Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 15
ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
Norðurlöndum og í Bretlandi voru þær einnig teknar upp í sögulegri
fomleifafræði. Samnorræn rannsóknarverkefni voru sérstaklega algeng á
þessum tíma.4 Með þeim þróaðist ný uppgraftartækni samfara auknum
áhuga á fomvistfræðilegum athugunum og auðvitað verður að líta á nor-
ræna leiðangurinn til Islands árið 1939 í þessu ljósi.5 Hann einkenndist
af þverfaglegri nálgun, sem einkum birtist í samtvinnun fomleifafræði
og umhverfisvísinda, og út úr þessu kom íslenskt brautryðjandaverk Sig-
urðar Þórarinssonar í gjóskulagagreiningu og frjógreiningu sem hafði
áhrif á verk sem komu á eftir eins og rannsóknir Sturlu Friðrikssonar6 og
Þorleifs Einarssonar7 á komrækt. Annað bættist við þessa þróun sem ef
til vill var séríslenskt: nefnilega sú gagnrýni sem Kristján Eldjárn var í
forsvari fyrir á þá ofuráherslu sem á þessum tíma var lögð á ritheimildir
við túlkun fomminja.8 Kristján talaði ákaft fyrir mikilvægi fornleifa-
fræðilegrar aðferðaffæði sem hann sýndi ef til vill best fram á í greiningu
sinni á kumlum. Enda þótt verk Kristjáns Eldjárns væm afar gagnrýnin
og fælu í sér nýbreytni innan íslenskrar fomleifafræði vom þau mjög
hefðbundin í víðara samhengi evrópskrar fornleifafræði og era fullkomið
dæmi tun hið menningarsögulega viðhorf rétt í þann mund sem það fór
að verða fyrir hörðum árásum á Norðurlöndum og í Bretlandi.
Vatnaskil urðu í fomleifafræði á Norðurlöndum og í Bretlandi á seinni
hluta sjöunda áratugarins og jafnffamt tekur íslensk fornleifafræði að
greina sig ffá hinni norður-evrópsku línu. A þessum tíma verður keruu-
leg fomleifafræði til sem sérstök undirgrein fornleifafræði. Ymsir ffæði-
menn á Norðurlöndum (einkum í Svíþjóð) og í Bretlandi leiddu nýja
orðræðu í fomleifafræði og vora undir miklum áhrifum frá þeirri þróun
í Norður-Ameríku sem nefnd var nýja fornleifafræðin.9 Menn eins og
4 Bjem Myhre, „Theory in Scandinavian Archaeology since 1960: a view from
Norway“, Archaeological Theory in Europe. The Last Three Decades, Ian Hodder
(ritstj.), bls. 161-186. London: Routledge 1991.
5 Márten Stenberger (ritstj.), Fomtida Gárdar i Island. Nordiska arkeologiska
undersökningen i Island 1939. Copenhagen: Ejnar Munksgaard 1943.
6 Sturla Friðriksson, „Kom frá Gröf í Öræfum“, Arbók hins íslenzka fomleifafélags,
1959, bls. 88-91.
Þorleifur Einarsson, „Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám
á íslandi“, Saga, 1962, bls. 442-69.
8 Kristján Eldjám, „Viking Archaeology in Iceland“. Proceedings of the Third Vildng
Congress, Reykjavík 1956. Reykjavík: Arbók hins íslenzka fornleifafélags, 1958.
9 Bjom Myhre, „Theory in Scandinavian Archaeology since 1960: a view from
Norway“.
13