Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR Urræði fyrir verðandi mæður í vímuefnaneyslu ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Hér á Landspítalanum hefur verið starf- rækt teymi í tvö ár sem hefur sérhæft sig í meðferð og aðstoð við foreldra sem eiga við geðraskanir að stríða en nýlega hefur verið tekið upp formlegt samstarf við fíkniskorina á Teigum þannig að í teym- inu eru nú tveir hjúkrunarfræðingar sem gera okkur kleift að veita foreldrum með fíknivanda sömu aðstoð," segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir á geðsviði Landspítala en hún flutti á dögunum er- indi á málþinginu Fjölskyldan og barnið um vímuefnaneyslu mæðra á meðgöngu. Teymið sem kallað er FMB-teymið (for- eldrar - meðferð - barn) er upphaflega samvinnuverkefni geðsviðs og kvenna- og barnasviðs og hófst í ársbyrjun 2011. „Markhópurinn er foreldrar á meðgöngu og í eitt ár eftir fæðingu barns, sem eru með geðrænan vanda/fíknivanda og/ eða tengslavanda við barn sitt. Þetta er þverfaglegt teymi og í því eru geðlæknir, deildarlæknir, sálfræðingur, geðhjúkrun- arfræðingur, sálgreinir, ljósmóðir, félags- ráðgjafar, myndlistarkona (sköpun og tján- ing), ritari og nú tveir hjúkrunarfræðingar úr fíkniskor sem sinna mæðrum/for- eldrum sem nota vímuefni, aðallega áfengi og kannabis en einnig eru konur sem hafa notað önnur vímuefni." Allir starfsmenn teymisins eru í hlutastarfi og alls eru um þrjú stöðugildi í teyminu. Nágrannaþjóðirnar hafa náð góðum árangri „Við sáum að foreldrar með fíknivanda voru ekki að ná að nýta sér þjónustu FMB-teymisins jafnvel og þeir sem áttu eingöngu við geðrænan vanda að stríða. Við höfum einnig séð að barnshafandi konur með fíknivanda voru ekki að nýta sér hefðbundin meðferðarúrræði við fíkni- vandanum; það er svo margt annað að gerast í lífi þeirra og við viljum því þróa sérhæfða meðferð fyrir barnshafandi kon- ur. Þessum hópi hefur verið veitt sérhæft meðgöngueftirlit í áhættumæðravernd á kvennadeild Landspítala, með mjög þéttu eftirliti á meðgöngunni, yfirleitt á viku til tveggja vikna fresti. Hins vegar var þörf á frekari þverfaglegri aðkomu fagfólks á sviði fíknimeðferðar og geðrænnar með- ferðar, með áherslu á samhæfða nálgun, varðandi meðgöngueftirlit, fíknimeðferð, og stuðning við foreldrahlutverkið fyrir þennan hóp." Á síðasta ári voru tilvísanir til teymis- ins alls 170 og þar af voru 10 konur sem höfðu verið í neyslu, en hættu henni þegar þungun kom í ljós. „Ein kona var í viðhaldsmeðferð með Subutex á meðgöngu, en hún hafði tekið parkódín forte í hámarksskömmtum. Önnur kona var lögð inn gegn vilja sínum á deild 33 á grundvelli 30. grein barna- verndarlaga vegna neyslu á meðgöngu. Síðan má segja að viðbótarhópur á þessu ári séu konur sem hafa verið í neyslu allt að 6 mánuðum fyrir þungun og þær eru um 30-40 talsins á ári." Anna María segir að margt megi læra af reynslu hinna Norðurlandaþjóðanna en þar er mæðrunum og börnum þeirra fylgt eftir í 5-6 ár eftir fæðingu. „Við þurfum að byggja upp samskonar meðferð og eftir- fylgd fyrir þennan hóp því hann er mjög brothættur og er það lengi. Það er sérstök fallhætta fyrir þennan hóp þegar barnið er orðið nokkurra mánaða og sérstaklega þegar brjóstagjöf lýkur. Það skiptir miklu máli að hafa góða samvinnu milli stofnana og lagt er upp úr góðu samstarf við heilsu- gæsluna, félagsþjónustuna, barnaverndina og aðrar stofnanir sem koma að fíknimeð- ferð sem eru að sinna fjölskyldunni. Þegar mæður eru að nota vímuefni á meðgöngu er áhersla lögð á að hjálpa þeim að skilja hvaða áhrif efnin geta haft á barnið og þetta mótíverar þær í fiestum tilfellum til þess að hætta. Þetta er við- kvæmur hópur í mikilli áhættu á heilsu- farslegum og félagslegum vandamálum og það er full þörf á að halda áfram að byggja upp þjónustu sem sinnir margþættum þörfum þessa hóps. Það er alveg ljóst að snemmtæk sérhæfð úrræði eru góð fjár- festing og forvörn fyrir samfélagið." Margþættur fósturskaði af neyslunni Skaðinn sem vímuefni hafa á fóstrið og þroska þess er margvíslegur og fátt er hættulegra fyrir ófætt barn en óhófleg áfengisneysla. „Alkóhól veldur mestum fósturskaða vegna þess að það fer í alla vefi líkamans þar sem það er bæði vatns- og fituleysan- legt og fer yfir fylgjuna og nákvæmlega sama magn mælist í blóði móður og barns. Vandinn er oft falinn og því þarf að spyrja beint um neyslu. I danskri rannsókn frá 2003 kom fram að 70-80% þungaðra kvenna drakk áfengi á meðgöngu en oftast er lítið áfengi notað eftir að þungun er komin í ljós, 1 eining á viku, en 1% kvenna notar meira en 6 einingar á viku. 25-50% kvenna viðurkenndu að hafa notað 5 einingar eða meira í að minnsta kosti eitt skipti áður en vitað var um þungun og 3,5% kvenna viðurkenndi að hafa notað 5 einingar eða meira eftir þungun. Óhófleg áfengisneysla á meðgöngu getur valdið FAS (Fetal Alcoholic Syndrotne) sem lýsir sér í sérstöku andlitsfalli barnsins, en að minnsta kosti tvö einkenni þurfa að vera til staðar til að uppfylla greiningarskil- merki. Önnur einkenni fósturskaða vegna áfengisneyslu eru vaxtarskerðing (þyngd, lengd og höfuðummál), taugaskaði (of- virkni, væg greindarskerðing), breytingar á EEG (minnkun á ERP), hegðunarerfið- leikar (árásargirni), einbeitingarerfiðleikar, hjartagallar, klumbufótur og gallar í þvag- og kynfærum." Önnur fíkniefni geta sannarlega valdið alvarlegum skaða á barni í móðurkviði og nefnir Anna afleiðingar kannabisneyslu og annarra efna sem þekkt eru meðal fíkni- efnaneytenda. „Kannabis er næstalgeng- asta fíkniefni á eftir alkóhóli og það fer yfir fylgju- og blóð-heilaþröskuld og getur valdið heilaskaða á fóstri. Börnin fæðast minni, léttari og með minna höfuðummál 664 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.