Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 13
RANNSÓKN O I------1-------1-------1------1-------1------1-------1------1 0 12 24 36 48 60 72 84 96 Tími (mánuðir) c 3 ítí •E ‘<D </) cfl E ■o 2 -3 co CD Ö Ö cvl ö o ö i----1-----r— 0 12 24 ~i-----1--------1----1--------1----1 36 48 60 72 84 96 Tími (mánuðir) Mynd 2. Heildarlifun sjúklinga sem gengust utidir lokuskipti vegna ósæðarlokuprengsla á Islandi á tímabilinu 2002-2006. Gráa línan sýnir áætlaða lifun Islendinga afsama kxjni og aldri yfir sama tímabil. Eflirfjögur ár sker línan við 95% vikmörk heildarlifunar sjúklinga (blá brotalína) og er munurinn milli Itópa þar með ekki lengur marktækur (log rank próf). hjá þremur (0,4/100 sjúklingaár). Enginn sjúklinganna var lagður inn vegna sega á lokunni eða þurfti á nýrri aðgerð að halda. Fimm sjúklingar fengu hjartaþelsbólgu á tímabilinu samkvæmt greiningarskilmerkjum Dukes. Greiningin var í öllum tilvikum nema einu fengin með vélindaómun og blóðræktunum. Einn sjúklingur lést á gjörgæslu fljótlega eftir greiningu en hinir lifðu af án nýrrar aðgerðar. Fengu þeir sýklalyfjameðferð í æð samkvæmt ræktunum og næmiprófi. Á mynd 2 sést heildarlifun fyrir alla sjúklingana 156 og var eins árs lifun 89,7% og fimm ára lifun 78,2%. Á myndinni sést einnig samanburður á heildarlifun sjúklinganna og áætlaðrar lifunar sambærilegs hóps íslendinga miðað við aldur, kyn og rannsóknartímabil. Fyrsta mánuðinn var dánarhlutfall hærra í aðgerðarhópnum, en eftir 48 mánuði skarast kúrfurnar og eftir það er ekki marktækur munur á lifun hópanna. Mynd 3 sýnir sjúkdómssértæka lifun sem var 93,5% ári frá aðgerð og 90,7% eftir fimm ár. Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að langtímaárangur þessara aðgerða sé sambærilegur og lýst hefur verið í öðrum rannsóknum.10 Rúmur fjórðungur (26,3%) sjúklinga lagðist inn vegna lokutengdra vandamála og heildartíðni langtímafylgikvilla reyndist 6/100 sjúklingaár. Af langtímafylgikvillum voru blæð- ingar og blóðsegarek algengust en tíðni hjartaþelsbólgu reyndist lægri. Samanburður á tíðni langtímafylgikvilla fyrir gervilokur og lífrænar lokur í nokkrum helstu rannsóknum er sýndur í töflu II. Engin tilfelli af segamyndun á hjartaloku greindust og ekki þurfti að skipta út neinum hjartalokum vegna skemmda eða bilana (SVD). Þó þarf að hafa hugfast að meðaleftirlitstími í þessari rannsókn var aðeins 4,8 ár en lífrænar hjartalokur endast að jafnaði mun lengur.5 Eftir 10 ár er tíðni bilaðra lífrænna loka 2-5% í erlendum rannsóknum og vex svo ár frá ári (10-25% eftir Mynd 3. Sjúkdómasértæk lifun sjúklinga sem gengust undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi á tímabilinu 2002-2006. Brotalínur sýna 95% vikmörk. 15 ár og 30-45% eftir 20 ár).11-12 Því svarar þessi rannsókn ekki spurningunni um endingu lífrænna loka, né heldur hvort lífrænar lokur með grind endist betur en grindarlausar lokur. Þar sem meðalaldur sjúklinga sem fengu lífræna loku var hár (75 ár) má gera ráð fyrir að endingartími lokanna sé í mörgum tilvikum betri en áætlaðar lífslíkur. Til eru rannsóknir á sjúklingum sem fengu svínalokur með grind þar sem eftirfylgdartími var rúmlega tveir áratugir.11 Tíðni lokubilana reyndist 30% eftir 20 ár og 7% sjúklinga þurftu enduraðgerð vegna lokutengdra vandamála. Færri rannsóknir eru til fyrir grindarlausar lífrænar lokur enda hafa þær verið skemur á markaði og aðeins í nokkrum þeirra hefur sjúklingum verið fylgt eftir lengur en í áratug.13'16 Tafla II. Samanburður á rannsóknum á tíðni langtímafylgikvilla eftir ósæðar- lokuskipti. Fylgikvillar eru gefnirupp miðað við 100 sjúklingaár. Rannsókn (ár) Loku- gerð Sjúk- lingaár Blæð- ingar Blóð- segarek Hjartaþels- bólga Sega- myndun á loku Emery (2005)7 St. Jude Medical® gerviloka 21.741 2,7 1,9 0,2 0,06 Khan (2001 )5 St. Jude Medical® gerviloka 3881 2,0 2,5 0,3 0,3 Butchart (2001 )22 Medtronic Hall® gerviloka 5120 1,2 2,3 0,4 0,04 Khan (2001 )5 Lífrænar lokur 3387 0,7 2,1 0,6 0,0 Bach (2005)23 Medtronic Freestyle® 4488 0,8 2,7 0,4 0,05 Eichinger (2008)11 St. Jude Medical Biocoh® 3321 0,8 2,1 0,5 Ekki tekið fram Viktorsson (2010) Ýmsar lokugerðir 749 1,6 1,6 0,7 0,0 LÆKNAblaðið 2011/97 593
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.