Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 19
RANNSÓKN um sálfélagslega líðan tengdri offitu (Obesity-related Problems scale),13 BAI-kvíðakvarði (Beck anxiety inventory scale)14 og BDI- II-kvarði um þunglyndi (Beck depression inventory scale).14 Tölfræði Við vinnslu gagna var notað tölfræðiforritið SPSS 15.0 (Statistical Package for the Social Sciences, útgáfa 15.0). Við greiningu gagna sem voru normaldreifð var notað parað t-próf (Paired Samples Statistics T-test) og t-próf fyrir óháða hópa (Independent Sampled T-test). Fyrir gögn með skekkta dreifingu var notað Wilcoxon próf (Wilcoxon Signed Ranks Test) og Mann-Whitney próf (Mann- Whitney Test). Þegar könnuð var fylgni milli breyta var notaður fylgnistuðull Pearsons fyrir normaldreifð gögn og Spearman's rho þegar ekki var um normaldreifð gögn að ræða. í töflum sýna normaldreifð gögn meðaltal (staðalfrávik) og ónormaldreifð gögn sýna miðgildi (neðri og efri fjórðungsmörk). Marktækni var miðuð við 5% marktektarmörk (p<0,05). Niðurstöður Tími milli fyrstu og annarrar mælingar var að miðgildi sex mánuðir (spönn 2-15 mánuðir). Ef niðurstöður vantaði úr annarri hvorri mælingunni voru tekin út gögn viðkomandi einstaklings í báðum mælingum. í tveimur tilvikum vantaði upplýsingar um mittismælingu og fjórar konur svöruðu ekki mismunandi spurningalistum. Konurnar (n=47) léttust að meðaltali um 9% og líkamsþyngdarstuðull lækkaði um 3,9 einingar. Mittismál minnkaði að meðaltali um 6% og niðurstöður úr BIA-rafleiðni- mælingu sýndi mestan hlutfallslegan mun á fitumagni, eða um 13%. í töflu I eru sýndar niðurstöður mælinga á holdafari þátt- takenda. Þátttakendur luku 12% hærra hámarksálagi á hjóli og þar með varð hækkun á þrektölu um 21% og hámarkssúrefnisupptaka hækkaði um 18%. Hvíldarpúls fyrir próf og hjartsláttur í byrjun þolprófs lækkuðu að meðaltali um 6% milli mælinga. Ekki var marktækur munur á lokapúlsi (p>0,05), sjá töflu II. Við mælingu á blóðþrýstingi kom í ljós marktækur munur í öllum mælingum (p<0,05). Efri mörk blóðþrýstings í byrjun þolprófs mældust að meðaltali 13% lægri og í lok þolprófs mældist 9% lækkun á miðgildum efri marka. Neðri mörk blóðþrýstings hækkuðu í lok þolprófs. Einum þátttakanda var gert að hætta í þolprófi vegna óeðlilegrar blóðþrýstingshækkunar og því voru notaðar niðurstöður 46 þolprófa, sjá töflu III. Þátttakendur sýndu lækkun um sjö stig á miðgildi milli mæl- inga í Becks-kvíðakvarða og lækkun í Becks-þunglyndiskvarða um 11 stig (á skalanum 0-63 þar sem 0 er best). Niðurstöður OP-kvarðans sýndu í seinni mælingunni lækkun um 23,2 stig (43%) (á skalanum 0-100 þar sem 0 er best). Heildarstigum lífsgæðakvarðans SF-36 hefur verið umbreytt í T-einkunn þar sem heildarstig flokksins yfir líkamlega líðan (PCS) hækkuðu um 7,6 stig og miðgildi heildarstiga fyrir andlega líðan (MCS) sýndi 15,8 stiga hækkun (stöðluð T-meðaleinkunn er 50±10 þar sem hækkun stiga gefur til