Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 15
RANNSÓKN
við 3090 í Reykjavík).20 Þessi munur á hitaeininganeyslu kann að
skýrast af meiri orkuþörf þar sem erfiðisvinnan var almennari og
stöðugri en í þéttbýli.
í öldrunarrannsókn Hjartaverndar var spurningalisti um mat-
arvenjur lagður fyrir undirhóp úr rannsóknarhópnum okkar.
Þar var spurt um hversu oft tilteknar matartegundir voru á boð-
stólum á aldrinum 14-19 ára og eins á miðjum aldri, en unnt var að
bera svörin saman við ítarlega mataræðiskönnun sem gerð var á
vegum Manneldisráðs íslands 1990 meðal miðaldra fólks.27 Niður-
stöðurnar sýndu að upplýsingar um það hversu oft helstu fæðu-
tegunda var neytt endurspegla vel neyslu aðalfæðuflokkanna og
duga vel til rannsókna á tengslum tiltekinna fæðutegunda og
ákveðinna sjúkdóma. Ein áhugaverð niðurstaða úr spurninga-
listanum um matarvenjur var að 44% karla sem ólust upp í sveit
nefndu að þeir hefðu ekki fengið nóg að borða á aldrinum 14-19
ára miðað við 34% karla sem ólust upp í Reykjavík. Af konum sem
ólust upp í sveit voru 30% sem sögðust ekki hafa fengið nóg en
20% kvenna sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu.28
Upplýsingar um mataræði íslendinga gegnum tíðina liggja
í gögnum um heildarframboð matvæla, bæði úr innflutnings-
skýrslum og yfirliti yfir framleiðslu til sveita og sjávar ásamt
öðrum sögulegum gögnum.21 Þessi gögn sýna að mataræði þjóð-
arinnar breyttist gríðarlega frá seinni hluta 19. aldar og fram á
miðja 20. öld. Á þessu tímabili breyttist samsetning fæðunnar
frá því að vera að meirihluta dýraafurðir yfir í að verða að meiri-
hluta korn og grænmeti, auk þess sem neysla á hvítu hveiti og
sykri jókst jafnt og þétt. Fæðuframboð á íslandi á þessum tíma var
töluvert ólíkt því sem var í nágrannalöndum okkar. Breytingin á
mataræði í Evrópu frá því að vera að meirihluta dýraafurðir yfir
í kornmeti að meirihluta er talin hafa byrjað á 16. öld, en neysla
dýraafurða var tekin að aukast aftur vegna bættra samgangna
og aukinnar velmegunar á seinni hluta 19. aldar. Það verður þó
að hafa í huga að gögn um fæðuframboð eru heildargögn fyrir
alla þjóðina en sýna ekki mun eftir landshlutum eða efnahag
heimila. Gögn um fæðuframboð sýna þó vel hver meðalneysla
íbúanna hefur verið á hverjum tíma og það er athyglisvert að sjá
hvernig orkuneysla minnkaði við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri
og aftur í kreppunni upp úr 1930, sem fer vel saman við samdrátt
í efnahagslífi Islendinga á þeim árum.21 Mikilvægar upplýsingar
um samsetningu á kornvöruneyslu má einnig sjá í gögnum um
innflutning á kornvöru frá 1900 til 1940, þar sem innflutningur á
rúgi og byggi dróst verulega saman en jókst að sama skapi á hvítu
hveiti og haframjöli.21
Þótt erfiðisvinna og mikil hreyfing hafi verið algeng á öllum
búsetusvæðum landsins þegar þátttakendur í rannsókninni voru
að alast upp, má ætla að almennt vinnuálag til sveita hafi verið
meira en í þéttbýli. Bæði konur og karlar unnu mikið, þurftu að
ganga langar vegalengdir milli staða og börn byrjuðu snemma
að taka til hendi. Trúlega hafa ungir drengir hreyft sig meira en
stúlkur og unnið líkamlega erfiðari störf, sem gæti útskýrt að
hluta muninn á verndandi áhrifum sveitabúsetu milli kynja. Hið
lága algengi á sykursýki á íslandi, sem tók ekki að hækka fyrr en
upp úr 1950, kann að stafa af aðbúnaði sem landsmenn bjuggu
almennt við fram yfir 1940.29
Aðalstyrkur rannsóknarinnar er þátttaka hlutfallslega stórs
hluta þjóðarinnar sem fæddur var 1907-1935 og ítarlegar upp-
lýsingar um búsetu þeirra frá fæðingu. Helstu veikleikar eru
fátæklegar upplýsingar um mataræði einstaklinganna og skortur
á nákvæmum upplýsingum um annan aðbúnað í uppvexti. Enn-
fremur kann uppvöxtur í sveit að hafa mótað annars konar lífs-
mynstur eftir flutning til Reykjavíkur, sem kann að hafa haft áhrif
í þá veru að draga úr áhættu á að fá sykursýki 2 eða fresta því að
sjúkdómurinn kæmi fram, þótt fyrirliggjandi gögn bendi ekki til
þess.
Lokaorð
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að einstaklingar sem
bjuggu í sveit fyrstu 20 æviárin á fyrri hluta síðustu aldar, voru
í minni áhættu á að fá sykursýki 2 síðar á ævinni en jafnaldrar
þeirra sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Þessi tengsl voru til
staðar eftir lengri en 30 ára búsetu á höfuðborgarsvæðinu og
voru sterkari í körlum en konum. Mismunandi aðbúnaður, bæði
hvað varðar vinnuálag og fæðuframboð með mögulegum árstíða-
bundnum fæðuskorti, sem var meiri í sveit en borg, kann að skýra
þessi verndandi áhrif gegn sykursýki 2. Tilgáta okkar er sú að
mótandi áhrif á sykurbúskap af völdum umhverfisins á fyrstu 20
árum ævinnar haldist fram á efri ár og skýri að hluta þessi tengsl.
Fram á miðja síðustu öld var algengi sykursýki 2 mjög lágt á
Islandi en hefur farið vaxandi síðan. Af því sem hér hefur verið
kynnt má ætla að aðbúnaður frá unga aldri hafi áhrif á heilsufar
út ævina og geti haft áhrif á tilkomu langvinnra sjúkdóma eins og
sykursýki 2 á síðari æviárum. Það er umhugsunarvert hvort fyrir-
byggjandi aðgerðir þurfi ekki að ná betur til þess borgarumhverfis
sem við búum börnum og ungu fólki í dag, með skilningi á mikil-
vægi aukinnar hreyfingar og hollra neysluvenja. Til að ná árangri
þurfa allir að taka höndum saman, vandamálið er þjóðfélagslegt,
þekkingin er til staðar og brýnt að nýta hana öllum til hagsbóta.
Þakkir
Höfundar þakka öllum þátttakendum fyrir framlag þeirra til rann-
sóknarinnar. Rannsóknin var kostuð af Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar.
LÆKNAblaöiö 2012/98 643