Læknablaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 26
RANNSÓKN
Tafla 1. Gæðavísar lyfjanotkunar.
Gæðavísir Lyf og/eða ATC kóði Ástæða
Þríhringlaga geðdeyfðarlyf6'11 Amitryptilín (N06AA09), Trimipramín (N06AA06), Doxapin (N06AA12), Chlomipramín (N06AA04) Sterk andkólínerg og róandi áhrif auka hættuna á hjáverkunum hjá öldruðum, til dæmis vitrænni skerðingu, þvagteppu (karlar), harðlífi, sjóntruflunum og byltum.
Amitryptilín15'24 N06AA09 Sterk andkólínerg og róandi áhrif auka hættuna á skertri vitsmunastarfsemi í öldruðum. Aukin hætta á þvagteppu (karlar), harðlífi, skertri sjón, byltum og beinbrotum.
Fyrstu kynslóðar geðrofslyf4,6 Chlorpromazin (N05AA01), Chlorprotixene (N05AF03), Levoprometazin (N05AA02), Prochlorperazín (N05AB04) Sterk andkólínerg og róandi áhrif. Geta valdið utanstrýtueinkennum og stöðublóðþrýstingsfalli.
Langvirk benzódiazepín4'6'911 Nitrazepam (N05CD02), Flunitrazepam (N05CD03) Hafa langan helmingunartima og uppsöfnun þeirra getur valdið langvarandi róandi áhrifum og aukið hættu á byltum.
Benzódíazepín4'69 N05BA, N05CD Hætta á uppsöfnun og geta valdið byltum og vitrænni skerðingu.
Fyrstu kynslóðar andhistamín4'69 Dexchlorphenamín (R06AB02), Promethazín (R06AD02), Alimemazin (R06AD01), Hydroxycin (N05BB01) Sterk anskólínerg áhrif. Promethazín og Alimemazín geta sérstaklega valdið utanstrýtueinkennum.
Beta blokkerar + ósérvirkir kalsíum blokkerar469 Beta blokkerar (C07A), Verapamíl (C08DA01) og Diltiazem (C08DB01) Ósérvirkir kalsíum blokkerar í samsetningu með beta blokkerum geta valdið skertri samdráttarhæfni hjartans og/eða leiðslutruflunum.
NSAID + warfarín4'6'199 NSAID (M01AB, M01AC, M01AE), warfarín (B01AA03) Eykur hættu á blæðingum i meltingarvegi.
NSAID + ACE hemlar eða angíótensín II blokkar16 NSAID (M01AB, M01AC, M01AE), ACE hindrar (C09A, C09B), A2 blokkerar (C09C, C09D) Getur valdið nýrnabilun í öldruðum sjúklingum, sérstaklega hjá þeim sem eru með æðakölkun, vökvatap eða samhliða notkun þvagræsilyfja.
NSAID + SSFSI4'6 NSAID (M01AB, M01AC, M01AE), SSRI (N06AB) Eykur hættu á blæðingum í meltingarvegi.
NSAID + þvagræsilyf-6 NSAID (M01AB, M01AC, M01AE), þvagræsilyf (C03) Getur dregið úr áhrifum þvagræsilyfja og leitt til versnandi hjartabilunar.
Aspirin + warfarín19 Aspirin (N02BA01, B01AC06), warfarín (B01AA03) Aukin hætta á blæðingum.
Svefnlyf24 N05C Aukin hætta á byltum og vitrænni skerðingu.
Notkun þriggja eða fleiri geðlyfja6 Ópíóíðar (N02A), geðlyf (N05), þunglyndislyf (N06A) Eykur hættuna á óhóflegum róandi áhrifum, milliverkunum og óæskilegum áhrifum á miðtaugakerfið.
Notkun þriggja eða fleiri geðlyfja-2 (að undanskildum ópíóíðum)24 Geðlyf (N05), þunglyndislyf (N06A) Eykur hættuna á óhóflegum róandi áhrifum, milliverkunum og óæskilegum áhrifum á miðtaugakerfið.
kvenna en karla.16-19 Ástæðan fyrir því gæti meðal annars verið
sú að konur leita oftar eftir heilbrigðisþjónustu og lýsa frekar
einkennum en karlar.19'21 Einnig getur verið munur á einkennum
sjúkdóma eftir kynjum, samskiptaháttum og samskiptum við
lækna sem getur að einhverju leyti skýrt þennan kynjamun.19
Markmið þessarar rannsóknar var að athuga algengi vísbend-
inga um gæði lyfjameðferða einstaklinga 70 ára og eldri við
innlögn á lyflækningadeildir og bráðaöldrunarlækningadeild.
Gæðin voru metin með völdum gæðavísum sem gefa til
kynna hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð. Athugað var hvort
mismunur væri á gæðum eftir kyni og aldri.
Efniviður og aðferðir
Þýðið í rannsókninni voru einstaklingar 70 ára og eldri sem
lögðust fyrirvaralaust inn á lyflækningasvið I og bráðaöldrunar-
lækningadeild (B4) á öldrunarsviði Landspítala árið 2007. Slembi-
úrtak 1500 sjúklinga var tekið úr öllum innlögnum í legukerfi
sjúkrahússins fyrir þetta tímabil. I úrtakinu var einungis tekin
með ein innlögn fyrir hvern sjúkling og var valin fyrsta innlögn
fyrir hverja kennitölu. í rannsókninni var farið yfir 818 sjúkraskrár
á kerfisbundinn hátt. Sjúklingum sem lentu í úrtaki var raðað
eftir fæðingardegi þannig að sjúkraskrá þeirra sem áttu afmæli 1.
606 LÆKNAblaðið 2011/97
janúar ár hvert voru rýndar fyrst og sjúkraskrár elstu sjúklinganna
teknar fyrst á hverjum afmælisdegi og svo framvegis. Fjöldi rýndra
sjúkraskráa takmarkaðist við þann tíma sem rýnarnir höfðu til
að ljúka meistaraprófi í lyfjafræði.
Af 818 sjúkraskrám sem farið var yfir voru 184 útilokaðar.
í þeim hópi voru sjúkraskrár sem notaðar voru í forprófun
rannsóknar (N=20), sjúkraskrár sem notaðar voru í samanburði
milli rýna (interrater reliability, N=22), þar sem ártal innlagnar
var rangt (N=31), svið sem átti ekki að vera í úrtaki (N=l),
skrár í láni (N=28), skrár sem fundust ekki (N=8) eða skortur
var á upplýsingum (N=74). Að auki var stuðst við 279 rýndar
sjúkraskrár úr fyrri rannsókn á sama úrtaki.22 Rýndar voru 22
sjúkraskrár úr fyrri rannsókn og reyndist gott samræmi vera á
milli skráningar rannsakenda (r=0,995). Sjúkraskrárupplýsingar
voru því nýttar úr samtals 913 innlögnum.
Skráningarkerfi var þróað fyrir gagnasöfnunina. Það hélt utan
um ástæðu komu, athugasemdir lækna, lyf við komu, fjölda
lyfja við komu og aðrar athugasemdir. Gögn um aldur, kyn og
útskriftargreiningar voru fengin úr legukerfi Landspítala.
Við yfirlestur sjúkraskrár var bráðasjúkraskrá lesin, læknabréf
af bráðamóttöku, innlagnarnóta á deild, lyfjablöð og útskriftamóta
af deild. Flett var upp í rafrænni sjúkraskrá (Sögukerfi) þegar
einhver af áður nefndum gögnum voru ekki í pappírssjúkraskrá.