Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 79
með banvæna blæðingu. Minniháttar blæðingu fengu 1.787 (14,85%). Hvers konar blæðineu fengu 1.993 (16,56%). Af 6.022 slembiröðuðum sjúklingum sem
fengu Warfarin voru 421 (3,57%) með meiriháttar blæðingu; 90 (0,76%) með blæðingu innan höfuðkúpu; 125 (1,07%) með blæðingu í meltingarvegi og 39
(0,33%) með banvæna blæðingu. Minniháttar blæðineu fengu 1.931 (16,37%). Hvers konar blæðingu fengu 2.166 (18,37%). Skilgreint var að meiriháttar blæðing
þyrfti að uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum: Blæðing tengd minnkun á blóðrauða um a.m.k. 20 g/l eða sem leiddi til blóðgjafar á a.m.k 2 einingum af
blóði eða rauðkornaþykkni. Blæðing með einkennum á svæði eða í líffæri, sem getur haft alvarlegar afleiðingar: inni í auga, innan höfuðkúpu , í mænugöngum
eða í vöðva með rýmisheilkenni (compartment syndrome), blæðing aftan skinu, blæðing í lið eða blæðing í gollurhúsi. Meiriháttar blæðingar voru skilgreindar
lífshættulegar ef þær uppfylltu eitt eða fleira af eftirfarandi skilyrðum: Banvæn blæðing, blæðing innan höfuðkúpu með einkennum, minnkun á blóðrauða um
a.m.k. 50 g/l, blóðgjöf á a.m.k 4 einingum af blóði eða rauðkornaþykkni, blæðing ásamt lágþrýstingi sem krafðist meðferðar með lyfjum í bláæð sem breyta
samdráttarkrafti hjartans, blæðing sem krafðist inngrips með skurðaðgerð. Þátttakendur, sem var slembiraðað á dabigatran etexílat 110 mg tvisvar á sólarhring
eða 150 mg tvisvar á sólarhring, voru í marktækt minni hættu á lífshættulegum blæðingum og blæðingum innan höfuðkúpu borið saman við warfarin [p < 0,05].
Báðir styrkleikar dabigatran etexílats höfðu í för með sér tölfræðilega marktækt lægri heildartíðni blæðinga. Þátttakendur, sem var slembiraðað á dabigatran
etexílat 110 mg tvisvar á sólarhring, voru í marktækt minni hættu á meiriháttar blæðingum borið saman við warfarin (áhættuhlutfall 0,80 [p=0,0026].
Þátttakendur, sem var slembiraðað á dabigatran etexílat 150 mg tvisvar á sólarhring, voru í marktækt aukinni hættu á meiriháttar blæðingum í meltingarvegi
borið saman við warfarin (áhættuhlutfall 1,47 [p=0,0008]. Þessi áhrif sáust fyrst og fremst hjá sjúklingum > 75 ára. Klínískur ávinningur dabigatrans með tilliti til
fyrirbyggjandi meðferðar gegn heilaslagi og segareki í slagæðum og minnkuð hætta á blæðingu innan höfuðkúpu borið saman við warfarin hélst í einstökum
undirhópum sjúklinga, hvort sem um er að ræða skerta nýrnastarfsemi, hærri aldur, samhliða lyfjameðferð svo sem með lyfjum sem hindra samloðun blóðflagna
eða P-glýkóprótein hemlum. Þó að sumir undirhópar sjúklinga séu í aukinni hættu á meiriháttar blæðingu þegar þeir eru meðhöndlaðir með segavarnarlyfi er
aukin blæðingarhætta af völdum dabigatrans vegna blæðingar í meltingarvegi, sem yfirleitt sést innan fyrstu 3-6 mánaðanna eftir að meðferð með dabigatran
etexílati hefst. Hiartadrep: í RE-LY rannsókninni var heildartíðni hjartadreps fyrir dabigatran etexílat borið saman við warfarin aukin frá 0,64% (warfarin) í 0,82%
(dabigatran etexílat 110 mg tvisvar á sólarhring)/ 0,81% (dabigatran etexílat 150 mg tvisvar á sólarhring). Ofskömmtun: Skammtar af dabigatran etexílati sem eru
hærri en ráðlagðir skammtar valda aukinni blæðingarhættu hjá sjúklingum. Ef grunur er um ofskömmtun getur storkupróf hjálpað til við að meta
blæðingarhættu. Kvarðað magnbundið dTT próf eða endurteknar mælingar dTT geta spáð fyrir um hvenær ákveðnum dabigatran gildum verði náð, einnig þegar
gripið hefur verið til viðbótaraðgerða t.d. skilunar. Of mikil blóðþynning getur leitt til að gera verður hlé á meðferð með Pradaxa. Ekkert mótefni gegn dabigatrani
