Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 30
Y F I R L I T
til í töflu- og mixtúruformi eða atosil til inndælingar. Hámarks-
verkun, sem er sambærileg við verkun skópólamíns, fæst eftir tvær
klukkustundir og varir í um 6 tíma. Þessi lyf hafa töluvert slævandi
áhrif og gagnast lítt þeim er sinna þurfa vinnu í hreyfiríku um-
hverfi. Af mörgum aukaverkunum er munnþurrkur algengastur.52
Adrenvirk lyf
Dextro-amfetamín hefur verið notað eitt og sér eða í blöndu með
skópólamíni við hreyfiveiki og í báðum lyfjaformum gagnast vel.
Eitt og sér tefur lyfið að einkenni hreyfiveiki komi fram, en í sam-
verkun við skópólamín dregur dextro-amfetamín einnig úr sljóvg-
andi aukaverkunum skópólamíns. Þetta lyf er ekki á skrá á íslandi.
Ótal önnur lyf og efni hafa verið reynd með misjöfnum og alls
ekki sönnuðum árangri til að draga úr einkennum hreyfiveiki.
Meðal þessara lyfja og efna eru ópíum, kókaín, striknín, kínín,
nitur, oxíð, amylnítrít, nítróglýcerin, að ótöldu kaffi, tei og brenni-
víni. Til gamans má nefna að jafnvel blásýra hefur verið reynd en
auðvitað með engum árangri.
Önnur meðferð
Kínverjar hafa lengi stundað nálastungur (ncupunture) til að draga
úr einkennum frá meltingarvegi, eins og ógleði og uppköstum.
Þekkt er að stungur í svokallaðan P6-punkt (neiguan) á innanverð-
um úlnliðnum milli sina lófalangs og sveifarlægs úlnliðsbeygis,
geti dregið úr þessum meltingareinkennum og jafnvel dregið úr
ógleði er tengist þungun. Því hafa nálastungur og þrýstinudd
(acupressure) verið reyndar til að draga úr ógleði og uppköstum
tengdum sjóveiki. Rannsóknir sýna að þrýstinudd á P6-punktinn
getur dregið úr ógleði er tengist hringsnúningi á sjónsviðinu53 og
ógleði er tengist sjóveiki.54 Úlnliðsbönd eða sjóveikiarmbönd hafa
reynst gagnslaus í rannsóknum55 við raunverulegar aðstæður við
að draga úr ógleði og uppköstum meðal þeirra sem útsettir eru
fyrir hreyfiríku umhverfi.
Það eru til mörg önnur ósönnuð meðferðarúrræði sem hafa
verið kynnt til að draga úr eða koma í veg fyrir óþægileg einkenni
hreyfiveiki. Meðal þeirra eru ýmis jurtaseyði, svo sem úr engi-
ferrót, eða hómópataremedíur eins og Kreosotum sem prófaðar
hafa verið. Engiferrótin hefur sérstaklega verið prófuð, en notkun
hennar í fyrirbyggjandi tilgangi hefur reynst draga úr einkennum
sjóveiki,56 þó svo aðrar rannsóknir hafi sýnt hið gagnstæða.57
A síðari árum hefur meðferð hreyfiveiki beinst í þá átt að reyna
lífvirkniþjálfun (biofeedback training) en þekkt er að með því er
hægt að hafa áhrif á ýmsa ósjálfráða þætti líkamsstarfseminnar.58
Mælanlegir starfrænir þættir, eins og hjartsláttur, blóðþrýstingur
og húðleiðni, eru þá lagðir til grundvallar lífvirkniþjálfuninni.
Ekki hefur verið sýnt fram á öruggt samband þessara mælanlegu
þátta og einkenna hreyfiveiki59 og þar með er óljóst hvernig haga
á þjálfuninni til að draga úr hreyfiveiki. Einnig hefur verið sýnt
fram á að það er mikill breytileiki milli einstaklinga við svörun
þeirra við lífvirkniþjálfun og að það er munur hvað varðar þjáifun
eða meðferð í rannsóknarstofu þar sem áreiti er staðlað, saman-
borið við þjálfun eða meðferð við náttúrulegar kringumstæður þar
sem samhæfingar við önnur verkefni er krafist.34'6061 Það virðist
sem lífvirkniþjálfun og atferlisþjálfun geti haft áhrif á starfræna
og hugræna svörun einstaklinga við kröftugu, hreyfiríku áreiti, en
ekki hefur verið sýnt fram á ákveðið samband einkenna og hreyfi-
gerðar.
