Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN
Tengsl búsetu fyrstu 20 æviárin
við áhættu á sykursýki af tegund 2
Elín Ólafsdóttir' 2 læknir, Thor Aspelund'-4 tölfræðingur, Jóhanna E. Torfadóttir2 næringarfræðingur, Laufey Steingrímsdóttir''5 næringarfræðingur, Gunnar Sigurðsson45
læknir, Bolli Þórsson' læknir, Rafn Benediktsson45 læknir, Guðný Eiríksdóttir' lífefnafræðingur, Unnur A. Valdimarsdóttir2 faraldsfræðingur, Vilmundur Guðnason' 4 læknir
AGRIP
Inngangur: Kyrrseta og ofneysla orkuríkrar fæðu tengjast aukinni áhættu
á að fá sykursýki af tegund 2 en áhrif aðbúnaðar í uppvexti á slíka áhættu
síðar á ævinni hafa lítt verið athuguð. Tilgangur þessarar rannsóknar var
að kanna tengsl búsetu í dreifbýli fyrstu 20 æviárin við áhættu á að fá
sykursýki 2 miðað við búsetu í Reykjavík frá fæðingu.
Efniviður og aðferðir: I lýðgrunduðu þýði 17.811 karla (48%) og kvenna,
meðalaldur 53 ár (aldursbil 33-81), sem tóku þátt í Reykjavíkurrannsókn
Hjartaverndar á árunum 1967-1991, bjuggu 29% í sveit og 35% í sjávar-
þorpum að meðaltali í 20 ár áður en þeir fluttu til Reykjavíkur, en 36%
bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Reiknuð var hlutfallsleg áhætta á að fá
sykursýki 2 eftir búsetu.
Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta á að fá sykursýki 2 var 43% lægri í
körlum (RR 0,57; 95% Cl 0,43-0,77) og 26% lægri í konum (RR 0,74; 95%
Cl 0,56-0,99) sem bjuggu í sveit fyrstu 20 ár ævinnar i samanburði við þá
sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Hið lága algengi meðal þeirra sem
ólust upp í sveit fannst bæði í aldurshópunum 55-64 ára og 65 ára og
eldri.
Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að þeir sem bjuggu í sveit á
fyrri hluta 20. aldar á íslandi voru í minni hættu á að fá sykursýki 2 síðar á
ævinni, en jafnaldrar þeirra sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Við vörp-
um fram þeirri tilgátu að aðbúnaður snemma á ævinni hafi langvarandi
áhrif á sykurefnaskipti líkamans.
’Hjartavernd, 2Miöstöö
í lýöheilsuvísindum,
3matvæla- og
næringarfræðideild,
“læknadeild, Háskóla
íslands, 5Landspítala.
Fyrirspurnir:
Vilmundur Guönason
v.gudnason@hjarta.is
Greinin barst
17. ágúst 2012,
samþykkt til birtingar
6. nóvember 2012.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Inngangur
Algengi sykursýki af tegund 2 í sveit og í borg er
breytilegt eftir löndum og landsvæðum. í nýlegum
rannsóknum frá Bandaríkjunum', Kanada2 og Astr-
alíu3-4 reyndist algengi hærra í sveitum en borgum og
var munurinn rakinn að hluta til minni stuðnings frá
heilbrigðisþjónustu á sumum dreifbýlissvæðum en í
borgum. Eldri rannsóknir frá Póllandi sýndu svipaðar
niðurstöður, þar sem algengi í sveitum var 17,6% en í
þéttbýli mældist algengið 14,1%.5 Á Indlandi6, í Kína7 og
ýmsum öðrum löndum Suðaustur-Asíu8 hefur algengi
sykursýki mælst mjög lágt í dreifbýli en eykst hratt eftir
flutning fólks á þéttbýlissvæði.
Þótt rannsóknir á áhættuþáttum og þróun sykursýki
2 hafi einkum beinst að líffræðilegum þáttum, hefur
félagsleg staða einstaklinga einnig áhrif. Rannsóknar-
niðurstöður byggðar á gögnum úr sykursýkisskránni
frá Skotlandi9 sýna að fólk sem bjó þar við lökustu lífs-
kjörin var 60% líklegra til að fá sykursýki 2 heldur en
þeir sem bjuggu við best lífskjör. Sambærilegar rann-
sóknir frá Norður-Englandi10 sýndu að algengi sykur-
sýki 2 var 30% hærra meðal einstaklinga sem bjuggu á
svæðum sem skoruðu í lægsta fimmtungi á lífsgæða-
kvarða (deprivation score) miðað við einstaklinga í efsta
fimmtungi kvarðans.
Rannsóknir hafa einnig beinst að tengslum lítillar
fæðingarþyngdar á áhættu á að fá sykursýki 2 síðar á
ævinni.11'13 Ýmsar rannsóknir á næringu og vexti ung-
barna hafa sýnt fram á tengsl hraðrar þyngdaraukningar
á þessu aldursskeiði við aukna áhættu á myndun bæði
sykursýki 2 og kransæðasjúkdóma síðar á ævinni.14'16
Breytingar á lífsstíl hafa reynst árangursríkar við að
tefja og mögulega koma í veg fyrir myndun sykursýki
2, jafnvel eftir að truflun á sykurstjórnun hefur greinst!7
Mikilvægustu þættir í lífsstílsbreytingunum hafa verið
aukin hreyfing og líkamleg áreynsla, ásamt mataræðis-
breytingu með færri hitaeiningum, sem leiða til lækk-
unar líkamsþyngdar. Reykingar hafa einnig verið
tengdar við aukna áhættu á sykursýki 218 en rannsókn-
arniðurstöður um áhrif áfengisneyslu eru misvísandi!9
Nokkur munur er talinn hafa verið á umhverfis-
þáttum, eins og mataræði og hreyfingu, til sveita og
sjávar samanborið við Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar
á íslandi. Börn í sveit tóku þátt í daglegum störfum frá
unga aldri og árstíðabundinn matarskortur þekktist.
Mataræði var almennt bæði prótein- og fituríkt, en til
sveita var meira neytt af mjólk, mjólkurafurðum og
kjöti en minna af fiski heldur en í sjávarþorpum og í
Reykjavík.20'22
Rannsóknir á tengslum mismunandi búsetu fyrstu
20 æviárin, en sambærilegri búsetu á fullorðinsárum,
við áhættu á sykursýki 2 síðar á ævinni eru ekki auð-
fundnar. Því var ákveðið að kanna hversu sterk þessi
tengsl væru hjá þátttakendum í Reykjavíkurrannsókn
Hjartaverndar um 30 árum eftir búsetuflutning úr
dreifbýli til Reykjavíkur og nágrennis.
Efniviður og aðferðir
Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar var skipulögð sem
lýðgrunduð langtíma framvirk hóprannsókn á hjarta-
LÆKNAblaðið 2012/98 639