Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 39
UMFJOLLUN O G GREINAR
„Til þess að skilja á milli læknis-
fræðilegra orsaka og lögfræðilegra
þarf maður eiginlega að Itafa þekk-
ingu á hvoru Iveggja," segir Ragnar
jónsson bæklunarskurðlæknir og
lögfræðingur.
nægilega vel í einhverjum tilfellum vera
sú að þeir hafa ekki kynnt sér lög og
reglur um sjúklingatrygginguna nægilega
vel. Það væri heppilegt að fjalla um þetta
nánar með málþingi á Læknadögum."
Hann bætir því við að læknar þurfi
að kynna sér sjúklingatrygginguna og
lög og reglur um hana þar sem skortur
á upplýsingum til sjúklinga geti skapað
lækninum aukna skaðabótaskyldu. „Það
þarf að kynna þetta betur fyrir læknum
og öðrum heilbrigðisstéttum sem eru með
einkarekstur á heilbrigðissviði."
Af skurðstofunni i möppurnar
Ragnar lýsir daglegum störfum sínum
þannig að þau séu í meginatriðum tví-
þætt. „Ég er með stofu í Orkuhúsinu og
tek þar á móti sjúklingum. Ég er hættur að
skera en það er af öðrum ástæðum. Síðan
sinni ég skýrslugerð og slysamati fyrir
ýmsa aðila. Ég hef einnig verið ráðgefandi
læknir fyrir Vátryggingafélag íslands
síðan 1993 og hef sinnt ráðgjöf og mati
fyrir Embætti landlæknis, ríkislögmann
og ýmsa lögmenn er leita til mín vegna
einstakra mála. Eðli málsins samkvæmt
fer eftirspurnin eftir minni þjónustu eftir
því hver situr við borðið á hverjum stað
hverju sinni."
Þegar mál kemur inn á borð til Ragnars
þar sem meint óhapp eða mistök hafa átt
sér stað fer ákveðið ferli í gang.
„Yfirleitt er um óhapp að ræða en ekki
mistök. Það er mjög sjaldan sem mistök
hafa beinlínis átt sér stað, heldur er oftar
keðja tilviljana sem veldur því að eitthvað
fer úrskeiðis og þá er um óhapp að ræða
sem enginn á beinlínis sök á en sjúkling-
urinn getur engu að síður verið tryggður
fyrir slíku. Matið er byggt á þeim gögnum
sem liggja fyrir, svo sem sjúkraskrá við-
komandi sjúklings en síðan er farið í að
meta afleiðingarnar fyrir sjúklinginn.
Hversu mikill miski eða örorka er afleið-
ing atburðarins og þá er mikilvægt að
greina á milli hvað eru afleiðingar áverk-
ans/sjúkdómsins eða slyssins sjálfs og
síðan þeirra meintu mistaka eða óhappa
sem urðu til dæmis við aðgerð vegna þess.
Þetta er oft ansi flókið og álitaefnin mörg.
Hvað lögfræðina varðar er oftar um að
ræða sönnun á orsakatengslum þar sem
sanna þarf eða hrekja að það sem hrjáir
einstaklinginn sé afleiðing slyss, mis-
taka eða óhapps. Til þess að skilja á milli
læknisfræðilegra orsaka og lögfræðilegra
þarf maður eiginlega að hafa þekkingu á
hvoru tveggja."
Aðspurður um hvort skrefið frá bækl-
unarskurðlækningum yfir í læknisfræði-
legar og lögfræðilegar skýrslugerðir sé
ekki nokkuð stórt, svarar Ragnar og brosir:
„Úr hetjukírúrg í möppudýr? Jú eflaust
er stórt skref þar á milli en það á sér auð-
vitað langan aðdraganda. Mín sérgrein
er hryggjarskurðlækningar og ég starfaði
við það á Borgarspítalanum þar til sjúkra-
húsin voru sameinuð. Þá hætti ég þar
og var eingöngu með einkarekstur hér í
Orkuhúsinu og sinnti aðgerðum í nokkur
ár. Þá fannst mér það orðið ágætt og líkar
vel að flétta læknisfræðina og lögfræðina
saman með þessum hætti."
LÆKNAblaðið 2012/98 667