Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 41
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Mál málanna
Orri Þór
Ormarsson
Höfundur er
barnaskurölæknir á
Landspítala
otormarsson@hotmail.
com
Það eru flestir sammála um að
sameina eigi Landspítalann á einn
stað og að starfrækja eigi eins
öflugt háskólasjúkrahús og völ er
á. Mikilvægasta ástæðan er sú að
núverandi fyrirkomulag með tilheyrandi
flutningi sjúklinga milli staða og úreltu
húsnæði er óásættanlegt. Síðan kemur
allt hitt sem snýr að hagkvæmni spítala-
rekstursins, svo sem að sameina skurð-
og rannsóknarstofur. Það má hins vegar
staldra við ýmislegt í verkefninu Nýr
Landspítali. Staðsetningin felur í sér
að ekki verður hægt að byggja eins
hagkvæman spítala og best væri á kosið.
Spítalar hafa víðast hvar verið byggðir
upp á við og ástæðan er að það er
hagkvæmt bæði fjárhagslega og fyrir
starfsemina sem slíka. Það er miklu
ódýrara að byggja fá stór hús upp á
við heldur en fleiri lágreistari byggingar.
Það er miklu minna mál að rúlla
sjúklingarúmi í lyftu og komast þannig
á áfangastað í stað þess að keyra rúmið
eftir löngum göngum.
Staðsetning á einhverju þrengsta
og umferðarþyngsta svæði í Reykjavík
er ekki góð. Það þarf mikið til að
sá umferðarþungi, með tilheyrandi
hnútum á annatímum, verði minni
en hann er í dag. Það er óraunhæft
að áætla að umferð minnki og menn
noti almenningssamgöngur meira í
framtíðinni. Frekar ætti að gera ráð fyrir
að hún aukist, ekki síst með tilkomu
bíla sem nota vistvæna orku, sem gerir
mönnum kleift að ferðast ódýrara til og
frá vinnu á einkabíl. Hver aukamínúta
sem notuð er í að koma sér milli staða
er tími sem fer til dæmis ekki í að
sinna börnum og heimili. Að eyða ekki
miklum tíma í umferð er einfaldlega
mjög mikilvægt fyrir alla. Þetta á ekki
síst við um sjúklinga og aðstandendur.
Fólk fer ekki með veik böm í strætó,
hvað þá á hjóli. Island er einfaldlega
ekki heppilegt land fyrir hjólreiðar.
Æskilegt væri að þær breytingar á
vegakerfi borgarinnar sem nauðsynlegar
eru fyrir núverandi staðsetningu lægju
fyrir.
Fjármagna á spítalann með sölu
annarra eigna og með lánum frá
lífeyrissjóðum sem greiða á til baka
með þeirri hagræðingu sem af nýjum
byggingum hlýst. Margir spyrja
hvernig spítali sem reiðir sig á gjafafé
til að standa undir nauðsynlegri
tækjaendurnýjun og fer í landssafnanir
til þess að sinna viðhaldi á húsnæði,
samanber kvenna- og geðdeild, eigi að
standa undir þessu. Ef kostnaður fer
fram úr áætlun, hvar lendir hann þá?
Taka þarf öllum kostnaðaráætlunum með
fyrirvara. Enn meiri niðurskurður vegna
nýbygginga í heilbrigðiskerfi sem þegar
er aðþrengt hljómar ekki vel.
Stjórnvöld eru undir pressu frá
atvinnulífinu um að gera eitthvað fyrir
verktakana. Það skýrir að hluta hvers
vegna bygging nýs spítala er á dagskrá
nú, en að öllu jöfnu mundi tímasetning
þessara framkvæmda hljóma undarlega.
Er þetta spurning um að nota tækifærið
nú því annars verði aldrei byggður
nýr spítali? Eða væri skynsamlegra
að leysa úr þeim bráða húsnæðis- og
skipulagsvanda, sem til staðar er í dag,
á sem hagkvæmastan hátt og sæta færis
síðar?
Besta lausnin væri að byggja
nýjan spítala í eins fáum og háum
byggingum og hægt er, á stað með
góðu umferðaraðgengi, þar sem nóg er
af landsvæði í kring til þess að þróa
spítalann næstu 100 árin. Þessi lausn
virðist ekki vera í boði í núverandi
efnahagsástandi. Ef ekki er hægt að
standa að þessu á sem bestan hátt, á
þá að fara í lausnir sem geta orðið til
ama um ókomna tíð? Það sem situr
eftir er í hnotskurn að bygging á
núverandi lóð við Hringbraut er ódýrasti
kosturinn vegna þess að hægt er að
nota gömlu byggingarnar áfram. Það
er ljóst að þegar ráðist var í byggingu
Barnaspítalans var Landspítalinn á
vissan hátt að velja sér stað. Sagt er
að bygging á nýjum stað sé þrefalt
dýrari og fáist aldrei samþykkt. Ef sú
er raunin eru núverandi áform það
eina sem er í boði. Það sem situr þá
eftir er að læknar sameinist um nýjan
spítala og að passað verði uppá að
kostnaðar- og spamaðaráætlanir standist
því að kostnaðarfrávik mega ekki
lenda á Landspítalanum eða annarri
heilbrigðisþjónustu.
Stjórn LÍ
Þorbjöm Jónsson
formaður
Valgerður Á. Rúnarsdóttir
varaformaður
Magnús Baldvinsson
gjaldkeri
Anna K. Jóhannsdóttir
ritari
Árdís Björk Ármannsdóttir
Orri Þór Ormarsson
Salome Arnardóttir
Steinn Jónsson
Þórey Steinarsdóttir
í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir
sínar eigin skoðanir en ekki félagsins.
LÆKNAblaðið 2011/97 621