Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 18
RANNSÓKN Mynd 1. Yfirlit yfir mcðferðartíma á næringar- og offitusviði Reykjalundar. Mælingar rannsóknarinnar, mæling 2 (MVog mæling 2 (M2), voru gerðar íforskoðun og í lok fimm vikna meðferðartímabils á dagdeild. og líkamlegri líðan, þolpróf og blóðrannsóknir. Sjúklingar hitta lækni til viðtals og skoðunar, og meðferðarkostir eru ræddir. Að lokinni forskoðun hefst meðferð á göngudeild. Gerð er með- ferðaráætlun í samráði við sjúklinginn og honum veittur stuðn- ingur með komum á göngudeild. Þar er meðal annars unnið með máltíðamynstur, matardagbók, næringarinnihald og skipulag daglegs lífs. í boði er næringarráðgjöf, sálfræðiaðstoð og félags- ráðgjöf, auk þess sem sjúklingar fá leiðbeiningar um þjálfun og hreyfingu og geta jafnframt nýtt sér þjálfunaraðstöðu á Reykjalundi. í framhaldi af göngudeildarmeðferð hefst meðferð á dagdeild þegar sjúklingar hafa gert skipulagðar lífsháttabreytingar og eru búnir að léttast um 6-8% prósent af upphafsþyngd. Dagdeildar- meðferðin er skipulögð sem hópmeðferð og eru sjö til átta manns í hóp. Meðferðartímabil á dagdeild eru tvö með hálfs árs millibili, það fyrra fimm vikur og hið síðara þrjár vikur. A milli dagdeildarmeðferðanna og í tvö ár eftir að þeim lýkur eru eftirfylgdarkomur sjö sinnum alls. Meðferðartími frá forskoðun til loka eftirfylgdar er oftast 36-42 mánuðir. Á meðferðartímanum er sjúklingum hjálpað að endurskipuleggja og bæta lífshætti sína og fæðuvenjur í því skyni að léttast, auka virkni og bæta heilsu og lífsgæði. Líkamsþjálfun er veigamikill þáttur í meðferðinni en einnig er unnið með sjálfsmynd, andlega og líkamlega líðan, auk félagslegra þátta eftir því sem við á.8-9 Yfirlit yfir heildartímaferil meðferðar á næringar- og offitusviði er sýnt á mynd 1. í rannsókninni var notast við mælingar úr forskoðun og við lok fimm vikna meðferðartímabilsins á dagdeild. Tími milli mælinga var að miðgildi sex mánuðir. Tafla I. Líkamsþyngd, likamsþyngdarstuðull (LÞS) og holdafarsmælingar. Fjöldi (n) Mæling 1 Mæling 2 p-gildi Þyngd (kg) 47 127,2 (16,1) 116,0 (14,8) <0,001 LÞS (kg/m2) 47 44,6 (5,1) 40,7 (4,9) <0,001 Mittismál (cm) 45 118,7(11,2) 111,2 (11,1) <0,001 Fituhlutfall (%) 47 49,8 (2,0) 47,7 (2,4) <0,001 Fitumagn (kg) 47 63,5 (10,0) 55,6 (9,3) <0,001 Líkamsþungi án fitu (kg) 47 63,6 (6,4) 60,4 (5,9) <0,001 Gildi: Meðaltal (staðalfrávik) Tafla II. Þolpróf á hjóli - álag og púls. Fjöldi (n) Mæling 1 Mæling 2 p-giidi Hámarksálagi lokið (w) 46 166,4 (30,0)4 186,8 (30,7)t <0,001 Þrek (w/kg) 46 1,3 (0,3)t 1,6 (0,3)t <0,001 Hámarkssúrefnis- upptaka (ml/kg/mín) 46 21,0 (3,4)t 24,7 (3,7)t <0,001 Hvíldarpúls (slög/min) 46 86,0 (14,5)f 80,7 (11,7)t 0,013 Byrjunarpúls (slög/mín) 46 93,5 (13,3)t 87,5 (11,2)t 0,002 Lokapúls (slög/mín) 46 166,5 (155,8;176,0)t 163 (154,5;174,0)t 0,102 Púls 1 mín eftir lok prófs (slög/mín) 46 144,4 (15,1)t 136,4 (16,7)t <0,001 Púls 3 mín eftir lok prófs (slög/mín) 45 116,9(15,5)t 109,8(14,3)t <0,001 Gildi: fMeðaltal (staðalfrávik), tmiðgildi (neðri og efri fjórðungsmörk) Vo/ tí þátttakendum Einungis konum var boðin þátttaka í rannsókninni þar sem karlmenn sem sóst höfðu eftir offitumeðferð voru að jafnaði mun færri og því talið afar erfitt að ná þeim lágmarksfjölda sem þyrfti fyrir styrk rannsóknar. Alls var 57 konum boðið að taka þátt í rannsókninni og af þeim samþykktu 47 konur þátttöku, eða 82,5%. Meðalaldur þeirra var 39,6 (±10,7) ár við forskoðun á bilinu 20-60 ára. Ástæður þeirra sem tóku ekki þátt í rannsókninni voru mismunandi. Þrjár konur fóru ekki í þolprófið í forskoðun, tveimur var ráðið frá því af lækni vegna stoðkerfisvandamála og ein tók ekki þolprófið vegna frjókornaofnæmis. Fjórar konur gáfu ekki upp ástæður. Tilskilin leyfi til rannsóknar voru fengin frá lækningaforstjóra Reykjalundar og Vísindasiðanefnd (VSN 08-128-Sl) síðla árs 2008, þátttakendur undirrituðu upplýst samþykki og rannsókn var tilkynnt Persónuvernd. Mælingar á heilsufarsþáttum Þær mælingar sem notaðar voru við mat á holdafari voru hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) og mittismál. Auk þess var fituhlutfall ákvarðað með rafleiðnimælingu (BIA 310 bioimpedance analyzer, Seattle, Washington, USA). Notuð var formúla Segal og félaga10 sem hafði verið þróuð sérstaklega fyrir offitusjúklinga til að reikna út fitumagn og fituhlutfall líkamans. Við ákvörðun á líkamlegu þoli var notað staðlað þolpróf á þrekhjóli (Monark 839 Ergomedic). Notað var tólf leiðslu hjartarafrit (Schiller CS-200, Baar, Sviss) og púlsinn skráður út frá því. Blóðþrýstingur (Trimline frá PyMaH Corporation, Branchburg, USA) var mældur í hvíld, við upphaf þolprófs og á meðan á því stóð. Þrektala (w/kg) var reiknuð út frá líkamsþyngd sjúklings og þeim heildarvöttum sem viðkomandi gat lokið við að hjóla. Við útreikning á súrefnisupptöku við hámarksálag var notuð Latin-formúla" fyrir konur með offitu sem gerir samanburð mögulegan við aðrar rannsóknir. Til mælinga á heilsutengdum lífsgæðum, andlegri og líkamlegri líðan, voru lagðir fyrir lífsgæðakvarðar í forskoðun og í lok fimm vikna meðferðartímabilsins: SF-36v2™ (Short form 36 health survey version 2.0) um heilsutengd lífsgæði,12 OP-kvarði 598 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.