Læknablaðið - 15.12.2012, Page 13
RANNSÓKN
miðað við 5% líkindi. Tölfræðiforritið SAS/STAT®1, útgáfa 9.2 var
notað við útreikninga á rannsóknargögnum.
Leyfi Persónuverndar og Vísindasiðanefndar (VSN: 00-063)
iiggja fyrir.
Niðurstöður
í lýðgrunduðu þýði 17.811 karla og kvenna (meðalaldur 53 ár, ald-
ursbil 33-81), sem tóku þátt í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar,
hafði rúmlega þriðjungur búið á höfuðborgarsvæðinu frá fæðingu.
Rétt undir þriðjungi bjó í sveit og þriðjungur við sjávarsíðuna, að
meðaltali í um 20 ár áður en flutt var til Reykjavíkur og nágrennis.
Algengi sykursýki 2, ákvarðað með hliðsjón af búsetu fyrstu 20 ár
ævinnar, er sýnt í töflu I. Af körlum sem ólust upp í sveit voru 3%
með sykursýki 2 við komu í Reykjavíkurrannsóknina miðað við
5% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu frá fæðingu. Meðal
kvenna sem ólust upp í sveit var algengið 2,8% miðað við 3,4%
þeirra sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Hlutfallsleg áhætta
(RR) á að fá sykursýki 2 var 43% lægri (RR 0,57; 95% CI 0,43-0,77)
í körlum og 26% lægri (RR 0,74; 95% CI 0,56-0,99) í konum sem
ólust upp í sveit miðað við búsetu í Reykjavík frá fæðingu, eftir að
leiðrétt hafði verið fyrir aldri, þríglýseríðum, líkamsþyngdarstuðli
og slagbilsþrýstingi, sjá töflu II. Áhættumunurinn var marktækt
meiri hjá körlum en konum (p=0,0008). Viðbótarleiðréttingar
vegna reykinga, menntunar, hreyfingar í frístundum og aðkomu
í rannsóknina á mismunandi tíma höfðu lítil áhrif á áhættuna.
Þegar skoðuð er hlutfallsleg áhætta miðað við búsetu í sjávarþorpi
fyrstu 20 ár ævinnar og í Reykjavík frá fæðingu, er ekki tölfræði-
lega marktækur munur á áhættu meðal karla. Meðal kvenna sem
bjuggu í sjávarþorpi er áhættan svipuð og hjá þeim sem bjuggu í
sveit, og reyndist 23% lægri en meðal jafnaldra þeirra sem bjuggu
á höfuðborgarsvæðinu frá fæðingu, eftir að leiðrétt hafði verið
fyrir aldri, þríglyseríðum, líkamsþyngdarstuðli og slagbilsþrýst-
ingi, eins og sjá má í töflu II. Þessi munur er þó ekki tölfræðilega
marktækur (p=0,059).
Til að kanna hvort þessi munur á algengi héldist með hækkandi
aldri, var búsetuhópunum skipt í þrjú aldursbil, í <55 ára, 55-64
Tafla III. Grunnmælingar við komu í Reykjavíkurrannsóknina (1967-1991) samkvæmt búsetu ísveit, ísjávarþorpi eða borg (Reykjavlk) fyrstu 20 árævinnar.
