Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Athyglisvert er að prófessorarnir afhenda kennslugögnin ókeypis til þeirra sem eru áhugasamir um að halda nám- skeið og þarf einungis að greiða prent- unar- og sendingargjald kennslubóka. Þannig þarf ekki greiða nein leyfisgjöld til að halda námskeið. Heimsókn til Hong Kong Þótt þeir félagar, Charles Gomersall og Gavin Joynt, deili með sér námsefni af fádæma örlæti gera þeir vissar gæðakröfur til kennara. Þannig þurfa kennarar að fara á sérstök námskeið sem haldin eru víða. Þá eru þeir viðstaddir og hjálpa til þegar námskeið eru haldin í fyrsta sinn á við- komandi stofnun. Þeir komu til íslands síðastliðið vor þegar svæfinga- og gjör- gæslulæknafélag íslands stóð fyrir BASIC- námskeiði fyrir deildarlækna og reynda gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Eftir góða reynslu af því námskeiði varð enn meiri áhugi á að taka upp Very BASIC-nám- skeiðið fyrir læknanema. Það námskeið er aftur á móti flóknara í framkvæmd og gerð er sú krafa að tilvonandi kenn- arar komi til Hong Kong og fái þjálfun í kennslunni. Eftir íslandsheimsókn Charles og Gavins buðu þeir okkur að koma og fá þjálfun í kennslu Very BASIC-nám- skeiðsins og með dyggum stuðningi Gísla H. Sigurðssonar, prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækningum, fóru þrír læknar á vegum skurðlækningasviðs Landspítala og HÍ, þau Alma D. Möller, Kári Hreins- son og Sigurbergur Kárason, í heimsókn til Hong Kong. Námskeiðið var haldið á Prince of Wales Hospital sem er kennslu- spítali Chinese University of Hong Kong en þar eru um 160 læknanemar í árgangi. Námskeiðið er haldið á 6. ári og þannig uppbyggt að nemarnir lesa kennslubókina og taka rafrænt krossapróf (opin bók) úr henni áður en námskeiðið hefst. Þá þurfa þeir að skoða rafræna fyrirlestra og horfa á nokkur kennslumyndbönd áður en þau koma í verklega hlutann. Haldnir eru tveir fyrirlestrar á dag og síðan eru verklegar stöðvar; þrjár flóknar hermistöðvar þar sem æfð er meðferð og viðbrögð við bráðum veikindum og stöðvar þar sem æfð er notkun Bæði Læknanemar spreyta sig á að taka btóðgös (KH). hjálpartækja við öndunaraðstoð og með- ferð hjartastopps. Þá eru umræðustöðvar um mat mikið veikra sjúklinga, verkja- meðferð og öryggi sjúklinga. Loks er taka blóðræktana og blóðgasa æfð með líkönum. Dvölin í Hong Kong var fróðleg og skemmtileg. Á námskeiðinu var fyrst fylgst með kennslu heimamanna en síðan vorum við íslendingarnir látin taka fullan þátt í kennslunni. Kínversku stúdentarnir voru vel enskumælandi og almennt vel að sér og virtist þekking þeirra og kunn- átta sambærileg við okkar stúdenta. Very BASIC-námskeiðið er vinsælt og ár eftir ár hæst metni kúrsinn í öllu læknanáminu við Chinese University of Hong Kong. Einnig voru gjörgæsludeildir og bráðamót- taka Prince of Wales Hospital skoðuð en þær deildir eru í nýbyggðri álmu. Gaman var að sjá að hönnun deildanna er mjög áþekk teikningum fyrirhugaðrar bygg- ferskurfiskur og lifandi er í boði á fiskimörkuðum í borginni. ingar bráðakjarna Landspítala. Sérstaklega er mikið lagt upp úr smitsjúkdómavörnum en á þessum spítala var barist við HABL (SARS) árið 2004. Very BASIC í læknadeild Very BASIC-námskeiðið er nokkuð víð- tæk umfjöllun um greiningu og meðferð bráðra veikinda og skarast við aðrar sér- greinar læknisfræðinnar. Kennslan er því þverfagleg og koma fleiri en svæfinga- og gjörgæslulæknar að. Ætlunin hér heima er að námskeiðið komi að hluta til í staðinn fyrir nám í svæfingum og gjörgæslu en stefnt er að samvinnu við aðrar sérgreinar um að koma að kennslunni, til dæmis lyf- lækna, bráðalækna og skurðlækna. Nám- skeiðið tekur tvo heila eða fjóra hálfa daga. Ætlun Gísla H. Sigurðssonar prófessors er að taka það inn í námið næsta haust og hugsanlega að halda námskeið fyrir áhugasama læknanema utan dag- skrár læknadeildar með vorinu. Við reiknum með að áfram- hald verði á samvinnu við félaga okkar í Hong Kong og er þegar búið að leggja drög að framhalds- námskeiðum BASIC í tengslum við norrænt þing svæfingalækna hérlendis 2015 og hafinn er undir- búningur að Paediatric BASIC- námskeiði sem haldið verður í apríl í samvinnu svæfinga- og gjörgæsludeildar og Barnaspítala Hringsins. 670 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.