er til. Ef um blæðingar er að ræða verður að hætta meðferð og greina uppruna blæðingarinnar. Þar sem dabigatran skilst fyrst og fremst út um nýru verður að
viðhalda fullnægjandi þvagmyndun. Veita skal viðeigandi stuðningsmeðferð eftir því sem læknirinn ákveður, t.d. stöðvun blæðingar með skurðaðgerð eða
meðferð til að viðhalda blóðrúmmáli. Próteinbinding er lítil og skilst því dabigatran út með blóðskilun, en í klínískum rannsóknum er lítil klínísk reynsla fyrir hendi
sem sýnir notagildi þeirrar aðgerðar. Markaðsleyfishafi: Boehringer Ingelheim International GmbH, D-55216 Ingelheim am Rhein, Þýskaland. Umboðsaðili á
íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Dagsetning síðustu samþykktar SPC sem þessi stytti texti byggir á: 01/08/2011
Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lvfiastofnun.is
Afgreiðslutilhögun: R, einungis afgreitt gegn lyfseðli. Pakkningar og verð (1. október 2011): Pradaxa 110 mg, 10 stk. 5.861 kr.; Pradaxa 110 mg, 30 stk. 15.754
kr.; Pradaxa 110 mg, 60 stk. 29.602 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: E. Sjá nánari upplýsingar á vef Lyfjagreiðslunefndar: www.lgn.is
Daivobet, 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. LEO. ATC flokkur: D05AX52. SAMANTEKTÁ EIGINLEIKUM LYFS-Styttur texti SPC
Innihaldslýsing: Eitt gramm af hlaupi inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat) og 0,5 mg af betametasóni (sem tvíprópíónat). Ábendingar: Staðbundin meðferð við sóra í hársverði.
Staðbundin meðferð við vægum til í meðallagi slæmum skellusóra (plaque psoriasis vulgaris) utan hársvarðar. Skammtar og lyfjagjöf: Daivobet hlaup á að bera á sjúk svæði einu sinni á sólarhring.
Ráðlagður meðferðartími er 4 vikur fyrir svæði í hársverði og 8 vikur fyrir svæði annars staðar en í hársverði. Að þeim tíma loknum má endurtaka meðferð með Daivobet hlaupi undir eftirliti læknis.
Hámarksdagsskammtur lyfja sem innihalda kalsípótríól ætti ekki að fara yfir 15 g og hámarksskammtur á viku ætti ekki að fara yfir 100 g. Heildaryfirborð þess svæðis sem meðhöndlað er með lyfjum
sem innihalda kalsípótríól ætti ekki að fara yfir 30%. Hristið flöskuna fyrir notkun. Til að ná hámarksáhrifum er ekki ráðlagt að fara í sturtu eða bað, eða þvo hárið strax eftir að Daivobet hlaup hefur
verið borið í hársvörð. Daivobet hlaup á að vera á húðinni nætur- eða daglangt. Öll sjúk svæði í hársverði má meðhöndla með Daivobet hlaupi. Yfirleitt nægja 1-4 g á sólarhring til meðhöndlunar á
hársverði (4 g samsvara einni teskeið). Hvorki er mælt með notkun Daivobet hlaups fyrir börn né unglinga yngri en 18 ára, þar sem ekki eru fyrirliggjandi gögn um öryggi og verkun. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Vegna kalsípótríólinnihalds er röskun á kalkefnaskiptum frábending við notkun Daivobet hlaups. Vegna barksterainnihalds Daivobet hlaups
er eftirfarandi ástand frábending við notkun: Veirusýkingar í húð (t.d. herpes eða hlaupabóla), sveppa- eða bakteríusýkingar í húð, sníkjudýrasýkingar, húðbreytingar í tengslum við berkla eða sárasótt,
húðbólgur umhverfis munn, húðþynning, húðrýrnunarrákir (striae atrophicae), viðkvæmar æðar í húð, hreisturhúð (ichthyosis), þrymlabólur, roði í andliti (acne rosacea), rósroði, fleiður, sár, kláði í
kringum endaþarm og kynfæri. Dropasóri (psoriasis guttate), sóri þegar húðin er rauð, flagnandi eða með graftarbólum (pustular), er frábending við notkun á Daivobet hlaupi. Daivobet hlaup má ekki
