Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 49
UMFJÖLLUN O G GREINAR Rafræn skilríki - lykill að lausnum Embættis landlæknis Lilja Sigrún Jónsdóttir, Ingi Steinar Ingason verkefnisstjórar heilbrigöis- upplýsingasviði Embættis landlæknis ingist@landlaeknir.is Hjá Embætti landlæknis er nú unnið að fjölmörgum nýjum rafrænum lausnum handa læknum og öðrum heilbrigðis- starfsmönnum til einföldunar og þæginda í starfi. I mars 2012 fluttist umsjón með þróun rafrænnar sjúkraskrár til emb- ættisins. Með lagasetningu í vor fékkst heimild til að opna beinan aðgang lækna að upp- lýsingum um lyfjanotkun einstaklinga. Mörg ný verk- efni hafa verið undirbúin til úrlausnar rafrænt og því leitar Embætti landlæknis nú til lækna eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í prófunarteymi á nýjum lausnum þess. Rafræn skilríki verða lykillinn til notkunar á þessum lausnum og verður þeim dreift til allra lækna. Umsóknarferli vegna þeirra mun hefjast á næstu vikum og verða þau afhent ýmist í gegnum banka, á Læknadögum 2013 eða með vinnustaðaheimsóknum á stærstu vinnustaði. Áhuga- samir læknar eru hvattir til að fylgjast með því þegar opnast fyrir umsóknir. Áformað er að læknar geti skoðað lyfjasögu sjúklinga sinna síðustu þrjú ár rafrænt. Upplýsingar um útgefna rafræna lyfseðla og afgreidda lyfseðla munu fléttast saman til að gefa yfirlit yfir lyfja- Embætti landlæknis söguna. Læknar munu þá geta séð hvort rafrænir lyfseðlar hafa verið afgreiddir, þar með taldir fjölnota seðlar, og hægt verður að ógilda seðla sem ekki falla að núverandi lyfjagjöf sjúklingsins. Unnið er að því að hægt verði að senda undanþágulyfseðla gegnurn lyfseðlagátt eins og aðra rafræna lyfseðla með tengingu við Lyfjastofnun til samþykktar. Þeir sem ekki hafa aðstöðu til að gefa út rafræna lyfseðla munu geta fyllt þá út á vef embættisins. Embættið er að ljúka vinnu við rafrænt umhverfi fyrir dán- arvottorð. Læknar munu geta fyllt út rafræn dánarvottorð í gegnum vefinn og sjúkraskrár- kerfi sín sem skila sér beint inn í dánarmeinaskrá. Ætlunin er að nota rafræn skilríki til að tryggja öryggi og fyrir rafrænar undirskriftir. Einnig er unnið að nýjum rafrænum ökuleyfisvottorðum í samræmi við EB-tilskipun með sömu að- ferðafræði. Landlæknir vinnur að nýrri starfsleyfaskrá þar sem þeir sem þurfa að sækja um starfsleyfi munu geta fyllt út umsóknir á vefnum og síðan fylgst með stöðu og af- greiðslu umsóknar sinnar. Einnig er unnið að nýrri skrá fyrir rekstraraðila í heilbrigðis- kerfinu. Þar er gert ráð fyrir að þeir sem hyggjast hefja rekstur á leyfisskyldum rekstri, lækna- stofum, sjúkraþjálfunarstofum og þessháttar, geti sótt um slík rekstrarleyfi á vefnum og síðan viðhaldið áfram upplýsingum um sinn rekstur á sama hátt. Unnið er að því að opna rafrænan aðgang heilbrigðis- starfsfólks að aðgangsstýrðum vefsíðum hjá landlækni. Þar munu notendur geta sótt sér aðgang að skýrslum embættis- ins, miðlægri veitu heilbrigðis- upplýsinga sem byggir á heil- brigðisskrám landlæknis. Þar munu fagaðilar geta séð sín gögn, til dæmis starfsemisupp- lýsingar og borið þau saman við gögn sambærilegra fagaðila eða stofnana. Embætti landlæknis leitar að sjálfboðaliðum úr röðum lækna. Settur verður saman hópur 30-50 lækna til að prófa og þróa verkefnin áfram. Áhugasamir sendi tölvupóst til Inga Steinars Ingasonar með upplýsingum um sérgrein og vinnustað. Gert er ráð fyrir að almenn notkun geti hefjist í lok janúar 2013. Vestre Viken HF har rundt 9 500 ansatte. Vi girgod og trygg behandling til 450 000 mennesker i 26 kommuner. OVERLEGE Gynekologi og f0dselshjelp, Kongsberg sykehus Referansenr. 1617050470 Sóknadsfrist: 26. desember 2012 Vi har ledig et 100% vikariat for overlege fra og med 01.01.2013 til og med 31.10.2013. Stillingen gár i 4-delt vakt. Spker má beherske skandinavisk sprák og ha relevant erfaring fra sykehus. Vi tilbyr et godt arbeidsmiljp med fokus pá fagutvikling. Lpnn og arbeidsbetingelser iht. gjeldende overenskomst. 2% pensjonstrekk. Nærmere informasjon om stillingen fás ved henvendelse til Elisabeth Furseth, avdelingssjef, tlf. 458 83 553. Elektronisk soknadsskjema og fullstendig utlysningstekst finner du pá váre nettsider www.vestreviken.no • !• VESTRE VIKEN LÆKNAblaðið 2012/98 677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.