kynna betri lífsgæði). Tafla IV S}inir heildarniðurstöður úr spurningalistunum. I niðurstöðum OP-kvarða og SF-36-heildarstiga (PCS) eru sýnd meðaltöl og staðalfrávik. Aðrar niðurstöður sýna miðgildi, neðri og efri fjórðungsmörk. Tafla III. Þolprófá hjóli - blóðþrýstingur (mmHg). Fjöldi (n) Mæling 1 Mæling 2 p-gildi Efri mörk í byrjun 46 135,3 (13,1 )T 117,9 (11,2)t <0,001 Neðri mörk í byrjun 46 90,0 (80,0;95,0)t 80,0 (80,0;90,0)t <0,001 Efri mörk í lok 46 207,9 (18,5)T 189,9 (21,4)t <0,001 Neðri mörk í lok 46 90,0 (84,8;100)t 95,0 (88,8;101,3)t 0,002 Gildi: tMeðaltal (staðalfrávik), tmiðgildi (neðri og efri fjórðungsmörk). Þegar skoðuð var fylgni milli breyta í rannsókninni (niðurstöður á fylgni ekki sýndar í greininni) má túlka jákvætt að marktæk meðalfylgni reyndist milli þyngdartaps og upphafsþyngdar þátttakenda rannsóknarinnar (r=0,41, p=0,004). Þær konur sem voru þyngstar í forskoðun léttust mest á milli mælinga og lækkuðu áhættu sína mest gagnvart alvarlegum sjúkdómum. Umræða Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að mæla heilsufarslegar breytingar hjá einstaklingum í atferlismiðaðri offitumeðferð hjá þverfaglegu teymi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að líkamlegt þrek, andleg, félagsleg og líkamleg líðan þátttakenda batni og blóðþrýstingur og fituhlutfall lækki. Heilsufarslegur ávinningur þátttakenda rannsóknarinnar er mikill sem ætti að hvetja einstaklinga sem glíma við offitusjúkdóminn til að sækjast eftir þverfaglegri meðferð sem leið að bættu heilsufari. Ekki er einblínt á þyngdartapið eitt og sér heldur reynt að líta á það sem afleiðingu lífsháttabreytinga sem ná yfir langan tíma og er fylgst með þyngdarbreytingum sem einum mælikvarða af mörgum í meðferðinni. Mikilvægur ávinningur þyngdartaps er minni áhætta á fjölmörgum alvarlegum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum15 og sykursýki.2 Þótt meðalþyngdarstuðull um miðbik meðferðar sé enn í flokki alvarlegrar offitu er lækkun stuðulsins um tæplega fjórar einingar afar þýðingarmikil breyting. Sem dæmi um heilsufarslegt mikilvægi lækkaði þyngdartapið áhættu á hjartabilun um 20% hjá þátttakendum í þessari rannsókn en Kenchaiah og félagar16 mældu aukningu á hjartabilun um 5% með hverju stigi í hækkun líkamsþyngdarstuðuls yfir kjörþyngd. Tafla IV. Heildarstig úr spurningalistum. Fjöldi (n) Mæling 1 Mæling 2 p-gildi BAI- kvíðakvarði 46 11,0 (5,0:19,3)4: 3,0 (2,0;5,3)t <0,001 BDI-II- þunglyndiskvarði 46 20,0 (11,0;30,0)4 3,0 (1,0;7,0)t <0,001 OP-kvarði fyrir ofþyngd 43 53,8 (24,4)t 30,6 (21,5)t <0,001 SF-36 Líkamleg líðan (PCS’) 43 39,4 (9,2)t 47,0 (7,3)t <0,001 SF-36 Andleg líðan (MCS2) 43 39,5 (31,2;53,9)t 55,3 (50,6;59,0)t <0,001 Gildi: fMeðaltal (staðalfrávik), tmiðgildi (neðri og efri fjórðungsmörk) 1 PCS: Physical component summary 2 MCS: Mental component summary LÆKNAblaðið 2011/97 599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.