Lokaorð
Ljóst er að svo lengi sem maðurinn ferðast í hreyfiríku umhverfi
eða dvelur þar í lengri eða skemmri tíma munu einkenni hreyfi-
veiki hellast yfir hann, fyrr eða síðar. Mikilvægt er að þekkja þessi
einkenni og vita hvernig megi bregðast við þeim, enda er það
grundvöllurinn að vellíðan viðkomandi og starfshæfni meðan á
stendur, og eykur öryggi viðkomandi og samferðamanna.
Þakkir
Sérstakar þakkir til starfsfólks Slysavarnaskóla sjómanna í Sæ-
björgu og þeirra sjómanna er þátt tóku í könnun á sjóveiki. Einnig
fá Erlingur Hugi Kristvinsson háls-, nef- og eyrnalæknir og Einar
]ón Einarsson heyrnarfræðingur sérstakar þakkir.
Heimildir
1. Laertius D. The Lives and Opinions of Eminent Philo-
sophers. Henry G. Bohn, York Street, Covent Garden,
London 1853.
2. Irwin JA. The pathology of sea-sickness. Lancet 1881; 118:
907-9.
3. Lackner JR, Dizio P. Space motion sickness. Exp Brain Res
2006; 175: 377-99.
4. Chang CH, Pan WW, Tseng LY, Stoffregen TA. Postural
activity and motion sickness during video game play in
children and adults. Exp Brain Res 2012; 217: 299-309.
5. Kennedy RS, Berbaum KS, Lilienthal MG. Disorientation
and postural ataxia following flight simulation. Aviat
Space Environ Med 1997; 68:13-7.
6. Reason JT, Brand JJ. Motion sickness. Academic Press,
London, New York, San Francisco 1975.
7. Lentz JM, Collins WE. Motion sickness susceptibility and
related behavioral characteristics in men and women.
Aviat Space Environ Med 1977; 48: 316-22.
8. Golding JF. Motion sickness susceptibility. Auton Neurosci
2006; 129: 67-76.
9. Abe K, Oda N, Hatta H. Behavioural genetics of early
childhood: fears, restlessness, motion sickness and enure-
sis. Acta Genet Med Gemellol (Roma) 1984; 33: 303-6.
10. Reavley CM, Golding JF, Cherkas LF, Spector TD,
MacGregor AJ. Genetic influences on motion sickness
susceptibility in adult women: a classical twin study. Aviat
Space Environ Med 2006; 77:1148-52.
11. Cheung BS, Money KE. The influence of age on suscepti-
bility to motion sickness in monkeys. J Vestib Res 1992; 2:
247-55.
12. Dobie T, McBride D, Dobie T Jr, May J. The effects of age
and sex on susceptibility to motion sickness. Aviat Space
Environ Med.2001; 72:13-20.
13. Cooper C, Dunbar N, Mira M. Sex and seasickness on the
Coral Sea. Uncet 1997; 350: 892.
14. Michaelsen PM, Fugelli P. [Seasickness at Rost]. Tidssk
Nor Laegeforen 1987; 107: 2022-5.
15. Jokerst MD, Gatto M, Fazio R, Gianaros PJ, Stem RM,
Koch KL. Effects of gender of subjects and experimenter
on susceptibility to motion sickness. Aviat Space Environ
Med 1999; 70:962-5.
16. Park AH, Hu S. Gender differences in motion sickness
history and susceptibility to optokinetic rotation-induced
motion sickness. Aviat Space Environ Med 1999; 70:1077-
80.
17. Cheung B, Hofer K. Lack of gender difference in motion
sickness induced by vestibular Coriolis cross-coupling. J
Vestib Res 2002; 12:191-200.
18. Jennings RT, Davis JR, Santy PA. Comparison of aerobic
fitness and space motion sickness during the shuttle
program. Aviat Space Environ Mcd 1988; 59:448-51.
19. Graybiel A. Structural elements in the concept of motion
sickness. Aerosp Med 1969; 40: 351-67.
20. Waespe W, Henn V. Neuronal activity in the vestibular
nuclei of the alert monkey during vestibular and optok-
inetic stimulation. Exp Brain Res 1977; 27:523-38.
21. Smith PF, Darlington CL, Zheng Y. Move it or lose it—is
stimulation of the vestibular system necessary for normal
spatial memory? Hippocampus 2010; 20: 36-43.
22. Baloh RW, Kerber K. Clinical neurophysiology of the
vestibular system. 4 ed: Oxford University Press, Banda-
ríkjunum 2010.
23. Yates BJ, Millcr AD. Vestibular autonomic regulation. CRC
Press Inc,1996.
24. Kolasinski EM, Gilson RD. Ataxia following exposure to
a virtual environment. Aviat Space Environ Med 1999; 70:
264-9.
658 LÆKNAblaðið 2012/98