Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 13
RANNSÓKN miðað við 5% líkindi. Tölfræðiforritið SAS/STAT®1, útgáfa 9.2 var notað við útreikninga á rannsóknargögnum. Leyfi Persónuverndar og Vísindasiðanefndar (VSN: 00-063) iiggja fyrir. Niðurstöður í lýðgrunduðu þýði 17.811 karla og kvenna (meðalaldur 53 ár, ald- ursbil 33-81), sem tóku þátt í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, hafði rúmlega þriðjungur búið á höfuðborgarsvæðinu frá fæðingu. Rétt undir þriðjungi bjó í sveit og þriðjungur við sjávarsíðuna, að meðaltali í um 20 ár áður en flutt var til Reykjavíkur og nágrennis. Algengi sykursýki 2, ákvarðað með hliðsjón af búsetu fyrstu 20 ár ævinnar, er sýnt í töflu I. Af körlum sem ólust upp í sveit voru 3% með sykursýki 2 við komu í Reykjavíkurrannsóknina miðað við 5% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu frá fæðingu. Meðal kvenna sem ólust upp í sveit var algengið 2,8% miðað við 3,4% þeirra sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Hlutfallsleg áhætta (RR) á að fá sykursýki 2 var 43% lægri (RR 0,57; 95% CI 0,43-0,77) í körlum og 26% lægri (RR 0,74; 95% CI 0,56-0,99) í konum sem ólust upp í sveit miðað við búsetu í Reykjavík frá fæðingu, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, þríglýseríðum, líkamsþyngdarstuðli og slagbilsþrýstingi, sjá töflu II. Áhættumunurinn var marktækt meiri hjá körlum en konum (p=0,0008). Viðbótarleiðréttingar vegna reykinga, menntunar, hreyfingar í frístundum og aðkomu í rannsóknina á mismunandi tíma höfðu lítil áhrif á áhættuna. Þegar skoðuð er hlutfallsleg áhætta miðað við búsetu í sjávarþorpi fyrstu 20 ár ævinnar og í Reykjavík frá fæðingu, er ekki tölfræði- lega marktækur munur á áhættu meðal karla. Meðal kvenna sem bjuggu í sjávarþorpi er áhættan svipuð og hjá þeim sem bjuggu í sveit, og reyndist 23% lægri en meðal jafnaldra þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu frá fæðingu, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, þríglyseríðum, líkamsþyngdarstuðli og slagbilsþrýst- ingi, eins og sjá má í töflu II. Þessi munur er þó ekki tölfræðilega marktækur (p=0,059). Til að kanna hvort þessi munur á algengi héldist með hækkandi aldri, var búsetuhópunum skipt í þrjú aldursbil, í <55 ára, 55-64 Tafla III. Grunnmælingar við komu í Reykjavíkurrannsóknina (1967-1991) samkvæmt búsetu ísveit, ísjávarþorpi eða borg (Reykjavlk) fyrstu 20 árævinnar. Karlar Konur Breytur Sveit Sjávarþorp Borg Sveit Sjávarþorp Borg Fjöldi 2487 2972 3140 2708 3168 3336 Aldur I árum (±) 53,6 (8,7) 52,3 (8,6)*** 51,3 (8,3)*** 54,2 (9,2) 53,5 (8,9)* 52,4 (8,9)*** Kólesteról, mmol/L (±) 6,36 (1,07) 6,43 (1,07)* 6,35 (1,07) 6,65 (1,22) 6,69 (1,26)* 6,51 (1,21)" Þríglýseríð, mmol/L, miðgildi (IQR) 1,03 (0,65) 1,09 (0,67)*** 1,14 (0,71)*** 0,90 (0,51) 