nota handa sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eða alvarlega lifrarsjúkdóma. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Daivobet hlaup inniheldur sterkan og öflugan stera úr
flokki III og skal forðast samhliða notkun annarra stera. Aukaverkanir sem sjást í tengslum við almenna (systemic) meðferð með barksterum, svo sem bæling nýrnahettubarkar eða áhrif á stjórnun
sykursýki, geta einnig komið fram við útvortis notkun barkstera vegna almenns (systemic) frásogs. Varast skal notkun á húðsvæði undir loftþéttum umbúðum þar sem það eykur almennt (systemic)
frásog barkstera. í rannsókn á sjúklingum með bæði útbreiddan sóra í hársverði og á líkamanum, þar sem notuð var samsett meðferð með stórum skömmtum af Daivobet hlaupi (á hársvörð) og stórum
skömmtum af Daivobet smyrsli (á líkamann), minnkaði kortisól svörun við ACTH (adrenocorticotropic hormone) örvun óverulega eftir 4 vikna meðferð hjá 5 af 32 sjúklingum. Vegna kalsípótríól-
innihalds getur orðið óhófleg blóðkalsíumhækkun ef notaður er stærri skammtur en hámarksvikuskammtur (100 g). Kalsíumþéttni í sermi færist hins vegar fljótt aftur í eðlilegt horf þegar meðferð er
hætt. Hætta á óhóflegri blóðkalsíumhækkun er lítil ef ráðleggingum varðandi kalsípótríól er fylgt. Forðast skal meðhöndlun á stærra yfirborði líkamans en 30%. Forðast skal notkun á stór svæði
skaddaðrar húðar eða á slímhúðir eða í húðfetlingar vegna þess að það eykur frásog barkstera. Húð í andliti og á ytri kynfærum er mjög viðkvæm fyrir barksterum. Þessi svæði á aðeins að meðhöndla
með vægari barksterum. Sjaldgæfar staðbundnar aukaverkanir (t.d. erting í augum eða í húð á andlitinu) komu í Ijós þegar lyfið var fyrir slysni notað á andlitssvæðið eða það barst fyrir slysni í augu eða
táru (conjunctive). Leiðbeina skal sjúklingi um rétta notkun lyfsins til að koma í veg fyrir að það sé borið á eða berist fyrir slysni í andlit, munn eða augu. Hendur þarf að þvo eftir hverja notkun til að koma
í veg fyrir að lyfið berist fyrir slysni á þessi svæði. Komi fram fylgisýking (secondarily infection) á sködduðum húðsvæðum á að meðhöndla þau með lyfjum við örverum. Ef sýkingin versnar samt sem
áður á að hætta meðferð með barksterum. Þegar sóri er meðhöndlaður staðbundið með barksterum getur verið hætta á útbreiddum sóra með graftarbólum eða að ástand versni aftur (rebound
effects) þegar meðferð er hætt. Því skal sjúklingur vera áfram undir eftirliti læknis eftir að meðferð er hætt. Við langtímanotkun er aukin hætta á staðbundnum og almennum (systemic) aukaverkunum
vegna barksteraáhrifa. Hætta skal meðferð ef fram koma aukaverkanir sem tengjast langtímanotkun barkstera. Engin reynsla er af notkun samhliða öðrum lyfjum við sóra með almenna (systemic)
verkun eða samhliða Ijósameðferð. Meðan á meðferð með Daivobet hlaupi stendur er mælt með að læknar ráðleggi sjúklingum að takmarka eða forðast óhóflega mikla útsetningu fyrir beinu eða
tilbúnu sólarljósi. Aðeins skal nota kalsípótríól útvortis samhliða útfjólubláum geislum (UVR) ef læknirinn og sjúklingurinn telja að hugsanlegur ávinningur vegi þyngra en hugsanleg áhætta. Daivobet
hlaup inniheldur bútýlerað hýdroxýtólúen (E 321) sem getur valdið staðbundnum viðbrögðum í húð (t.d. snertiofnæmi) eða ertingu í augum eða slímhimnum. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar
milliverkanin Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun Daivobet hlaups hjá
þunguðum konum. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi við notkun sykurstera en niðurstöður nokkurra faraldsfræðilegra rannsókna hafa ekki leitt í Ijós neina meðfædda galla
