Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 53
UMFJÖLLUN O G GREINAR ekki hóta, þvinga, lofa eða ljúga að sakborningi til að fá fram játningu og tilgangurinn er fyrst og fremst sá að draga úr líkum á falskri játningu." I grein um yfirheyrslur sakborninga og falskar játningar2 eru bornar saman tvær yfirheyrsluaðferðir, annars vegar sú sem Bandaríkjamenn nota (Reid- aðferðin) og hins vegar PEACE-módelið sem Bretar og fleiri þjóðir hafa tekið upp. „Reid-aðferðin er vinsælasta og mest notaða yfirheyrsluaðferð bandarísku lögreglunnar. Markmið hennar er í rauninni ekki að komast að sannleikanum eða uppgötva staðreyndir, heldur að knýja fram játningu. Henni má skipta í þrjú meginþrep: 1. Gæsluvarðhald og einangrun þar sem markmiðið er að auka kvíða og óöryggi sakbornings og veikja viðnámsþrótt hans. 2. Gengið er út frá sekt sakbornings og honum sýndar meintar sannanir um glæpinn sem geta verið falsaðar eða sannar, neitun á sekt er hafnað jafnvel þó sönn sé og hamrað á afleiðingum þess að neita sök. 3. Reynt er að vinna traust og trúnað sakbornings og bjóða upp á afsakanir fyrir glæpnum, að um slys hafi verið að ræða eða fórnarlambið hafi einfaldlega átt þetta skilið." Höfundar Reid-aðferðarinnar segja að játningahlutfallið sem fæst með henni sé mjög hátt (80%), en á undanförnum árum hafa komið fram mörg dæmi um falskar játningar þar sem þessari aðferð hefur verið beitt, og þar sem DNA- rannsóknir hafa sýnt með afgerandi hætti fram á sakleysi sakborninga þrátt fyrir játningu þeirra. Frá 1989 hefur verið sýnt fram á sakleysi yfir 240 dæmdra einstaklinga í Bandaríkjunum með DNA-rannsókn. Gísli segir að líklega sé þessi málafjöldi þó aðeins toppurinn á ísjakanum en þrátt fyrir það hafi bandarísk lögregluyfirvöld ekki viljað láta af notkun Reid-aðferðarinnar. Annar galli við rannsóknaraðferðir bandarískrar lögreglu er að rannsókn lýkur ávallt þegar játning liggur fyrir og oft er ekki gengið úr skugga um áreiðanleika játningarinnar. „Það er „Einstaklingar með góöa greind og heilbrigðir á geði geta játaðfalskt efþeir eru viökvæmir og þola ilia gæsluvarðhald eða stöðugar yfirheyrslur," segir Gísli H. Guðjónsson réttarsálfræðingur. margt sem bendir til þess að Reid- aðferðin ýti undir falskar játningar," segir Gísli en bætir við að nú hilli loks undir breytingar í bandaríska réttarkerfinu en það hafi tekið langan tíma og gengið mjög hægt. PEACE-módelið leggur áherslu á sanngirni, hreinskilni, gagnsemi, áreiðanleika og staðreyndaöflun, fremur en að sækjast eingöngu eftir játningu. Forðast er að nota leiðandi spurningar, beita sakborning þrýstingi eða hafa á hann sálfræðileg áhrif. Gagnstætt því sem tíðkast í Bandaríkjunum, leyfist breskum lögreglumönnum ekki að ljúga að sakborningum eða leggja fyrir þá fölsuð sönnunargögn í þeim tilgangi að ná fram játningu. „Rannsóknir skortir ennþá svo hægt sé að gera samanburð á því að hvaða marki Reid-aðferðin eða PEACE-líkanið draga fram falskar játningar. A hinn bóginn er almennt álitið að PEACE-líkanið dragi síður fram falskar játningar," segir Gísli. Tveir flokkar játninga Innan réttarsálfræðinnar er fölskum játningum skipt í í tvo meginflokka, sjálfviljugar eða fengnar fram af lögreglu. Sjálfviljugar játningar stafa yfirleitt af athyglisþörf sakbornings, löngun til að verða þekktur, löngun til að vernda hinn raunverulega glæpamann, eða undirliggjandi geðveilu sem birtist í þörf fyrir refsingu, hefnd eða getuleysi til að greina á milli veruleika og ímyndunar. Játningar sem lögreglan hefur knúið fram skiptast í tvo flokka. Annars vegar uppgjöf sakbornings og hins vegar sannfæringu um sekt. í fyrra tilfellinu gefst sakborningur upp og játar á sig glæpinn til að losna úr kringumstæðum, til dæmis gæsluvarðhaldi, einangrun og/eða linnulausum yfirheyrslum. Sannfæring sakbornings um sekt lýsir sér í því að hann sannfærist smám saman um sekt LÆKNAblaðið 2011/97 633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.