Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 19
ISLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
grein. í sjálfu sér var þetta ekki nýtt - miðaldafornleifafræðingar höfðu
staðið fast á gildi fornleifafræði um áratuga skeið, eins Kristján Eldjárn
hafði gert á Islandi. Það sem var nýstárlegt var það viðhorf að fom-
leifafræði væri engu síðri en hið ritaða orð þegar leita ætti skilnings á
sögunni. Fornleifafræðin gat þvert á móti veitt nýja og uppbyggilega
innsýn í söguleg ferli svo um munaði. Þegar miðaldafornleifafræðingar
héldu slíku ffam studdust þeir við vísindalegt yfirbragð nýju forn-
leifafræðinnar, sérstaklega með því að leggja mikla áherslu á aðferða-
ffæðilegan styrk og nákvæmni og nota sértæk hugtök sem ekki vora
fengin úr ritheimildum (t.a.m. „byggðakjami“ í stað ,,þorps“). Að hluta
til var þetta retórískt, eins og sumir sagnfræðingar bentu á, en alls ekki
alfarið.18 Þó að söguleg fomleifafræði á Bretlandi og Norðurlöndum
hafi verið og sé enn íhaldssöm í samanburði við þá forsögulegu var hún
engan veginn ófræðileg og hún heldur áfram að fýlgjast vel með nýjustu
stefhum og straumum.
Það var því tvöföld ástæða fyrir því að hið forsögulausa Island stóð
fýrir utan fræðilega orðræðu í norðanverðri Evrópu. En til að skilja
þennan kenningaskort í sögulegri fomleifafræði til fulls verðum við að
doka við og hta á hinn breiða klofning milli forsögulegra og sögulegra
rannsókna innan evrópskrar fræðimennsku. Fornleifafræði byggðist upp
á nítjándu öld beinlínis sem fræðigrein sem fékkst við efnismenningu úr
fortíð án ritaðra heimilda. Þó að söguleg fornleifafræði sé jafn gömul
forsögulegri fornleifafræði var greinarmunur milh texta og efhismenn-
ingar tekinn upp á sextándu öld með innreið módernismans (í víðustu
merkingu þess orðs). Aðgreiningin milli fornleifaffæði og sagnfræði
byggist þegar öllu er á botninn hvolft á þessum greinarmun á gögnum:
annars vegar efhiskenndum gögnum og hins vegar textum. Af þeim
sökum hafði söguleg fornleifafræði - hvort sem hún fæst við fornöld,
miðaldir eða síðari tíma - óljósa stöðu, og hefúr enn. Þetta veldur meiri
vandkvæðum ef ritheimildir era taldar meira virði en efnisheimildir - en
það var viðtekið sjónarmið þangað til á sjötmda áratugnum og enn era
margir hallir undir það. Það vekur enga furðu að söguleg fornleifafræði
var álitdn vera þerna sagnfræðinnar. I versta falli var hún „dýr leið til að
segja okkur það sem við vissum fýrir“, þegar best lét færði hún okkur
vitneskju um einstaka hluti og smáatriði í mynd sem við þekktum þegar
í stóram dráttum af skjalfestum heimildum.
Chris Gerrard, Medieval Archaeology, bls. 176.
ís