Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2012, Page 29

Læknablaðið - 15.05.2012, Page 29
TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins: Maður með sýklasóttarlost og rauðkornasundrun Inga Jóna Ingimarsdóttir', Lena Rós Ásmundsdóttir2, Magnús Gottfreðsson1'3 Höfundar eru öll læknar á smitsjúkdómadeild1 sýklafræðideild Landspítala2, læknadeild Háskóla íslands3 Fyrirspurnir: Magnús Gottfreðsson magnusgo@landspitali.is Saga Sjötugur maður með insúlínháða sykursýki kom á bráðamóttöku með háan hita, verk um ofanverðan kvið og uppköst. Einkennin höfðu ágerst undanfarna þrjá sólarhringa. Við komu var hann með hita, 40,5°C, andaði 40 sinnum á mínútu, hjartsláttartíðni var 100 slög á mínútu en blóðþrýstingur var eðlilegur og súrefnismettun án súrefnis sömuleiðis. Hann var vakandi, meðvitund óskert, en litarhaft heiðgult. Eymsli fundust við þreifingu á kvið. Hvít blóðkorn voru 23,0 xl09/L (4,0-10,5), hemóglóbín 105 g/L (134-171), hematokrít 0,34 L/L, kreatínín 77 pmól/L (60-100), blóð- flögur 355 xl09/L (150-400), glúkósi 23,7 mmól/L (3,9-5,8), laktat 8,7 mmól/L (0,5-1,6) og CRP 152 mg/L (<10). Truflun var á lifrar- prófum (ALP 216 IU/L [35-105], GGT 310 IU/L [<115], ALAT 140 IU/L [<70] og heildarbilirúbín 127 pmól/L [5-25]). Mynd 1. TS-mynd afkvið við komu á bráðamóttöku sýnir sýkingargrunsamlega breytingu í lifur ásamt loftmyndun. Settur var þvagleggur og kom þá lítið af dökkrauðu þvagi. Strimilpróf sýndi 4+ af sykri og 3+ af ketonum. TS-mynd af kvið sýndi loftmyndun í lifur (mynd 1). Hafin var meðferð með insúl- índreypi og vökva, teknar ræktanir og sjúklingur settur á Ampi- cillin, Cefuroxím og Metronidazól í æð. Útskilnaður var einungis 15 mL fyrstu fjórar klukkustundirnar og var hann því tengdur við nýrnaskilunarvél. Endurtekin blóðprufa sýndi hvít blóðkorn 21,3 xl09/L, hemóglóbín 70 g/L, hematókrít 0,19 og blóðflögur 607 xl09/L. Hann fékk samtals fjórar einingar af rauðkornaþykkni og sjö einingar af blóðflögum. Hann féll í blóðþrýstingi, var barka- þræddur og lagður í öndunarvél. Blóðsýni var afar óeðlilegt séð með berum augum, sermi svartleitt (mynd 2). Daginn eftir greind- ust gram-jákvæðar staflaga bakteríur í blóðræktun. Hver er sjúkdómsgreiningin? Mynd 2. Blóðprufa sjúklings (lengst til vinstri) tekin á gjörgæsludeild á öðrum degi. Hún sýnir svartleitt sermi vegna gríðarmikillar rauökornasundrunar. í miðjunni sést eðlileg blóðprufa með gulu sermi efst. Lengst til hægri en blóðprufa með vægri rauðkornasundrun. LÆKNAblaðið 2012/98 289

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.