hjá börnum mæðra sem voru meðhöndlaðar með barksterum á meðgöngu. Hugsanleg hætta fyrir menn er ekki þekkt. Því á aðeins að nota Daivobet hlaup á meðgöngu þegar hugsanlegur ávinningur
réttlætir hugsanlega áhættu. Betametasón berst í brjóstamjólk en hætta á skaðlegum áhrifum á barnið er talin ólíkleg við ráðlagða skammta. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um það hvort
kalsípótríól berst í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar þegar Daivobet hlaupi er ávísað handa konum með barn á brjósti. Ráðleggja skal sjúklingum með barn á brjósti að nota ekki Daivobet á brjóst. Áhrif á
hæfni til aksturs og notkunar véla: Daivobet hlaup hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Augu: Sjaldgæfar. Erting í augum. Húð oo undirhúð: AIgengar. Kláði;
Sjaldgæfar. Sviðatilfinning í húð, verkur eða erting í húð, hárslíðursbólga, húðbólga, roði, þrymlabólur, húðþurrkur, versnun sóra, útbrot, útbrot með graftarbólum. Aukaverkanir sem komið hafa fram
við notkun kalsípótríóls eða betametasóns hvors fyrir sig: KalsípótríóL Aukaverkanir eru húðbreytingar þar sem lyfið er borið á, kláði, erting í húð, sviðatilfinning eða stingir, húðþurrkur, roði, útbrot,
húðbólga, exem, versnun sóra, Ijósnæmis- og ofnæmisviðbrögð, en þar með eru talin tilvik um ofsabjúg og bjúg í andliti sem kemur örsjaldan fyrir. Almenn (systemic) áhrif geta örsjaldan komið fram
eftir útvortis notkun og valdið óhóflegri blóðkalsíumhækkun eða hækkun kalsíums í þvagi. Betametasón (sem tvíprópíónat): Staðbundin áhrif geta komið fram eftir útvortis notkun, einkum við
langvarandi notkun, þar með talið er húðþynning, háræðavíkkun, húðrákir, hárslíðursbólga, ofhæring, húðbólgur umhverfis munn, snertiofnæmi (allergic contact dermatitis), aflitun húðar og
kvoðugrjón (colloid milia). Við meðferð við sóra getur verið hætta á útbreiddum sóra með graftarbólum. Almenn (systemic) áhrif vegna útvortis notkunar barkstera eru mjög sjaldgæf hjá fullorðnum
en geta hins vegar verið alvarleg. Bæling nýrnahettubarkar, drer (cataract), sýkingar og aukinn augnþrýstingur getur komið fram, einkum við langvarandi notkun. Almenn (systemic) áhrif koma oftar
fram þegar lyfið er borið á húðsvæði undir loftþéttum umbúðum (plast, í húðfellingar), þegar borið er á stór húðsvæði og við langvarandi notkun. Ofskömmtun: Notkun stærri skammta en ráðlagðir
eru getur valdið hækkun kalsíums í sermi sem lækkar fljótt þegar meðferð er hætt. Ohófleg og langvarandi staðbundin notkun barkstera getur bælt starfsemi heiladinguls-nýrnahettubarkarsem leiðir
til vanstarfsemi nýrnahettna sem venjulega gengur til baka. í þessum tilvikum skal meðhöndla einkenni.Við langvarandi eituráhrif, verður að hætta barksterameðferð smám saman. Skýrt hefur verið
frá misnotkun hjá einum sjúklingi með útbreiddan sóra ásamt roða (erythrodermic psoriasis) sem notaði 240 g af Daivobet smyrsli á viku (hámarksvikuskammtur 100 g) í 5 mánuði og fékk Cushing
heilkenni og sóra með graftarbólum eftirað hafa hætt meðferð skyndilega. Markaðsleyfishafi: LEO Pharma A/S, Industriparken 55, DK-2750 Ballerup, Danmörk.
Umboðsaðili á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2,210 Garðabær.Sími: 535-7000.
Textinn var síðast samþykktur 13.júlí 2009. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is
Pakkningastærð(ir): Hlaup 60 g (fleiri pakkningastærðir væntanlegar)
Afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): R
Verð (samþykkt hámarksverð í september 2011): Hlaup 60 g kr. 14.934.-
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: Ð L EE O
LÆKNAblaðið 2011/97 659