Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 29
TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins: Maður með sýklasóttarlost og rauðkornasundrun Inga Jóna Ingimarsdóttir', Lena Rós Ásmundsdóttir2, Magnús Gottfreðsson1'3 Höfundar eru öll læknar á smitsjúkdómadeild1 sýklafræðideild Landspítala2, læknadeild Háskóla íslands3 Fyrirspurnir: Magnús Gottfreðsson magnusgo@landspitali.is Saga Sjötugur maður með insúlínháða sykursýki kom á bráðamóttöku með háan hita, verk um ofanverðan kvið og uppköst. Einkennin höfðu ágerst undanfarna þrjá sólarhringa. Við komu var hann með hita, 40,5°C, andaði 40 sinnum á mínútu, hjartsláttartíðni var 100 slög á mínútu en blóðþrýstingur var eðlilegur og súrefnismettun án súrefnis sömuleiðis. Hann var vakandi, meðvitund óskert, en litarhaft heiðgult. Eymsli fundust við þreifingu á kvið. Hvít blóðkorn voru 23,0 xl09/L (4,0-10,5), hemóglóbín 105 g/L (134-171), hematokrít 0,34 L/L, kreatínín 77 pmól/L (60-100), blóð- flögur 355 xl09/L (150-400), glúkósi 23,7 mmól/L (3,9-5,8), laktat 8,7 mmól/L (0,5-1,6) og CRP 152 mg/L (<10). Truflun var á lifrar- prófum (ALP 216 IU/L [35-105], GGT 310 IU/L [<115], ALAT 140 IU/L [<70] og heildarbilirúbín 127 pmól/L [5-25]). Mynd 1. TS-mynd afkvið við komu á bráðamóttöku sýnir sýkingargrunsamlega breytingu í lifur ásamt loftmyndun. Settur var þvagleggur og kom þá lítið af dökkrauðu þvagi. Strimilpróf sýndi 4+ af sykri og 3+ af ketonum. TS-mynd af kvið sýndi loftmyndun í lifur (mynd 1). Hafin var meðferð með insúl- índreypi og vökva, teknar ræktanir og sjúklingur settur á Ampi- cillin, Cefuroxím og Metronidazól í æð. Útskilnaður var einungis 15 mL fyrstu fjórar klukkustundirnar og var hann því tengdur við nýrnaskilunarvél. Endurtekin blóðprufa sýndi hvít blóðkorn 21,3 xl09/L, hemóglóbín 70 g/L, hematókrít 0,19 og blóðflögur 607 xl09/L. Hann fékk samtals fjórar einingar af rauðkornaþykkni og sjö einingar af blóðflögum. Hann féll í blóðþrýstingi, var barka- þræddur og lagður í öndunarvél. Blóðsýni var afar óeðlilegt séð með berum augum, sermi svartleitt (mynd 2). Daginn eftir greind- ust gram-jákvæðar staflaga bakteríur í blóðræktun. Hver er sjúkdómsgreiningin? Mynd 2. Blóðprufa sjúklings (lengst til vinstri) tekin á gjörgæsludeild á öðrum degi. Hún sýnir svartleitt sermi vegna gríðarmikillar rauökornasundrunar. í miðjunni sést eðlileg blóðprufa með gulu sermi efst. Lengst til hægri en blóðprufa með vægri rauðkornasundrun. LÆKNAblaðið 2012/98 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.