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.