Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 43
óvart því það er langt síðan ég gerði mér grein fyrir þessu. Hins vegar hefur komið mér á óvart hversu margir læknar vinna mikið og óeigingjarnt starf fyrir Læknafélagið. Þar vil ég sérstaklega nefna áherslu Læknafélagsins á tóbaksvarnir, en haustið 2009 var haldið fyrsta Tóbaksvarnaþingið á vegum félagsins, sem hafði meðal annars þau áhrif að í fyrravetur kom fram þingsályktunartillaga á alþingi um bann við almennri sölu á tóbaki. Tóbaksreykingar eru einn alvarlegasti faraldur okkar tíma og sker sig úr öðrum að því leyti að tóbaksframleiðendur beita öllum brögðum og leggja milljarða í auglýsingar á eitri sem sannanlega drepur fólk úr krabbameini og hjarta- og æðasjúdómum. Allt er þetta gert í gróðaskyni. Markmið Læknafélags íslands er tóbakslaust land innan tíu ára." Rafræn sjúkraskrá Birna hlær þegar spurt er hvað hún hafi sjálf tekið sér fyrir hendur á innri vettvangi félagsins. Hún hafi einfaldlega snúið sér að því sem hún er best í. „Að taka til!" „Eg er mjög góð í að taka til og skipuleggja. Mér þótti húsnæðið fremur illa nýtt og breytti notkuninni á því. Rafræn skjalavarsla var í ólestri en meðferð pappírsgagna var viðunandi skulum við segja. Nú er skjalasafn félagsins komið á Þjóðskjalasafn og rafræn skjalastjórnun er komin í viðunandi horf. Þetta var mikil vinna en gríðarlega mikilvæg til að halda yfirsýn og gagnsæi fyrir stjórnendur félagsins. „Til að halda þeirri hugmynd á lofti að hér sé eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi þurfum við að gefa íslenskum læknum svigrúm til að starfa að hluta erlendis," segir Birna ]ónsdóttir fráfarandi formaður Læknafélags íslands. Það er mér mikið hjartans mál að koma allri skjalaskráningu af pappír yfir á rafrænt form. Og ég er ekki að tala eingöngu um skjalavörslu Læknafélags Islands, heldur er ég að lýsa áhuga mínum á að öll sjúkraskrárgögn komist í rafræna samræmda sjúkraskrá á landsvísu. Það er verkefni sem ég er ekki tilbúin að skilja við. Mig langaði að beita mér sem formaður LÍ til að hafa áhrif á þetta, en kjarabaráttan tók mestan tímann. Ég var á sínum tíma formaður nefndar sem vann að því að samræma alla röntgenmyndagrunna á landinu í eina rafræna skrá. Ég vil gjarnan halda áfram að vinna að samtengingu rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu þó ég sé hætt sem formaður LÍ." Fjárhagur félagsins Hrunið hafði sín áhrif á fjárhag Læknafélags íslands. Töluverður hluti af hreinni peningalegri eign hafði verið festur í hlutabréfum og Birna segir að félagið hafi tapað talsverðum fjármunum í hruninu en staða þess fyrir hrun hafi verið mjög góð og því hafi tekist að standa þetta af sér. Ýmislegt hafi þó verið gert til að hagræða og spara. „Peningaleg eign félagsins í hlutabréfum rýmaði um þriðjung við hrunið. Félagið lagði í mikinn kostnað árið 2007 við endurnýjun bókhalds- og félagatalskerfis. Þetta var nauðsynlegt þó það væri dýrt. Á árinu 2009 fórum við í nákvæma skoðun á rekstrar- og útgjaldaliðum og ýmis kostnaður var skorinn niður. Við drógum einnig úr þátttöku félagsins á alþjóðlegum vettvangi í sparnaðarskyni og allt hefur þetta orðið til þess að félagið stendur ágætlega fjárhagslega. Við gerðum könnun meðal félagsmanna LÆKNAblaðið 2011/97 623
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.