Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Tengsl búsetu fyrstu 20 æviárin við áhættu á sykursýki af tegund 2 Elín Ólafsdóttir' 2 læknir, Thor Aspelund'-4 tölfræðingur, Jóhanna E. Torfadóttir2 næringarfræðingur, Laufey Steingrímsdóttir''5 næringarfræðingur, Gunnar Sigurðsson45 læknir, Bolli Þórsson' læknir, Rafn Benediktsson45 læknir, Guðný Eiríksdóttir' lífefnafræðingur, Unnur A. Valdimarsdóttir2 faraldsfræðingur, Vilmundur Guðnason' 4 læknir AGRIP Inngangur: Kyrrseta og ofneysla orkuríkrar fæðu tengjast aukinni áhættu á að fá sykursýki af tegund 2 en áhrif aðbúnaðar í uppvexti á slíka áhættu síðar á ævinni hafa lítt verið athuguð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl búsetu í dreifbýli fyrstu 20 æviárin við áhættu á að fá sykursýki 2 miðað við búsetu í Reykjavík frá fæðingu. Efniviður og aðferðir: I lýðgrunduðu þýði 17.811 karla (48%) og kvenna, meðalaldur 53 ár (aldursbil 33-81), sem tóku þátt í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar á árunum 1967-1991, bjuggu 29% í sveit og 35% í sjávar- þorpum að meðaltali í 20 ár áður en þeir fluttu til Reykjavíkur, en 36% bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Reiknuð var hlutfallsleg áhætta á að fá sykursýki 2 eftir búsetu. Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta á að fá sykursýki 2 var 43% lægri í körlum (RR 0,57; 95% Cl 0,43-0,77) og 26% lægri í konum (RR 0,74; 95% Cl 0,56-0,99) sem bjuggu í sveit fyrstu 20 ár ævinnar i samanburði við þá sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Hið lága algengi meðal þeirra sem ólust upp í sveit fannst bæði í aldurshópunum 55-64 ára og 65 ára og eldri. Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að þeir sem bjuggu í sveit á fyrri hluta 20. aldar á íslandi voru í minni hættu á að fá sykursýki 2 síðar á ævinni, en jafnaldrar þeirra sem bjuggu í Reykjavík frá fæðingu. Við vörp- um fram þeirri tilgátu að aðbúnaður snemma á ævinni hafi langvarandi áhrif á sykurefnaskipti líkamans. ’Hjartavernd, 2Miöstöö í lýöheilsuvísindum, 3matvæla- og næringarfræðideild, “læknadeild, Háskóla íslands, 5Landspítala. Fyrirspurnir: Vilmundur Guönason v.gudnason@hjarta.is Greinin barst 17. ágúst 2012, samþykkt til birtingar 6. nóvember 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Algengi sykursýki af tegund 2 í sveit og í borg er breytilegt eftir löndum og landsvæðum. í nýlegum rannsóknum frá Bandaríkjunum', Kanada2 og Astr- alíu3-4 reyndist algengi hærra í sveitum en borgum og var munurinn rakinn að hluta til minni stuðnings frá heilbrigðisþjónustu á sumum dreifbýlissvæðum en í borgum. Eldri rannsóknir frá Póllandi sýndu svipaðar niðurstöður, þar sem algengi í sveitum var 17,6% en í þéttbýli mældist algengið 14,1%.5 Á Indlandi6, í Kína7 og ýmsum öðrum löndum Suðaustur-Asíu8 hefur algengi sykursýki mælst mjög lágt í dreifbýli en eykst hratt eftir flutning fólks á þéttbýlissvæði. Þótt rannsóknir á áhættuþáttum og þróun sykursýki 2 hafi einkum beinst að líffræðilegum þáttum, hefur félagsleg staða einstaklinga einnig áhrif. Rannsóknar- niðurstöður byggðar á gögnum úr sykursýkisskránni frá Skotlandi9 sýna að fólk sem bjó þar við lökustu lífs- kjörin var 60% líklegra til að fá sykursýki 2 heldur en þeir sem bjuggu við best lífskjör. Sambærilegar rann- sóknir frá Norður-Englandi10 sýndu að algengi sykur- sýki 2 var 30% hærra meðal einstaklinga sem bjuggu á svæðum sem skoruðu í lægsta fimmtungi á lífsgæða- kvarða (deprivation score) miðað við einstaklinga í efsta fimmtungi kvarðans. Rannsóknir hafa einnig beinst að tengslum lítillar fæðingarþyngdar á áhættu á að fá sykursýki 2 síðar á ævinni.11'13 Ýmsar rannsóknir á næringu og vexti ung- barna hafa sýnt fram á tengsl hraðrar þyngdaraukningar á þessu aldursskeiði við aukna áhættu á myndun bæði sykursýki 2 og kransæðasjúkdóma síðar á ævinni.14'16 Breytingar á lífsstíl hafa reynst árangursríkar við að tefja og mögulega koma í veg fyrir myndun sykursýki 2, jafnvel eftir að truflun á sykurstjórnun hefur greinst!7 Mikilvægustu þættir í lífsstílsbreytingunum hafa verið aukin hreyfing og líkamleg áreynsla, ásamt mataræðis- breytingu með færri hitaeiningum, sem leiða til lækk- unar líkamsþyngdar. Reykingar hafa einnig verið tengdar við aukna áhættu á sykursýki 218 en rannsókn- arniðurstöður um áhrif áfengisneyslu eru misvísandi!9 Nokkur munur er talinn hafa verið á umhverfis- þáttum, eins og mataræði og hreyfingu, til sveita og sjávar samanborið við Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar á íslandi. Börn í sveit tóku þátt í daglegum störfum frá unga aldri og árstíðabundinn matarskortur þekktist. Mataræði var almennt bæði prótein- og fituríkt, en til sveita var meira neytt af mjólk, mjólkurafurðum og kjöti en minna af fiski heldur en í sjávarþorpum og í Reykjavík.20'22 Rannsóknir á tengslum mismunandi búsetu fyrstu 20 æviárin, en sambærilegri búsetu á fullorðinsárum, við áhættu á sykursýki 2 síðar á ævinni eru ekki auð- fundnar. Því var ákveðið að kanna hversu sterk þessi tengsl væru hjá þátttakendum í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar um 30 árum eftir búsetuflutning úr dreifbýli til Reykjavíkur og nágrennis. Efniviður og aðferðir Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar var skipulögð sem lýðgrunduð langtíma framvirk hóprannsókn á hjarta- LÆKNAblaðið 2012/98 639
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.