Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 28
Y F I R L I T
eða gert er að afla, einkenni sem annars kæmu fram á stími við
sambærileg veður- og ölduskilyrði. Áhyggjur af eigin öryggi um
borð tengjast þessu og kvíði og hræðsla skiptir miklu máli. Þegar
spurningar um helstu ástæður fyrir flugveiki voru lagðar fyrir
áhafnir herflugvéla svöruðu 90% að það væri hræðsla. Einnig má
geta þess að sömu áhafnir fundu töluvert meira fyrir hreyfiveiki á
leið frá skotmarki heldur en á leið að skotmarki.37 Mikið af þekk-
ingu okkar á hreyfiveiki og sjóveiki er til komin vegna rannsókna
á stríðstímum og fleygði þekkingu okkar gríðarlega fram í síðari
heimsstyrjöldinni.38
Einkenni
Sjóveikin er ekki veiki í þeim skilningi að geð- eða líkamleg
starfsemi sé trufluð eða skert, heldur hið gagnstæða, að einkenni
sjóveikinnar koma fram hjá frískum einstaklingum er dvelja í
hreyfiríku eða „sjúku" umhverfi.
Sjóveikin er heilkenni er svipar til heilkennis verkja, en ólíkt
því má sundurgreina sjóveikina í mörg hug- og hlutlæg undirein-
kenni er hafa einstaklingsbundnar birtingarmyndir. Þannig finnst
óvönum þeir ekki verða sjóveikir fyrr en þeir kasta upp, meðan
vanir sjómenn kasta sjaldan upp en finna frekar fyrir þreytu í
mikilli brælu. Vert er að nefna að jafnvægisboð ná til undirstúku
heilans, en hormónabreytingum hefur verið lýst við langvarandi
hreyfiáreiti, sem sést meðal annars á því að truflanir á tíðahring
sjómanna eru vel þekktar.39 Sjóveikin dregur úr vellíðan manna
og hæfileika þeirra til að leysa úr viðfangsefnum á hafi úti eða í
hreyfiríku umhverfi.40 Það er því mikilvægt að þekkja einkenni
sjóveikinnar, vita hvaða áhrif þau hafa á virkni mannslíkamans
og skilja hvernig skynjun einstaklingsins á umhverfinu er háttað
meðan áhrifin vara.41
Birtingarmynd sjóveikinnar má lýsa þannig að upphafsein-
kennin eru almenn vanlíðan, sundl, þreyta, geisp og fölvi. Þessu
fylgir síðan kaldsviti, aukin munnvatnsmyndun og lyktnæmni
ásamt höfuðverk í hnakka og þembu í efrihluta kviðarhols. Að
lokum hellast yfir megineinkenni hreyfiveikinnar, það er ógleði,
uppköst, skert samhæfing hreyfinga, skert framtakssemi og ein-
beiting ásamt hræðslu um yfirvofandi örlög, jafnvel dauða. Hjá
sumum skána eða jafnvel hverfa einkenni hreyfiveiki eftir að kast-
að hefur verið upp en hjá öðrum gerist það ekki. Magaverkirnir
eru vegna þess að þarmahreyfingar minnka og fæðan hleðst upp í
meltingarveginum. Þetta þýðir að þegar einkenni hreyfiveiki hafa
komið fram er oft um seinan að taka lyf um munn sem eiga að slá
á einkennin, því virka efni lyfsins nær ekki inn í blóðrás. Með tilliti
til þess er vert að kanna meðferðina nánar.