Karlar Konur
Breytur Sveit Sjávarþorp Borg Sveit Sjávarþorp Borg
Fjöldi 2487 2972 3140 2708 3168 3336
Aldur I árum (±) 53,6 (8,7) 52,3 (8,6)*** 51,3 (8,3)*** 54,2 (9,2) 53,5 (8,9)* 52,4 (8,9)***
Kólesteról, mmol/L (±) 6,36 (1,07) 6,43 (1,07)* 6,35 (1,07) 6,65 (1,22) 6,69 (1,26)* 6,51 (1,21)"
Þríglýseríð, mmol/L, miðgildi (IQR) 1,03 (0,65) 1,09 (0,67)*** 1,14 (0,71)*** 0,90 (0,51) 0,92 (0,54)*** 0,93 (0,56)*"
Glúkósi, mmol/L (±) 5,36 (0,85) 5,40 (0,87)* 5,46 (0,94)*** 5,12 (0,78) 5,18(0,83)" 5,18 (0,89)***
BMI, kg/m2 (±) 25,6 (3,3) 25,7 (3,4) 26,0 (3,6)*** 25,0 (4,3) 25,2 (4,3) 25,1 (4,3)*
Slagbilsþrýstingur, mm Hg (±) 140,2 (19,2) 139,6 (18,7) 140,9 (19,5)*** 137,3(20,8) 138,2 (20,9)* 136,6 (20,2)
Hlébilsþrýstingur, mm Hg (±) 88,1 (10,3) 87,9 (10,1) 88,6 (10,8)* 84,0 (10,2) 84,3 (10,3) 84,0 (10,1)
Algengi kransæðasjúkdómat % 2,9 3,1 2,6 0,5 0,9* 0,8*
Reykingar við komu % 49,6 56,7*** 59,3*** 38,5 38,0 44,1***
Framhaldsmenntun % 23,7 20,2*** 21,8* 8,1 6,3** 10,8***
Þátttaka í íþróttum 20-29 ára % 17,0 15,3 21,3*** 7,7 7,6 10,7***
Hreyfing í frístundum við komu % 11,9 10,0* 13,8* 10,0 11,4 14,4***
Tölfræðileg marktækni: -p<0,05; "p<0,01; *" p<0,001 fyrir aldursaðlagaðan samanburð, búseta i sveit notað sem viðmið. BMMÍkamsþyngdarstuðull.
TAlgengi samkvæmt sögu um kransæðastíflu (Ml), blásningu (PCI) og hjáveituaðgerðir (CABG) í sjúkraskrám.
Tafla II. Hlutfallsleg áhætta á að fá sykursýki 2 (a) eftir búsetu í sveit fyrstu 20
æviárin miðað við búsetu í Reykjavík og nágrenni frá fæðingu, (b) eftir búsetu
í sjávarþorpi fyrstu 20 æviárin miðað við búsetu í Reykjavík og nágrenni frá
fæðingu. 95% vikmörk eru sýnd ásamt áhættuminnkun í % og p-gildi.
95% vikmörk Áhættuminnkun
Líkan RR Neðri Efri % p-gildi
Karlar (a) 1 0,52 0,39 0,69 48 <0,0001
Sveit/Reykjavík 2 0,57 0,43 0,77 43 0,0002
3 0,56 0,42 0,76 44 0,0001
4 0,57 0,43 0,77 43 0,0002
Karlar (b) 1 0,87 0,68 1,09 13 0,2138
Sjávarþorp/ Reykjavík 2 0,91 0,72 1,16 9 0,4497
3 0,91 0,72 1,16 9 0,4415
4 0.91 0.71 1,15 9 0,4289
Konur (a) 1 0,70 0,52 0,93 30 0,0154
Sveit/Reykjavík 2 0,74 0,56 0,99 26 0,0435
3 0,75 0,56 1,00 25 0,0555
4 0,76 0,57 1,02 24 0,0710
Konur (b) 1 0,78 0,59 1,02 22 0,0765
Sjávarþorp/ Reykjavík 2 0,77 0,59 1,01 23 0,0594
3 0,78 0,59 1,03 22 0,0760
4 0,78 0,60 1,03 22 0,0782
Líkanl: Aðlagað fyrir aldri.
Líkan 2: Aðlagað fyrir aldri, BMI, slagbilsþrýstingi og þríglýseríðum í sermi.
Líkan 3: Aðlagað til viðbótar fyrir reykingum, menntun og hreyfingu í frístundum.
Líkan 4: Aðlagað til viðbótar fyrir áfanga rannsóknar.
ára og >64 ára, og algengið ákvarðað eins og sýnt er á mynd 1 og í
töflu I. Algengi sykursýki 2 meðal karla sem ólust upp við sjávar-
síðuna og í Reykjavík er nánast það sama í hópunum eldri en 55
ára og er næstum tvisvar sinnum hærra en meðal karla sem ólust
upp í sveit. í aldurshópunum eldri en 55 ára var algengi sykursýki
2 meðal kvenna sem ólust upp í sveit og við sjávarsíðuna svipað og
töluvert lægra en meðal kvenna sem ólust upp í Reykjavík.
Grunnmælingar sem gerðar voru við komu í rannsóknina eru
sýndar í töflu III. Meðalaldur var 53 ár, en karlar og konur sem
LÆKNAblaðið 2012/98 641