Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 9
INNGANGUR RITSTJORA
áherslu á ágreininginn á milli þessara tveggja viðhorfa, heldur fremur á
fjölhyggju og frjálst val um aðferðir sem emkenni síðvirknihyggju. Hún
feli því ekki í sér höfnun á eldri viðhorfum, heldur aukinn fræðilegan
þroska sem meðal annars birtist í umburðarlyndi gagnvart mismun í
aðferðafræði.
Grein Guðna EKssonar „Frægðin hefur ekkert breytt mér“. Þjóðin,
sagan og Þjóðminjasafhið fjallar um Þjóðminjasafnið og sýningu þess
sem sett var upp þegar safnið var í haust opnað að nýju efdr margra ára
hlé vegna endurbóta á húsakynnum þess. Guðni veltir upp áleitnum
spurningum um tengsl safnsins við þjóðina sem sýning þess er sprottin
upp úr og um tengsl hennar við eigin fortíð. Ein þeirra spurninga varðar
bæði möguleikana og viljann til að auka skilning á fortíðinni og
endurmeta hana. Hugmyndir á borð við þær að reisa margra metra hátt
gramtsverð á hringtorgi við safnið setja þá spurningu í sérkennilegt
samhengi. Hvað er það nákvæmlega í fortíðinni sem minnisvarði af því
tagi vegsamar og varðveitir? Eða reynist mirmisvarðirm eiga að gera eitt-
hvað allt annað þegar á heildina er litdð, til dæmis ýta undir tiltekna
rómantíska sýn á fortíðina sem hefur öðru fremur auglýsinga- og
ímyndargildi? Vönduð umfjöllun Guðna um sýningu safnsins, markmið
hennar og áherslur og val á gripum til að tengja safngesti við fortíðina
dregur skemmtdlega fram þá geðhvarfasýki sem þjóðarsálin á iðulega við
að glíma og birtist ýmist í oflæti og ofmati á eigin arfleifð og ágæti, eða
í andstæðu þess, heiftarlegri vanmetakennd. En það er hætt við að þessi
hvörf muni alltaf gera Islendingum torvelt að velta fyrir sér fortíð sinni á
yfirvegaðan hátt.
Baldur Hafstað skrifar grein um viðhorf tveggja vestur-íslenskra skálda,
Guttorms J. Guttormssonar og Stephans G. Stephanssonar, til frum-
byggja Norður-Ameríku. Báðir yrkja þeir kvæði um aðstæður frum-
byggjanna og samsldptd þeirra við fólk af evrópskum uppruna, þar á
meðal Islendinga. I kvæðinu Indíánar sem Stephan orti árið 1889 kemur
fram samúð skáldsins með hinum undirokuðu þar sem dregnar eru upp
hliðstæður með indíánum og íslensku þjóðinni, en kvæðið er þó ekki
laust við kaldhæðni. Baldur ber þetta kvæði meðal annars saman við
annað kvæði (Við Skógavato) sem Stephan hóf að yrkja meira en þremur
áratugum síðar en lauk aldrei við. Þar gætir enn sterkrar samúðar með
lítilmagnanum en kaldhæðnin hefur vikið fýrir beittri gagnrýni og
beiskju í garð vestrænnar menningar sem með yfirgangi sínum kæfir
7