0,92 (0,54)*** 0,93 (0,56)*" Glúkósi, mmol/L (±) 5,36 (0,85) 5,40 (0,87)* 5,46 (0,94)*** 5,12 (0,78) 5,18(0,83)" 5,18 (0,89)*** BMI, kg/m2 (±) 25,6 (3,3) 25,7 (3,4) 26,0 (3,6)*** 25,0 (4,3) 25,2 (4,3) 25,1 (4,3)* Slagbilsþrýstingur, mm Hg (±) 140,2 (19,2) 139,6 (18,7) 140,9 (19,5)*** 137,3(20,8) 138,2 (20,9)* 136,6 (20,2) Hlébilsþrýstingur, mm Hg (±) 88,1 (10,3) 87,9 (10,1) 88,6 (10,8)* 84,0 (10,2) 84,3 (10,3) 84,0 (10,1) Algengi kransæðasjúkdómat % 2,9 3,1 2,6 0,5 0,9* 0,8* Reykingar við komu % 49,6 56,7*** 59,3*** 38,5 38,0 44,1*** Framhaldsmenntun % 23,7 20,2*** 21,8* 8,1 6,3** 10,8*** Þátttaka í íþróttum 20-29 ára % 17,0 15,3 21,3*** 7,7 7,6 10,7*** Hreyfing í frístundum við komu % 11,9 10,0* 13,8* 10,0 11,4 14,4*** Tölfræðileg marktækni: -p<0,05; "p<0,01; *" p<0,001 fyrir aldursaðlagaðan samanburð, búseta i sveit notað sem viðmið. BMMÍkamsþyngdarstuðull. TAlgengi samkvæmt sögu um kransæðastíflu (Ml), blásningu (PCI) og hjáveituaðgerðir (CABG) í sjúkraskrám. Tafla II. Hlutfallsleg áhætta á að fá sykursýki 2 (a) eftir búsetu í sveit fyrstu 20 æviárin miðað við búsetu í Reykjavík og nágrenni frá fæðingu, (b) eftir búsetu í sjávarþorpi fyrstu 20 æviárin miðað við búsetu í Reykjavík og nágrenni frá fæðingu. 95% vikmörk eru sýnd ásamt áhættuminnkun í % og p-gildi. 95% vikmörk Áhættuminnkun Líkan RR Neðri Efri % p-gildi Karlar (a) 1 0,52 0,39 0,69 48 <0,0001 Sveit/Reykjavík 2 0,57 0,43 0,77 43 0,0002 3 0,56 0,42 0,76 44 0,0001 4 0,57 0,43 0,77 43 0,0002 Karlar (b) 1 0,87 0,68 1,09 13 0,2138 Sjávarþorp/ Reykjavík 2 0,91 0,72 1,16 9 0,4497 3 0,91 0,72 1,16 9 0,4415 4 0.91 0.71 1,15 9 0,4289 Konur (a) 1 0,70 0,52 0,93 30 0,0154 Sveit/Reykjavík 2 0,74 0,56 0,99 26 0,0435 3 0,75 0,56 1,00 25 0,0555 4 0,76 0,57 1,02 24 0,0710 Konur (b) 1 0,78 0,59 1,02 22 0,0765 Sjávarþorp/ Reykjavík 2 0,77 0,59 1,01 23 0,0594 3 0,78 0,59 1,03 22 0,0760 4 0,78 0,60 1,03 22 0,0782 Líkanl: Aðlagað fyrir aldri. Líkan 2: Aðlagað fyrir aldri, BMI, slagbilsþrýstingi og þríglýseríðum í sermi. Líkan 3: Aðlagað til viðbótar fyrir reykingum, menntun og hreyfingu í frístundum. Líkan 4: Aðlagað til viðbótar fyrir áfanga rannsóknar. ára og >64 ára, og algengið ákvarðað eins og sýnt er á mynd 1 og í töflu I. Algengi sykursýki 2 meðal karla sem ólust upp við sjávar- síðuna og í Reykjavík er nánast það sama í hópunum eldri en 55 ára og er næstum tvisvar sinnum hærra en meðal karla sem ólust upp í sveit. í aldurshópunum eldri en 55 ára var algengi sykursýki 2 meðal kvenna sem ólust upp í sveit og við sjávarsíðuna svipað og töluvert lægra en meðal kvenna sem ólust upp í Reykjavík. Grunnmælingar sem gerðar voru við komu í rannsóknina eru sýndar í töflu III. Meðalaldur var 53 ár, en karlar og konur sem LÆKNAblaðið 2012/98 641
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.