Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 37
UMFJOLLUN O G GREINAR
„Sérhæfð úrræðifyrir þennan hóp eru góðfjárfesting ogforvörnfyrir samfélagið," segir Anna María jónsdóttir
geðlæknir.
og kannabisnotkun hefur fylgni við félags-
lega erfiðleika. Kannabis fer yfir fylgju og
getur valdið fósturskaða, klofnum hrygg,
vatnshöfði og göllum í innra eyra, auk
þess að geta valdið öndunarbælingu hjá
barninu eftir fæðingu. Misnotkun verkja-
lyfja sem innihalda kódein getur valdið
fósturgöllum og NAS (Neonatal Abstinence
Syndrome). Kókaín veldur æðasamdrætti
í fylgju og minnkar flutning súrefnis og
næringarefna til fóstursins og getur valdið
heilablæðingu og/eða heilaskaða, vaxtar-
seinkun, fylgjulosi og fósturláti. Óróleiki,
krampar og aukin hætta á ungbarnadauða
eru einnig fylgifiskar kókaínneyslu.
Amfetamínneysla hefur svipuð áhrif á
fóstur og kókaín og jafnvel verri, þar sem
helmingunartími þess er lengri." Oft er
um blandaða neyslu að ræða og þá er oft
erfitt að meta afleiðingarnar, en almennt
má segja að notkun fíkniefna auki hættu á
léttbura- og fyrirburafæðingu.
Alvarleg fráhvörf eftir fæðingu
Jafnvel þó barnið sleppi við beinan
líkamlegan skaða í móðurkviði er það
ekki sloppið úr greipum neyslunnar við
fæðingu.
„Barnið getur upplifað fráhvarf ef móð-
irin hefur neytt fíkniefna síðustu þrjár
vikurnar fyrir fæðingu. Barnið er órólegt
með aukinn vöðvatónus og sum börn geta
fengið krampa. Börnin geta grátið í lengri
tíma og erfitt er að róa þau. Svefnmynstur
truflast, þau sofa lítið og eiga erfitt með að
sofna og sofa grunnt.
Næringarerfiðleikar með bakflæði
og uppköstum eru algeng. Aukin tíðni
lungnabólgu er eitt af einkennunum,
einnig niðurgangur og börnin hnerra,
geispa og svitna mikið. Blóðþrýstingur og
líkamshiti sveiflast mikið og litabreytingar
(marmorering) er stundum sjáanleg á húð
barnsins. Fráhvarf hjá ungbarni getur
verið lífshættulegt vegna ofþornunar
og krampahættu og það getur þarfnast
meðhöndlunar með lyfjum á vökudeild.
Fráhvarfið er mismunandi eftir því hvaða
efni móðirin notaði á meðgöngu og í hvaða
skömmtum, en því fleiri efni sem móðirin
hefur notað, því erfiðara getur fráhvarf
barnsins verið."
Anna María bætir því við þessa upp-
talningu að skaðleg áhrif nikótíns skuli
ekki síður vanmeta í þessu samhengi.
„Nikótín inniheldur 1200 mismunandi efni
sem mörg eru krabbameinsvaldandi, auk
þess að auka hættu á fósturláti og sérstak-
lega fósturdauða eftir 28. viku. Reykingar á
meðgöngu auka líkur á fyrirburafæðingu,
fylgjulosi og fyrirstæðri fylgju. Nikótínfrá-
hvarf ungbarna veldur óróleika, svefnleysi,
aukinni hjartsláttartíðni, hjartastækkun,
óreglulegum andardrætti og niðurgangi.
Það eykur einnig líkur á ungbarnadauða."
Anna María segir að reynsla danskra
heilbrigðisyfirvalda af því að fylgjast vel
með þunguðum mæðrum og börnum
þeirra hafi skilað mjög góðum árangri og
því sé full ástæða til að taka mið af því við
skipulag slíkrar meðferðar hérlendis. „Eft-
irfylgni Familieambulatoriet í Hvidovre í
Kaupmannahöfn hefur sýnt hversu góðum
árangri er hægt að ná með skipulögðu
starfi með foreldrum í fíkniefnaneyslu. Þar
er markhópurinn skilgreindur sem börn
0-6 ára sem eiga foreldra í neyslu, mæður í
neyslu eða með sögu um neyslu síðastliðin
tvö ár, mæður sem eiga maka í neyslu og
loks feður í neyslu. Viðkvæmustu börnin fá
eftirfylgni í 6 ár en árangurinn er ótrúlega
góður og sýnir sig í því að fyrirburafæð-
ingum hefur fækkað úr 20% í 7%, léttbur-
um úr 31% í 7%, súrefnisskorti í fæðingu
úr 20% í 5%, börnum með fráhvarf sem
þarfnast meðhöndlunar úr 85% í 60% og
tekist hefur að minnka þroskatruflanir hjá
börnunum úr yfir 90% í 11%, oftast vegna
alkóhólskaða."
Síðustu ár hefur verið aukið meðgöngu-
eftirlit með mæðrum sem nota vímuefni í
áhættumæðravernd á kvennadeild Land-
spítala. Þessi þjónusta hefur örugglega
dregið úr neyslu mæðra á meðgöngu á
síðustu árum og þar með alvarlegum af-
leiðingum neyslunnar fyrir barnið, en það
er þó enn þörf á að styrkja þessa þjónustu
og hlutverk FMB-teymisins er að vinna að
bættri andlegri heilsu kvennanna á með-
göngu, styrkja tengslamyndun við ófædda
barnið og einnig að styrkja þjónustu við
feðurna. „Það er einnig aðkallandi að
byggja upp góða eftirfylgd við þessar fjöl-
skyldur eftir fæðingu barnsins til að draga
úr líkum á að foreldrið fari aftur í neyslu
og einnig til að fylgjast með heilsu og
þroska barnsins og fyrirbyggja vanrækslu
og ofbeldi sem oft eru fylgifiskar neyslu
áfengis- og annarra vímuefna."
LÆKNAblaðið 2012/98 665