Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 52
UMFJÖLLUN O G GREINAR Shinya Yamatika Johti B. Gurdon Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2012 Stofnfrumur og öfug frumusérhæfing Magnús Karl Magnússon Höfundur er prófessor í lyfja- og eiturefnafræði og for- stöðumaður rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, lækna- deild Háskóla íslands. magnuskm@hi.is Sænska nóbelsverðlaunanefndin við Karól- ínsku stofnunina tilkynnti verðlaunahafa sína 2012 í ágúst síðastliðnum. Það voru vísindamennirnir John B. Gurdon við Cambridge-háskóla og Shinya Yamanka við Kyoto-háskóla fyrir uppgötvanir á eðli stofnfrumna og hvernig má umbreyta þroskuðum vefjafrumum í marghæfar (pluripotent) stofnfrumur. Það liðu 44 ár á milli þeirra grund- vallaruppgötvana sem verðlaunin eru veitt fyrir en þær tengja órofa sögu stofn- frumurannsókna sem í dag eru að breyta grundvallarskilningi okkar á eðli frumna og frumuþroskunar. Jafnframt færa þessar rannsóknir okkur nýjar leiðir til að skilja sjúkdóma og auka möguleika nýrra teg- unda stofnfrumulækninga. í þroskunarfræði hefur frumusérhæfing löngum verið talin einstefnubraut. Stofn- frumur viðhalda getu vefja til endur- nýjunar út æviskeið lífveru, þær gefa af sér svokallaðar forverafrumur, sem fjölga sér og sérhæfast í mismunandi frumur viðkomandi vefja. Þannig höfum við ein- stefnubraut frumusérhæfingar þar sem frumufjölgun er tengd aukinni frumusér- hæfingu. En árið 1962 vörpuðu rannsóknir John B. Gurdons nýju og óvæntu ljósi á frumusérhæfingu þar sem frumusérhæf- ingu var snúið við í froskum. Á þessum tíma var orðið ljóst að í vefjum væru ósérhæfðar frumur og í þessum frumum líkt og öðrum lægju allar erfðaupplýsingar í kjarna. En spurningin sem Gurdon, sem þá var doktorsnemi í Oxford, spurði var einföld: Tapar kjarni sérhæfðrar vefjaf- rumu endanlega eiginleikum stofnfrumu þegar hún ferðast niður þroskunarferli sérhæfingar? Með öðrum orðum: getur kjarni sérhæfðrar frumu ferðast aftur á bak og tekið á sig eðli stofnfrumukjarnans? Á þessum tíma var nýbúið að þróa aðferðir til að flytja kjarna milli frumna. Með þetta tól í farteskinu einangraði Gurdon kjarna úr fullþroska frumu í meltingarvegi frosks og flutti inn í eggfrumu þar sem búið var að fjarlægja kjarnann. Þetta voru erfiðar tilraunir og eftir að hafa framkvæmt 726 slíka kjarnaflutninga fylgdist hann með af- drifum eggfrumnanna. Kjörnum slíkra sér- hæfðra meltingarfrumna var ekki auðsnúið aftur þannig að þeir tækju á sig eðli hinna óþroskuðu eggfrumukjarna. En Gurdon tókst að sýna fram á að hægt var að snúa við ferlinu, alls þroskuðust 10 froskar úr þessum eggjum, eða tæplega 1,5%.' Þetta var tímamótatilraun, tekist hafði að klóna froskinn og snúa við eðli sérhæfðrar frumu með kjarnaflutningi. Lengi vel voru niður- stöður Gurdons taldar tengjast sérstökum eiginleikum froska. Það var ekki fyrr en 1996 að tókst klóna Dollý,2 en aðferðir Ian Wilmuts í þeirri frægu tilraun voru mjög áþekkar aðferðum Gurdons frá 1962. Shinya Yamanaka var á árunum upp úr 2000 einn margra vísindamanna sem voru að reyna að skilja eðli fósturstofn- frumna, sérstaklega hvaða þættir stjórnuðu tjáningu þeirra gena sem greindu fóstur- stofnfrumuna frá sérhæfðum frumum. Fósturstofnfruma í rækt getur viðhaldið ósérhæfðum eiginleikum sínum en við réttar aðstæður sérhæfst í allar frumu- gerðir. Á þessum tíma var búið sýna fram á í mörgum tilraunadýrum að flutningur kjarna sérhæfðrar frumu í stofnfrumu gat leitt til afsérhæfingar kjarnans, líkt og Gurdon hafði sýnt fram á fyrir 40 árum. Þannig virtist Ijóst að stofnfruman innihéldi þau efni sem gætu stýrt kjarn- anum aftur á bak í gegnum það sem kalla mætti öfuga frumusérhæfingu. Yamanaka og samstarfsmaður hans, Kazutoshi Takahashi, ákváðu að beina sjónum að svokölluðum umritunarþáttum (transc- ription factors). Umritunarþættir stjórna tjáningu gena frumunnar. Með nákvæmri kortlagningu tókst Yamanaka að skilgreina 20 mis- munandi umritunarþætti sem ein- kenndu fósturstofnfrumur músa. Nú hófst flókið tilraunaferli. Að flytja gen á milli frumna er ekki erfitt, en að flytja 20 mis- munandi gen samtímis er ekki heiglum hent. Eftir tímafrekt og flókið nákvæmnis- verk tókst þeim að sýna fram á að með flutningi á fjórum þessara þátta, Oct3/4, Sox2, Klf4 og c-Myc, mátti endurforrita músafrumu. Fullþroskuð bandvefsfruma breytti eðli sínu, tók upp eðli fósturstofn- 680 LÆKNAblaðið 2012/98 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.