Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 18
GAVIN LUCAS
fondist á íslandi. „Lélegir fomleifafræðingar“ var stutt og laggott svar hans
við þeirri spumingu.14 Childe hafði vitaskuld rangt fyrir sér um að minjar
frá steinöld hlytu að finnast hér á landi ef nægilega góðir fomleifa-
fræðingar græfu nægilega djúpt en að mörgu leyti vildi ég að hann hefði
haft á réttu að stánda - ekki vegna aðdáunar á Childe heldur frekar vegna
þeirra áhrifa sem það hefði haft á fomleifaffæðilega hugsun á Islandi.15
Sú staðreynd að Island skortir forsögu er svo augljós að hana þarf vart
að taka ffarn - sem og þá skyldu ábendingu að íslensk fornleifafræði er í
grundvallaratriðum söguleg fornleifafræði þrátt fyrir að fyrstu samtíma-
heimildir séu frá því fáeinum öldum eftir að byggð hófst. Þetta forsögu-
leysi skiptir máli af ýmsum ástæðum. Það sem stingur fyrst í augu er sú
alkunna staðreynd að þróun fornleifafræðilegrar hugsunar allt ffá
sjöunda áratugnum varð að mestu leyti í samhengi við forsöguna, og að
mestöll kennileg fornleifafræði á Norðurlöndum og í Bredandi nú á dög-
um er enn leidd af fræðimönnum sem fást við forsögulegan tíma. Þar
sem íslensk fornleifafræði var í meginatriðum miðaldafornleifaffæði fór
þessi mikilvæga kennilega umræða því að mestu leyti ffam hjá henni.
Miðaldafornleifafræði í Bretlandi og á Norðurlöndum varð á sama hátt
miklu síður fyrir áhrifum frá kennilegri fornleifaffæði og það var ekki
fyrr en á níunda áratugnum að bera tekur á því að miðaldafornleifaffæð-
ingar taki upp nýjar hugmyndir og sjónarhorn - t.a.m. Klavs Randsburg
í Danmörku og Richard Hodges í Bretlandi.16 Að minnsta kosti þar til á
áttunda áratugnum var miðaldafornleifaffæði á Norðurlöndum mjög
bundin við rannsóknir á rismiklum byggingum (sérstaklega kirkjubygg-
ingum) og tóku listffæðingar og sérfræðingar um byggingarlist ekki síðri
þátt í þeirri vinnu en fornleifaffæðingar.17
Þessu fylgdi að það fór að þykja ámælisvert að reiða sig um of á rit-
heimildir og lögð var áhersla á að fornleifafræði væri sjálfstæð fræði-
14 Kristján Eldjárn, „fsland hefur enga forsögu“, Tímarit Máls og memiingar, 1966, bls.
355.
15 Einmg er þekkt sú flökkusaga af samræðum þeirra Kristjáns og Childe að þeir hafi
staðið á Kambabrún og horft yfir Suðurlandsundirlendið. Þá hafi Childe haft á orði
að þar hlyti að hafa verið forsöguleg byggð. Þegar Kristján svaraði að engin byggð
sem fundist hefði í landinu væri eldri en frá landnámi víldnga mun Childe hafa sagt
að víst væri slflc byggð til, menn hefðu bara ekki grafið nógu djúpt.
16 Chris Gerrard, Medieval Archaeology. London: Routledge 2003.
17 Hans Andersson, ,Afedieval Archaeology in Scandinavia“, The Study of Medieval
Archaeology, H. Andersson & J. Wienberg (ritstj.), bls. 7-21. Stockholm: Almqvist &
Wiksell Intemational (Lund Studies in Medieval Archaeology 13) 1993.
ió