Meðferð
„Sublata causa, tollitur effectus", eða fjarlægjum orsökina og bind-
um þar með enda á áhrifin.42
Meðferðinni má skipta í fjóra meginþætti:
• forvarnir
• þjálfun & aðlögun
• lyfjameðferð
• önnur meðferð
Forvarnir
Það besta til að koma í veg fyrir sjóveiki er að fara ekki á sjó, enda
margir sem forðast það til þess að verða ekki veikir. Fyrir hina sem
vilja ferðast á sjó eða þurfa þess af illri nauðsyn, eða vegna vinnu
á sjó, er mjög mikilvægt að hafa til taks úrræði er draga úr ein-
kennum sjóveikinnar. Fyrst ber að draga úr hræðslu, það er að allir
hlutaðeigandi, ættingjar, vinir og samferðamenn þeirra er á sjó
ferðast, dragi úr hugsanlegum ótta og skapi jákvæða mynd af sjó-
ferðinni. Þegar sjóferðin er hluti vinnu er gott skipulag og stjórnun
lykilatriði, en það hefur verið kannað meðal nýliða á sjó og í flugi
að hræðsla við að standa sig ekki í vinnunni vegna hreyfiveiki er
miklu sterkari en hræðslan við ferðalagið sjálft. Því er mikilvægt
að vinna sé skipulögð í samræmi við þetta, vinnuálagi sé stillt í
hóf fyrstu dagana á sjó og að nýliðar fái ekki flókin eða vandasöm
verkefni um borð í slæmu veðri, heldur frekar að þeir vinni að
léttari verkefnum. Aðgerðaleysi er verst. Almennt gott líkamlegt
ástand er einnig mikilvægt og ástundun heilbrigðs lífernis. Um-
gangspestir og stoðkerfisverkir, svo eitthvað sé nefnt, geta kallað
fram einkenni hreyfiveiki mun fyrr en ella og aukið á einkennin,
séu þau til staðar. Áfengisneysla og timburmenn gera slíkt hið
sama og því eiga ferðalög í hreyfiríku umhverfi og áfengisneysla
enga samleið. Ekki er nauðsynlegt að fasta, en gott er að forðast
fituríkan og tormeltan mat. Hvað forvarnir snertir er einnig mikil-
vægt, ef því verður við komið, að staðsetja sig rétt í skipinu, en það
er venjulega miðskips, sem næst þyngdarpunkti þess. Til viðbótar
er gott að festa sjónir á einhverjum föstum punkti sem venjulega
er sjóndeildarhringurinn ef landsýnar nýtur ekki. Ef viðkomandi
er undir þiljum og ekki við vinnu, er betra að hafa augun lokuð en
opin og gott að halda huganum uppteknum, fást við hugarþrautir
eða spjalla við samferðamenn. Mikilvægt er að hreyfa höfuðið sem
minnst. Betra er að liggja en að sitja og standa en sitja. Ef menn
standa er gott að hreyfa sig með öldunni, það er að vera frekar
mýkri en stífari. Þar sem margir tengja sjóveiki við lyktarupplifun
er vert að huga að loftræstingu eða reyna að vera utandyra.
Þjálfun
Lykilorðið í meðferð sjóveiki er þjálfun sem flýtir aðlögun að hinu
hreyfiríka umhverfi.43 Engin lyf eða efni koma þar við sögu. Að-
lögun að hreyfiríku umhverfi á sjó gerist strax og komið er um
borð í skip eða bát. Öll hreyfing þar, ólík staðföstu undirlagi á
landi, setur af stað aðlögunina. Því meiri sjógangur og hreyfing,
því meiri líkur eru á að einkenni sjóveiki komi fram, en að sama
skapi eru það þessar auknu hreyfingar sem hraða aðlögun hverju
sinni. Þannig aðlagast sjómenn aukinni hreyfingu í slæmu veðri,
eitthvað sem alltaf er hægt að toppa þegar veður versnar og öldu-
hæð eykst. Því hefur verið lýst að í fárviðri á sjó, þar sem ölduhæð
er um 10 metrar, hafi fæstir sjómenn aðlagað sig þeim hreyfingum
er tengjast þessu veðurlagi og því finni þeir flestir fyrir sjóveiki,
ekki endilega ógleði eða uppköstum, heldur miklu fremur þreytu,
kaldsvita og höfgi. Þessi einkenni og það ástand sem sjómennirnir
eru í við þessar aðstæður dregur verulega úr starfshæfni þeirra og
eykur líkur á óhöppum og slysum. Sjómaður hefur lýst því með
þessum orðum: „Alltaf í brælu verð ég óskaplega þreyttur og þarf
að leggja mig og þá er ég alls enginn maður til verka."44
Aðlögunin á sér stað í miðtaugakerfinu og beinist að því fyrst
og fremst að dempa upplýsingarnar frá innra eyranu sem eru
656 LÆKNAblaðið 2012/98