Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 33
Y F I R L I T
Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við
lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum
Magnús Blöndahl Sighvatsson1 sálfræðingur, Hafrún Kristjánsdóttir1'2 sálfræðingur, Engilbert Sigurðsson1'2 læknir,
Jón Friðrik Sigurðsson1'2sálfræðingur
ÁGRIP
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er sú sálfræðimeðferð sem mestar rannsóknarheimildir liggja að baki í meðferð lyndis- og kvíðaraskana hjá fullorðnum. I
þessari yfirlitsgrein verður HAM kynnt, fjallað verður um niðurstöður árangursrannsókna, langtimaárangur og gagnsemi samþættrar meðferðar með lyfjum
°g HAM- Jafnframt verður fjallað stuttlega um kosti og galla hópmeðferðar samanborið við einstaklingsmeðferð og hvaða áhrif samsláttur fleiri en einnar
röskunar hefur á árangur HAM. í greininni kemur fram að HAM gagnast vel við þunglyndi, almennri kvíðaröskun, skelfingarkvíða, áfallastreituröskun,
áráttu- og þráhyggju, félagsfælni og sértækri fælni. Árangur af HAM við meðferð þessara raskana er í flestum tilfellum sambærilegur eða betri en árangur
lyfjameðferðar en aðgengi er lakara. Langtímaárangur virðist góður en rannsóknir á samþættum áhrifum HAM og lyfja eru skammt á veg komnar og því erfitt
að álykta um gagnsemi samþættrar meðferðar.
Inngangur
’Landspítala,
2læknadeild Hl.
Fyrirspurnir: Hafrún
Kristjánsdóttir,
hafrunkr@landspitali.is
Höfundar vilja þakka
Paul M. Salkovski
fyrir ráðgjöf við val á
heimildum.
Barst: 27. janúar
2011 - samþykkt
til birtingar:
11. október 2011
Höfundar tiltaka engin
hagsmunatengsl.
Hugræn atferlismeðferð (HAM, cognitive behavioral
thempy) er sálfræðimeðferð sem hefur náð mikilli
útbreiðslu á tiltölulega skömmum tíma.1 Því er
mikilvægt fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk
að kynnast hugmyndafræði meðferðarinnar, þekkja
hvernig hún fer fram og ekki síður hvar hún
skilar mestum árangri og hver langtímaárangur er
í samanburði við lyfjameðferð og aðra sálfræðilega
meðferð. HAM byggir á rökhyggju og skipulagi og
er afmörkuð í tíma, þar sem flestir meðferðarvísar
við algengum geðröskunum, eins og þunglyndi og
kvíða, gera ráð fyrir 10-20 viðtölum.2 Ef vandinn er
alvarlegur eða margþættur getur meðferðin varað
lengur. Meðferðin stendur á góðum fræðilegum grunni
í dag3 og hún byggir á fleiri og vandaðri árangurs-
rartnsóknum en önnur form sálfræðimeðferðar við
geðröskunum fullorðinna.1-3 Meðferðinni er nú mest
beitt af sálfræðingum þótt geðlæknar, heimilislæknar,
hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir hafi sótt
sér þjálfun í HAM í vaxandi mæli á síðustu misserum.
HAM er gjarnan kennd við bandaríska geðlækninn
Aaron T. Beck sem var menntaður í sálgreiningu. f
rannsóknum sínum komst hann að því að aðferðir
sálgreiningar gengju ekki upp við meðferð þunglyndis.1-
2'4Beck var undir áhrifum frá hinni svokölluðu hugrænu
byltingu í sálfræði sem átti sér stað á árunum 1950-
1970 en þó ekki síður undir áhrifum frá aðferðum
atferlismeðferðar.2-4 Á grunni rannsókna sinna og með-
ferðarreynslu byggði Beck þá kenningu að það hvernig
við hugsum, túlkum atburði og högum daglegu lífi
ráði miklu um líðan okkar.4- 5 Samkvæmt kenningu
hans þróa þeir sem kljást við geðraskanir oft með
sér bjagað mat á umhverfi og innri áreitum, svo sem
líkamlegum einkennum. Með því að kortleggja hugsun
og hegðun þeirra sem finna fyrir vanlíðan, megi skýra
hvers vegna þeir glíma við geðröskun og með því að
breyta hugsun og hegðun sé hægt að breyta líðan til
hins betra.2-4'5
Nú hafa verið birtar yfir 300 árangursrannsóknir um
beitingu HAM við meðferð geðraskana. Ekki verður
annað sagt en meðferðin hafi reynst mjög gagnleg,
ekki síst við við þeim algengustu, svo sem þunglyndi
og kvíðaröskunum,3 og verður fjallað sérstaklega um
gagnsemi HAM í meðferð þessara raskana í þessari
grein.
í HAM er skjólstæðingi kennt að bera kennsl á
ósjálfráðar óhjálplegar hugsanir og meta hvaða áhrif
atferli hefur á líðan. Skjólstæðingi er kennt að líta á
hugsanir sínar sem tilgátu (eina af mörgum), en ekki
endilega þá einu réttu. Þegar ósjálfráðar hugsanir
tengdar vandanum og vanlíðan hafa verið kortlagðar
er skjólstæðingi kennt að endurmeta hugsanir sínar
með skipulögðum hætti og breyta hegðun með það að
markmiði að bæta líðan sína.5 Til útskýringar má taka
dæmi af HAM við þunglyndi. Hugsun þess þunglynda
einkennist iðulega af ofmati á mistökum í fortíð og
vanmati á eigin getu til að ráða við daglegt líf.5 Þess
vegna eru þunglyndir oft ekki nægilega virkir, eiga
erfitt með að framkvæma einföldustu hluti og draga
sig í hlé. í HAM lærir skjólstæðingur því að kortleggja
og endurmeta óhjálplegt mat sitt á fyrri mistökum,
eigin getu og stöðu. Skjólstæðingi er einnig kennt að
auka daglega virkni sína til að sporna við framtaksleysi.
Þetta er gert á skipulegan hátt þar sem hinn þunglyndi
eykur virkni sína stig af stigi.5 Með öðrum orðum til-
einkar hinn þunglyndi sér nýjar aðferðir til að glíma
við vanlíðan; lærir að greina og endurmeta ósjálfráðar
niðurrifshugsanir; lærir að takast á við mótlæti og
daglegt líf á annan hátt en áður og kannar hvort það
leiði ekki til breytinga á líðan. Þennan lærdóm tekur
einstaklingurinn með sér inn í framtíðina. Því heldur
árangur HAM gjarnan áfram að skila sér eftir að meðferð
LÆKNAblaðið 2011/97 613