Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 3
Á myndinni erufrá vinstri hjúkrimarfræðingarnir Ester Þorvaldsdóttir Heilbrigðisstofnun Suðausttirlands Hornafirði, Kristín Hulda Óskarsdóttir Landspítala og Halla Sigurðardóttir á heilbrigðisstofnuninni á Höfn. Ráðstefna um gifslagningu „Þetta er í fjórða sinn á 12 árum sem við efnum til ráðstefnu um gifs og gifslagningu," sagði Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á bráðadeild Landspítala í Fossvogi en föstudaginn 23. nóvember var þar samankom- inn einbeittur 24 manna hópur hjúkrunarfræðinga og lækna víðsvegar að af landinu til að auka færni sína í gifslagningu. „Það er mikill áhugi fyrir þessu og við erum að skoða hvort við getum farið út á land og haldið slíkar ráðstefnur á völdum stöðum. Það er mikilvægt að koma þeirri þekkingu og reynslu sem hér er til út á meðal sem flestra." Þrátt fyrir þróun í efnum og áhöldum segir Brynjólfur grundvallaratriðin við gifslagningu ávallt þau sömu. „Á að gifsa eða ekki er ávallt fyrsta spurningin. Hvers konar gifs á að nota? Gifsið þarf að halda skaðanum í réttum skorðum og minnka sársauka. Það á að halda sem mestri hreyfigetu útlimsins svo sjúk- lingurinn geti notað hann sem mest. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota tímann með sjúklingnum til að fræða hann svo hann sé sáttur og upplýstur um meðferðina þegar hann fer frá okkur." Að sögn Elísabetar Benedikz yfirlæknis á bráðadeild er tíðni beinbrota nokkuð jöfn árið um kring en ástæður brotanna eru þó mismunandi eftir árstíðum. Hálkubrot eru algengust á veturna en á sumrin bein- brotnar fólk mest í íþróttum og útivist. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Hugsteypan (2008) er samstarfsverkefni tveggja lista- kvenna, Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur (f. 1976) og Þórdísar Jóhannesdóttur (f. 1979). Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla (slands árið 2007 en hafa að auki aðra menntun að baki og sameina þær ólíkan bakgrunn sinn og áherslur í verkum Hugsteypunnar. í samstarfinu nálgast þær viðfangsefni sín gjarnan út frá forsendum rannsóknar og skoða hvernig upplýsingartaka breyting- um eftir því samhengi sem þær eru sett- ar fram i, hvort heldur vísindalegu eða listrænu. Verkaröð þeirra, Sviðsett mál- verk (2012), ber með sér leik á mörkum listmiðla þar sem málverk og Ijósmyndun mætast. Á vinnustofu sinni hafa þær gert margs konar tilraunir með lit og málun, málað ólík yfirborð, veggi og gólf, notað pensil, rúllu eða hellt litnum og slett. Allt er ferlið skrásett með myndavél og síðan hafa þær valið úr Ijósmyndir sem standa sem verk einar og sér. Við fáum því að sjá valin augnablik úr sköpunarferlinu, en niðurstaðan er ekki sú sem venju samkvæmt er að vænta - því við fáum ekki að sjá málverkin sjálf. Verkin eru annars vegar í eðli sínu Ijósmyndir, þótt Hugsteypan kalli þau málverk. Fyrir- myndir Ijósmyndanna eru hins vegar málverk, þótt þau séu ekki til sem slík. Verkin spyrja ýmist hver merkingar- munur þessara tveggja miðla sé, eða halda því fram að sá munur sé ekki fyrir hendi. Heiti verkaraðarinnar, Sviðsett málverk, undirstrikar loks að ekki er allt sem sýnist og vísar í þriðja listformið, leik- list. Þar er jafnframt dreginn fram eigin- leiki sem alla jafna er skýrt afmarkaður í málverki og Ijósmynd og greinir formin algjörlega að, en það ertíminn. Ljósmynd verðurtil á augabragði en málverk er drjúga stund i bígerð þótt upplifun hvors tveggja frá sjónarhóli áhorfenda kunni að vera sambærileg. Hugsteypan setur verkin í samhengi við leikhús og stingur upp á því að þau búi í raun yfir vídd sem afmörkuð frásögn eða atburðarás í tíma. Sjónum er beint að ferii listsköpunarinnar og þvi augnabliki sem ákvarðar að verk sé tilbúið. Ferlið frá hugmynd yfir í útfærslu, framsetningu og þaðan yfir í upplifun er sett fram sem ein samhangandi saga. Ef til vill er sú saga einmitt sett á svið í þessum verkum Hug- steypunnar. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL ww w. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknabladið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né f heild, én leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 631
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.