Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Heilsufarslegar breytingar sjúklinga í atferlismiðaðri offitumeðferð Steinunn H. Hannesdóttir1-2 íþróttafræðingur, Ludvig Á. Guðmundsson1 læknir, Erlingur Jóhannsson2 lífeðlisfræðingur ÁGRIP Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur hjá einstaklingum í atferlismiðaðri offitumeðferð hjá þverfaglegu teymi. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 47 konur á aldrinum 20-60 ára. Mælingar voru gerðar frá október 2007 til júlí 2009 en miðgildi milli mælinga voru sex mánuðir. Notaðar voru eftirfarandi mælingar og breytur: hæð (cm), þyngd (kg), líkamsþyngdarstuðull (kg/m2), mittismál (cm), BIA (bioelectrical impedance analysis) líkamsgreining með rafleiðnimælingu, þolpróf á hjóli þar sem fylgst var með hjartariti, púls (slög/mín) og blóðþrýstingssvörun (mmHg), reiknuð þrektala (w/kg) og hámarkssúrefnisupptaka (ml/kg/mín). Auk þess voru lagðir fyrir spurningalistarnir SF-36v2 um heilsutengd Kfsgæði (Short form 36 health survey version 2.0), OP-kvarði um sálfélagslega líðan tengdri offitu (Obesity-related problems scale), BAI-kvíðakvarði (Beck anxiety inventory scale) og BDI-ll-þunglyndiskvarði (Beck depression inventory scale). Niðurstöður: Likamsþyngdarstuðull lækkaði um 3,9 kg/m2 (p<0,001). Heildarhámarksálag (w) I þolprófi á hjóli jókst um 12% (p<0,001), þrektala (w/kg) hækkaði um 21 % (p<0,001) og hámarkssúrefnisupptaka (ml/kg/mín) jókst um 18% (p<0,001). Marktæk lækkun hafði orðið á blóðþrýstingi og hvíldarpúlsi (p<0,05) við lok rannsóknar. Niðurstöður allra spurningalista sýndu marktækar jákvæðar breytingar (p<0,001). Ályktanir: Niðurstöðurnar undirstrika þýðingu þverfaglegrar offitumeðferðar með áherslu á varanlegar lífsstílsbreytingar. Þær sýna ekki aðeins að holdafar batnar, heldur einnig að verulegur bati næst I heilsutengdum lífsgæðum, andlegri og félagslegri líðan. Inngangur 'Endurhæfingar- miðstöð SlBS, Reykjalundi, 2rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði, menntavísindasviði Hl. Fyrirspurnir: Steinunn H. Hannesdóttir, steinunnh @reykja!undur.is Barst: 9. júní 2011, samþykkt til birtingarl 8. september2011 Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Síðustu tvo áratugi hefur offita aukist gífurlega, ekki einungis í þróuðum löndum heldur um heim allan og er hún nú álitin eitt stærsta heilsufarsvandamálið.1 Á Islandi hafa verið gerðar kannanir sem sýna að þróun offitu og holdafars er svipuð og í heimsálfunum beggja vegna landsins. Nýjustu tölur frá Hjartavernd2 og Lýðheilsustöð3 náðu yfir landið allt og sýna að 21% kvenna voru haldnar offitu og jafngildir það í mannfjölda 20.000 konum fyrir árið 2006.2,3 Fleiri kannanir hafa verið gerðar sem sýna að hlutfallið gæti verið enn hærra og má ætla að offita meðal fullorðinna íslenskra kvenna sé á bilinu 20-24%. Orsakir aukinnar offitu eru jákvætt orkujafnvægi sem verður sökum flókins samspils erfða, umhverfis, matar- æðis og hreyfingarleysis.4 Afleiðingar offitusjúkdómsins eru fjölmargar, allt frá hvimleiðum fylgikvillum til lífshættulegra sjúkdóma sem eru algeng dánarorsök í heiminum. Þeir helstu eru hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki 2, háþrýstingur, blóðfituröskun, efnaskipta- villa, kæfisvefn, ýmis stoðkerfisvandamál og nokkrar tegundir krabbameina, auk margvíslegra sálrænna og félagslegra vandamála.5'6 Engum dylst mikilvægi forvarna gegn sjúkdómum en nauðsyn úrræða fyrir þá sjúklinga sem þegar hafa greinst með offitu er eitt af viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins.7 Markmið þverfaglegrar meðferðar á næringar- og offitu- sviði á Reykjalundi er að aðstoða fólk með alvarlegan offituvanda við að endurskipuleggja og bæta lífshætti sína í því skyni að léttast, auka líkamlega virkni, bæta heilsu og lífsgæði. Meðferðin er hugsuð sem leið að varanlegri lífsháttabreytingu en ekki tímabundinn ávinningur.8 Rannsóknir hafa hins vegar ekki verið gerðar á árangri í þeim meðferðum sem viðhafðar eru hér á landi og því verður viðfangsefnið að teljast þarft og niðurstöður gagnlegar fyrir áframhaldandi þróun á meðferðum sem efla heilsuna. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða breyt- ingar á holdafari, þreki, blóðþrýstingi, hvíldarpúlsi og líðan í þverfaglegri offitumeðferð. Skoðað var eigið mat þátttakenda í meðferðinni á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan og hvort tengsl væru við breytingar á holdafari og þreki. Efniviöur og aðferðir Ojfitumeðferð á Reykjalundi - lýsing Á Reykjalundi í Mosfellsbæ byggist offitumeðferð á aðferðum endurhæfingar þar sem undirstaðan er þverfagleg teymisvinna. Byggt er á viðteknum að- ferðum atferlismeðferðar fyrir einstaklinga með alvarleg offituvandamál þar sem unnið er að varanlegri breytingu á lífsháttum. Tekið er á fjölmörgu sem teng- ist offituvanda, svo sem næringu og hreyfingu og einnig á atriðum er tengjast andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan.8 Uppfylla þarf ákveðin skilyrði fyrir offitumeðferð á Reykjalundi: Að offituvandamálið sé verulegt (líkamsþyngdarstuðull hærri en 35 kg/m2), að fólk sýni vilja í verki til að takast á við vandann, gerð er krafa um reykleysi á meðferðartíma og að áfengis- og fíknisjúklingar séu óvirkir. Aldursviðmið eru 18-70 ár og krafist er tilvísunar frá lækni. í forskoðun eru gerðar mælingar á holdafari, andlegri LÆKNAblaðið 2011/97 597
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.