Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 20
RANNSÓKN Að sama skapi minnkaði hætta á ýmsum öðrum fylgikvillum offitusjúkdómsins samfara þyngdartapi.17 Mæling númer tvö leiddi í ljós lækkun fituhlutfalls um 4% þar sem fitumagn minnkaði um 8,0 kg, eða 13%. Þessir mælikvarðar sýna lækkun áhættu á ótímabæru dauðsfalli18 sem og hjarta- og æðasjúkdómum.15 Auk þyngdartaps og lækkunar fituhlutfalls minnkaði mittismál um 7,5 cm. Þetta eru sérstaklega jákvæðar breytingar með tilliti til lækkunar áhættu á sykursýki þar sem magn iðrafitu er svo nátengt áhættu þessa sjúkdóms og áunnin sykursýki allt að því samtvinnuð offitusjúkdómnum.19 Allar mælingar á líkamlegum þáttum sýndu jákvæðar niðurstöður og því ættu athafnir daglegs lífs að krefjast minna erfiðis. Slíkur árangur ætti að hafa hvetjandi áhrif til frekari ávinnings og auðvelda ástundun reglulegrar hreyfingar. Hafa ber í huga að samkvæmt skilyrðum til að komast í offitumeðferð þarf að ná 6-8% þyngdartapi til að innskrifast í fimm vikna meðferðartímabilið á dagdeild. Þannig þarf viðkomandi að sýna einbeittan vilja til að ná árangri í meðferð með allri þeirri aðstoð sem í boði er á göngudeild. Þetta er gert til þess að þeir einstaklingar sem veljast í meðferð séu andlega tilbúnir og móttækilegir fyrir breytingar. Margar erlendar rannsóknir lýsa því hvernig standa skal að offitumeðferð með varanlegar lífsstílsbreytingar að markmiði20'21 þar sem tekið er á reglusemi í hreyfingu, mataræði og daglegu lífi almennt með aðferðum þverfaglegrar teymisvinnu. Hins vegar hefur skilyrðið um fyrrnefnt þyngdartap fyrir áframhaldandi meðferð sérstöðu í samanburði við erlendar meðferðir.12'21 Tilgangurinn með því að láta þátttakendur í offitumeðferð gangast undir þolpróf á hjóli í upphafi meðferðar er að ganga úr skugga um eðlilega lífeðlisfræðilega svörun við álag. Auk þess eru niðurstöður hafðar til viðmiðunar í skipulagningu þjálfunar. Arangur þolprófs á hjóli í forskoðun var sambærilegur við árangur hollenskra kvenna í samanburðarrannsókn milli kynja þar sem 34 konur á svipuðum aldri, með líkamsþyngdarstuðul 41 kg/m2, luku 174 heildarvöttum við hámarksálag.22 Við skoðun árangurs í mælingu númer tvö í þessari rannsókn luku konurnar hærra hámarksálagi sem nam 20,4 vöttum eða 12%, og þar með varð hækkun á þrektölu (vött/kg) um 21% og hámarkssúrefnisupptöku (ml/kg/mín) um 18%. Sú staðreynd að flestir þátttakendur bættu líkamsþrek sitt umtalsvert á rannsóknartímabilinu undirstrikar að mögulegt er að bæta líkamlegt þrek með réttri þjálfun og leiðsögn eins og niðurstöður fleiri rannsókna hafa sýnt fram á.23,24 þegar skoðaðar eru breytingar á blóðþrýstingi, lækkuðu efri mörk blóðþrýstings þátttakenda í rannsókninni um 13% og neðri mörkin um 11% í upphafi þolprófs á hjóli. í byrjun þolprófs var meðaltal efri og neðri marka blóðþrýstings í flokki jaðarháþrýstings en lækkaði niður í kjörblóðþrýsting.25 Hvort tveggja eru mikilvægir heilsufarslegir áfangar til að minnka áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.26 Við mat á almennum heilsutengdum lífsgæðum voru skoðaðar niðurstöður SF-36v2-spurningalistans. Heildarstig er vörðuðu líkamlega líðan (PCS) hækkuðu um 19% og andlega líðan (MCS) um 40%. Mjög gott samræmi var hlutfallslega á milli aukningar á þreki úr mælingum í þolprófi á hjóli og bættrar líkamlegrar líðanar. Þá hafa aðrar rannsóknir sýnt svipaðar niðurstöður kvarðans í samræmi við þyngdartap. Blissmer og félagar12 notuðu SF-36-kvarðann í rannsókn sinni þar sem varanleg lífsháttabreyting var aðalmarkmið offitumeðferðar. Að