Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Kynna þarf betur sjúklinga tryggingu fyrir læknum - segir Ragnar Jónsson ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Ég hef haft áhuga á lögfræði mjög lengi. Ég hef unnið í ein 20 ár við að gera örorkumat, eða allt frá því að ég kom heim frá Svíþjóð úr sérnámi 1991. Mér fannst ég vera á gráu svæði á milli læknisfræði og lögfræði oft á tíðum og fannst miður að hafa ekki meiri innsýn í lögfræðina," segir Ragnar Jóns- son bæklunarskurðlæknir sem lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Meistaraprófsrit- gerð hans fjallaði um mat á miska sam- kvæmt 4. grein skaðabótalaga. „Árið 2004 tók ég próf sem kallast Certified Independent Medical Examiner og veitir réttindi til að gera örorkumat í Bandaríkjunum. Ég var fyrstur íslenskra lækna til að öðlast þau réttindi, en námið og prófið, sem er blanda af læknis- og lögfræði, vakti enn frekari áhuga á lög- fræðinni. Lagadeild Háskólans í Reykjavík opnaði síðan möguleika á laganámi sem hentaði vel. Við vorum tveir sem hófum samtímis meistaranámið í HR, ég og Magnús Páll Albertsson bæklunar- og handaskurðlæknir. Við innrituðum okkur og tókum þetta með vinnu og vorum samferða í náminu að hluta en vinnan setti örlítið strik í reikninginn hjá mér á lokasprettinum svo við útskrifuðumst með sex mánaða millibili." Breyttir kennsluhættir Ragnar segir að námið hafi verið mjög skemmtilegt og í raun komið sér á óvart. „Það voru mikil viðbrigði að setjast á skólabekk að nýju og kynnast allt öðrum kennsluháttum og viðhorfum til nemenda en maður átti að venjast í læknadeildinni á sínum tíma. Það má segja að munurinn hafi einfaldlega verið sá að í læknanáminu var margt gert til að bregða fyrir mann fæti og koma nemendum útúr náminu en í þessu námi var mikið gert fyrir okkur nemendur, mikil hvatning af hálfu kenn- aranna og aðgengi að þeim var mjög gott. Ég verð nú reyndar að taka fram að námið í læknadeildinni hefur breyst mjög mikið frá því ég var þar og er í dag mun líkara því sem við upplifðum í HR." Meistaranám í lögfræði sem HR býður er opið öllum sem hafa háskólapróf en veitir takmörkuð réttindi. „Við erum lög- fræðingar og erum félagar í Lögfræðinga- félagi íslands en höfum ekki réttindi til að stunda lögmennsku eða reka mál fyrir dómi. Það voru reyndar alls ekki allir mjög hrifnir af þessu framtaki HR að gera meistarapróf í lögfræði mögulegt að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Sumum lögfræðingum þótti þetta skemmri skírn og töldu skörina vera að færast upp í bekk- inn með því að við læknar værum að fara yfir á svið lögfræðinnar. En svo voru aðrir hrifnir af þessu framtaki okkar og gagn- rýnar raddir heyrast sjaldnar eftir því sem meiri jákvæð reynsla hefur komið á þetta nám. En það er nú reyndar þannig að því meira sem maður kann og veit, því meiri verður mótstaðan á því sviði sem ég starfa aðallega á. Þegar meta á afleiðingar svokallaðra læknamistaka eða óhappa sem verða við meðferð sjúklinga þannig að reynir á sjúklingatrygginguna er að mínu mati mjög erfitt að gera það nema hafa einhvern skilning og þekkingu á skaðabótarétti og þeirri hugsun sem liggur á bakvið lögin um sjúklingatryggingu. Þetta er lögfræði og læknisfræði saman og þá kemur þessi þekking sér mjög vel. Einnig þegar meta á afleiðingar slysa samkvæmt skaðabóta- lögum, þá er miklu betra fyrir lækninn að þekkja skaðabótalögin og hverjar kröf- urnar eru um sönnun í lögfræðinni. Matið verður einfaldlega mun vandaðra. I náminu lagði ég megináherslu á skaðabótarétt, réttarfar og stjórnsýslurétt. Þetta kemur sér allt mjög vel, því auk þess sem þegar er nefnt eru læknar stundum kallaðir til sem meðdómendur í héraðs- dómi og þá er klárlega kostur að hafa skilning á réttarkerfinu. Ég lagði mikla áherslu á skaðabótaréttinn, þannig að þar hef ég tekið meira en kennt er í almenna lögfræðináminu." Lög um sjúklingatryggingu hafa breytt miklu Ragnar segir að eftir að lög um sjúk- lingatryggingu voru sett árið 2000 hafi skaðabótamálum byggðum á þeim fjölgað mjög. „Það er eins og spáð var, en í sjúklingatryggingunni eru meðal annars ákvæði um að sjúklingur geti átt rétt á bótum þó ekki hafi verið gerð nein mistök, heldur einfaldlega að meðferð eða aðgerð hafi ekki tekist sem skyldi og samkvæmt lögunum getur slíkt verið bótaskylt. Fólk er orðið meðvitaðra um rétt sinn hvað þetta varðar og það er meginástæðan fyrir fjölgun málanna. Ég held reyndar að læknar séu ekki allir jafn duglegir við að upplýsa sjúklinga um rétt sinn í þessu efni. Farvegur slíkra mála er tvíþættur. Oll mál sem koma upp á sjúkrahúsum eða heilsugæslu fara til Sjúkratrygginga ís- lands þar sem málið er skoðað og metið. Mál sem koma upp á einkastofum lækna úti í bæ fara til tryggingafélaganna, enda eru allir læknar með einkarekstur tryggðir fyrir óhöppum sem geta orðið vegna starf- seminnar. Skylda læknisins er að upplýsa sjúklinginn um bótarétt sinn en það vill stundum farast fyrir." Ragnar hefur um árabil starfað í Orkuhúsinu og þekkir einkageirann því ágætlega. „Við höfum haldið fundi með læknunum hér í húsinu og útskýrt hvernig þessar tryggingar virka og hverjar eru skyldur læknanna og réttindi sjúklinganna. Mér sýnist aðalástæða þess að læknar hafi ekki upplýst sjúklingana 666 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.