Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 20
SJUKRATILFELLI Mynd 3. Hjartalínurit sólarliring eftir aö einkenni hófusl. Greinilegar ST-hækkanir og Q-lakkar erti sjiíanlegir í leiöslum V1-V3. náraslagæð (external femornl artery, 14 Fr). Við þetta hækkaði blóð- þrýstingur og súrefnismettun en ómskoðun á skurðstofu sýndi að útfallsbrot vinstri slegils mældist aðeins 10% þrátt fyrir fulla ECMO-meðferð. Eftir ECMO-meðferð í hálfan sólarhring sáust greinileg merki bráðs hjartadreps á hjartalínuriti (mynd 3) með verulegri hækkun á bæði Trópónín T (3,6 pg/L, eðlilegt gildi <0,01 ug/L) og CK-MB (437 pg/L, eðlilegt gildi <7 pg/L) (mynd 2). Því var ákveðið að gera kransæðaþræðingu sem sýndi 90% þrengsli á 10 mm kafla í vinstri kransæðarstofni (mynd 4). Talið var líklegast að um flysjun (dissection) í æðinni væri að ræða og því var ákveðið að koma fyrir kransæðastoðneti (Integrity® 2,75/12 mm). Einnig var hafin blóð- þynnandi meðferð með intrifíban (Integrilin ) og asetýlsalisýlsýru (Hjartamagnýl®). Daginn eftir mældist útfallsbrot vinstri slegils 20% á fullri ECMO-meðferð. Sama dag bar á stífleika í hægri kálfa sem reyndist rýmisheilkenni (compartment syndrome). Voru vöðva- fell í kálfanum því opnuð með fellisskurði (fasciotomy). Blóðrás út í hægri ganglim lagaðist við skurðinn en ekki nægjanlega. Því var lítil (7 Fr) hliðarslanga tengd frá slagæðaslöngu ECMO-dælunnar út í grynnri hluta hægri lærisslagæðar (superficial femoral artery). Þar sem samdráttur hjartans var óbrey ttur á f jórða degi veikinda (útfallsbrot 20%) var ákveðið að senda stúlkuna til Gautaborgar ef meðferð með hjálparhjarta (ventricular assist device) eða hjarta- ígræðslu væri þörf. Við komu þangað var hægri fótur áberandi kaldur. Kom í ljós að segi hafði myndast í hliðarslöngu frá ECMO- dælunni út í lærisslagæð og náðist að fjarlægja hann. ECMO-með- ferð var haldið áfram næstu tvo sólarhringa en 6 dögum frá upp- hafi veikinda var hægt að aftengja dæluna. Mældist útfallsbrot vinstri slegils þá 40% og minni þörf fyrir samdráttarhvetjandi lyf. Tveimur dögum síðar varð að fjarlægja hluta af vöðvum í hægri kálfa vegna dreps. Astand hennar lagaðist enn frekar og meðferð í öndunarvél var hætt á 12. degi veikinda. Tveimur vikum frá upp- hafi veikinda var hún flutt aftur á Landspítala. Ekki komu upp al- varlegar sýkingar eða nýrnabilun í sjúkrahúslegunni. Stúlkan var síðan útskrifuð á SA 42 dögum eftir að veikindi hófust og mældist útfallsbrot vinstri slegils þá 50%. Fjórum mánuðum síðar var stúlkan kölluð í eftirlit og kransæða- þræðingu en hún var þá einkennalaus frá hjarta. Þar sást marktæk þrenging (60%) í stoðneti í vinstri kransæðarstofni. Ákveðið var að gera kransæðahjáveituaðgerð þar sem fremri vinstri brjósthols- slagæð (left internal mammary artery, LIMA) var tengd á vinstri framveggskvísl (left anterior descending artery, LAD). Aðgerðin gekk vel og útfallsbrot vinstri slegils eftir aðgerð mældist í kringum 40%. Eftir aðgerðina var ákveðið að fá tölvusneiðmyndir af hjarta Mynd 4. Kransæðaþræðing sólarhring eftir að einkenni hófust. Þrengsli sjást vel álO nnn kafla í vinstri kransæöarstofni (ör). og kransæðum og kom þá í ljós missmíð á kransæðum. Eins og sést á mynd 5 átti vinstri kransæð upptök frá hægri ósæðarbolla (aortic sinus) í stað þess vinstra og lá vinstri kransæðarstofn á milli ósæðar og lungnaslagæðar. Ellefu dögum eftir aðgerð var stúlkan útskrifuð heim til sín við góða líðan. Tæpum tveimur árum síðar stundar hún bæði skóla og íþróttir en húðskyn á hægri fótlegg er skert og hreyfigeta í kálfavöðvum minnkuð. Brjóstverkir og ein- kenni hjartabilunar hafa hins vegar ekki gert vart við sig og út- fallsbrot vinstra slegils nánast eðlilegt, eða í kringum 50%. Umræða Þetta tilfelli sýnir hvernig missmíð á vinstri kransæðastofni getur valdið truflun á blóðflæði til hjartavöðva og bráðu hjartadrepi. Því er mikilvægt að hafa missmíðar á kransæðum í huga hjá börnum og unglingum með bráð einkenni um hjartadrep. Missmíð á kransæðum og Kawasaki-sjúkdómur eru algeng- ustu orsakir hjartadreps hjá börnum og unglingum og geta valdið hjartastoppi.1 Hjartastopp verður hins vegar oft af völdum með- fæddra hjartagalla, öndunarstopps, takttruflana, slyss og lyfjagjaf- ar en í mörgum tilfellum finnst orsök ekki.2 Dánarhlutfall barna og unglinga sem fara í hjartastopp er hátt. Aðeins 10% barna sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúsa lifa en 25% barna sem fara í hjartastopp innan sjúkrahúsa.3 Á undanförnum árum virðist lifun þó hafa batnað vegna bættrar gjörgæslumeðferðar en einnig vegna kælimeðferðar og notkunar á ECMO-dælu.3 Missmíðar á kransæðum er sjaldgæft fyrirbæri og greinast hjá 0,3-1,6% einstaklinga/ Þær eru vel þekkt ástæða fyrir skyndidauða ungs fólks, sérstaklega við áreynslu sem oft tengist íþróttaiðkun. Er talið að orsök hjartastopps hjá íþróttafólki megi í 17% tilfella rekja til missmíða á kransæðum.5 Missmíðum á kransæðum er oft skipt í þrennt. Upptök kransæðar geta verið afbrigðileg eða með- fædd þrengsl og jafnvel lokun verið til staðar. Loks getur kransæð 648 LÆKNAblaöið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.