Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 35
UMFJÖLLUN OG GREINAR „Skilaboðin sem við viljum koma til allra kvenna eru einfaldlega þau að efþær eru verndaðar gegn HPV-smiti eru þær verndaðar gegn legliálskrabbameini," segja prófessor Joakim Dillner og Kristján Sigurðsson yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameins- félags íslands. ekki varðir gegn smiti þó stúlkurnar hafi verið bólusettar. Þetta tvennt vegur því þungt í dag þegar skoða á hvort bólusetja eigi pilta líka." Grunnstoðirnar hafa veikst Kristján Sigurðsson yfirlæknir Leitar- stöðvar Krabbameinsfélags Islands segir að notkun HPV-greiningar sé háð aldri kvennanna. „í aldurshópnum 20-35 ára er tíðni HPV-smits það há að það borgar sig ekki að beita HPV-skimun og því áfram mælt með notkun frumustroks á tveggja til þriggja ára fresti. í þessum yngra ald- urshópi er HPV-greining síðan notuð til að kanna hvaða konur með vægar eða óljósar frumubreytingar hafi í raun smitast af há- áhættu stofni veirunnar. Konum með stað- fest há-áhættu HPV-smit er síðan fylgt eft- ir með nánari skoðun en konur sem ekki greinast með slíkt smit eru endurkallaðar í hópleit eftir fjögur ár. Frá 35 ára aldri er tíðni HPV-smits aftur á móti það lág að unnt er að beita eingöngu HPV-skimun og skoða nánar þær konur sem greinast með há-áhættu stofna veirunnar." Kristján segir jafnframt áhyggjuefni að mæting í skimun hefur versnað verulega á undanförnum árum á sama tíma og krabbameinsleitin á íslandi standi frammi fyrir fjárhagsvanda vegna minnkandi fjár- veitinga til starfseminnar. „Þriggja ára mætingarhlutfall í yngsta aldurshópnum, 25-39 ára, hefur lækkað úr 83% árið 1990 í 67% árið 2011. Sama mæt- ingarhlutfall meðal 40-69 ára kvenna hefur einnig lækkað úr 78% í 73%. Þessari þróun viljum við sannarlega snúa við með skipu- legu átaki. Leitarstöðin hefur hins vegar mátt búa við niðurskurð á fjárveitingum undanfarin ár og það hefur leitt til þess að stöðugildum starfsfólks hefur fækkað um 30%, skoðanastöðvum utan Reykjavíkur hefur fækkað úr 41 í 31, skoðanadögum á Leitarstöð fækkað úr fimm í þrjá og á sama tíma hefur hlutfall óskoðaðra frumu- stroka aukist. Biðtími eftir hópskoðun og niðurstöðu frumustroks er nú allt að 6 vikur og því ljóst að Leitarstöðin er ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sem skapast munu með auknum áróðri fyrir bættri mætingu. Staðan er sem sagt í stuttu máli sú að grunnstoðir krabba- meinsleitar á Islandi eru orðnar svo veik- burða að þær standa ekki undir því sem þeim er ætlað. Atak við þessar aðstæður er því í rauninni innantóm orð. Hlutfall HPV-smits hjá konum á aldr- inum 20-35 ára er mjög hátt og regluleg mæting léleg. Þó nýgengi sjúkdómsins hafi ekki hækkað á undanförnum árum þá hefur hlutfall þeirra kvenna sem greinast með lengra gengið og óskurðtækt leg- hálskrabbamein aukist marktækt. Til að stemma stigu við þessari þróun þarf vissulega átak á íslandi en til þess þarf verulega aukna fjármuni frá stjórnvöldum til leitarstarfsins," segir Kristján Sigurðs- son yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameins- félags íslands. LÆKNAblaðið 2012/98 663
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.