sex mánuðum liðnum var þyngdartapið 5,6 kg og heildarstig beggja flokka í SF-36 höfðu hækkað marktækt (p<0,05).12 Vert er að muna að þegar fylgni var skoðuð milli breyta í rannsókninni léttust þær konur mest sem voru þyngstar í upphafi og þær bættu líðan sína mest sem leið verst andlega og líkamlega. Þetta samræmist rannsókn27 þar sem borin voru saman stigin í SF-36 við mismunandi þyngdarbreytingar ári eftir upphaf meðferðar. Bein samsvörun reyndist vera milli stigafjölda í hverjum flokki spurningalistans fyrir sig og þyngdarbreytingar. Niðurstöður OP-kvarðans, sem leggur mat á sálfélagslega líðan tengda offitu, sýndu einnig lækkun stiga um 43% milli mælinga. Samkvæmt niðurstöðum í forskoðun féllu stigin 54 í flokk sem kallast „nokkur vandamál" og í seinni mælingunni voru stigin 31 komin í flokk „lítilla vandamála". í samanburði við stigafjölda í sænskri rannsókn13 voru konur með alvarlega offitu með 57 stig í OP-kvarða sem telst einnig til flokksins „nokkur vandamál" og var stigafjöldi í samræmi við þyngd í upphafi sem og við þyngdartap.13 Það má leiða líkur að því að auk þyngdartaps hafi aukið þrek, þverfagleg meðferð og stuðningur hópsins í þessari rannsókn einnig átt þátt í bættri sálfélagslegri líðan. Samkvæmt niðurstöðum Becks-kvarðanna (BAI og BDI-II) hafði andleg líðan batnað verulega. Þannig þjáðust ellefu konur af alvarlegum kvíða í mælingu númer eitt en tvær í mælingu númer tvö og hafði BAI lækkað úr 11 stigum í þrjú (eðlilegt ástand ef BAI<8). Samkvæmt þunglyndiskvarða voru 23 konur með miðlungs- eða alvarlegt þunglyndi í mælingu númer eitt en þrjár konur í mælingu tvö og hafði BDI-II lækkað úr 20 stigum í þrjú (eðlilegt ástand ef BDi-II<13). Þetta er í takt við svörun úr hinum tveimur spurningalistunum þar sem um breytingu til batnaðar var að ræða og samsvarandi niðurstöðum annarra rannsókna sem hafa skoðað samhengi kvíða og þunglyndis við líkamsþyngd.28 Það skal undirstrikað að hópurinn sem tók þátt í rannsókninni samanstóð af einstaklingum sem uppfylltu tilskilin skilyrði fyrir offitumeðferð á dagdeild á Reykjalundi. Því takmarkast árangur meðferðarinnar við þá sem uppfylltu þau atriði og ber að hafa það í huga í öllum samanburði. Þetta má líta á sem veikleika rannsóknarinnar þar sem þátttakendur geta talist „valinn" hópur. Seinni mæling var gerð þegar fimm vikna meðferðartímabilinu var að ljúka og þátttakendur búnir að deila reynslu sinni og upplifun, auk margra samverustunda við líkamlega þjálfun og endurhæfingu. Þar sem unnt er að sinna andlegum og sálfélagslegum þörfum markvisst á meðferðartímabilinu er eðlilegt að ætla árangur í þeim þáttum bestan á þessum tímamótum í offitumeðferðinni. Nauðsynlegt er að hafa það í huga þegar árangur í andlegri og sálfélagslegri líðan í rannsókninni er skoðaður og borinn saman við niðurstöður annarra rannsókna. Eftirspurn eftir offitumeðferð er langt umfram það sem hægt er að sinna og var biðtími eftir göngudeildarmeðferð á Reykjalundi kominn í 12 mánuði í árslok 2008.8 Skortur hefur hins vegar verið á rannsóknum á offitumeðferðum hér á landi og því verður viðfangsefnið að teljast þarft og niðurstöður gagnlegar með tilliti til áframhaldandi þróunar á meðferð til heilsueflingar. Mælingar á árangri í meðferð yfir lengri tíma myndu gefa enn skýrari sýn á heilsufarslegar breytingar sjúklinganna og væru því verðugt efni til rannsóknar. Heilbrigðiskerfið þarf að bregðast við og sýna þá ábyrgð að bjóða meðferð, stuðning og eftirfylgd í baráttunni 600 LÆKNAblaðið 2011/97 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.