Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 33
LANDSLAG MOGULEIKANNA
kóðunar rannsóknaniðurstaðna og telur að hún spilli niðurstöðunum.2 Á
öðrum stað vísar Hodder til áhrifa sjálfstæðra fyrirtækja á sviði
fomleifafræði (e. contract arcbaeology) á þetta vandamál en slík fyrirtæki
hafa haslað sér völl og orðið umsvifamikil hér á Islandi og erlendis. Af-
leiðing þessarar þróunar er samkvæmt honum enn frekari stöðlun og
kóðun sem viðbrögð við kröfum eftirlitsstofhana.3
Stöðlun aðferða er nátengd vísinda- og tæknihyggju. Tæknin, kerfin
og stöðlunin gefa fornleifafræðinni vísindalegra yfirbragð og virðast færa
hana nær raunvísindum. Vísindahyggja og sú tæknivæðing sem henni
fylgir gengur út á það að vísindaleg rökhyggja er skilgreind sem grunnur
allra rannsókna. Hún veitir fræðimönnum falskt öryggi um að fornleifa-
fræðileg rannsóknagögn séu unnin á hlutlægan og staðlaðan hátt þar sem
endurtaka megi tilraunina og sannreyna fengnar niðurstöður.
Vísindahyggja hefirr að vissu marki alltaf verið undirliggjandi í forn-
leifafræðinni þó að hún kunni að hafa náð hámarki sínu á sjöunda og
áttunda áratug síðustu aldar með virknihyggjunni (e. processnalism) sem
nýja fomleifafræðin (e. Nerw archaeology) grundvallaðist á.4 Afirkmhyggjan
kemur best fram í leit fylgismanna hennar að lögmálum eða algildum
sem era óháð menningarsögulegu samhengi. Enn em lögmálskenningar
mjög áberandi í fomleifafræðinni eins og best má sjá í nýrri bók banda-
ríska mannfræðingsins Lewis Binford þar sem hann setur fram 126
almenn lögmál eða alhæfingar (e. generalizations) um hina ýmsu þætti í
vistkerfi, viðurværi, búsetumynstri og samfélagsformi mannsins.5
Á Islandi í dag einkennist fomleifafræðin af orðræðu um kóðun fom-
minja og kerfisbundna, staðlaða aðferðafræði. Menn deila um gagna-
grunna eða hvaða skráningarkerfi skuh notað fyrir fomleifar. Þá keppast
fomleifaffæðingar við að kynna nýjustu „græjumar“ á markaðnum svo sem
einmenningstalstöðvar eða hágæða GPS-staðsetningartæki sem em búin
þeim eiginleikum að geta teiknað upp rústir í þrívídd - já, svo að segja sjálf
og án aðstoðar! Hverjum þykir sinn fugl syngja fegurst og margir færa fyrir
því rök að nauðsynlegt sé að staðla sína aðferð eða sitt kerfi.
2 Sama rit, bls. 272.
3 Ian Hodder, The Archaeological Process. Blackwell Publishers, Oxford, Malden 1999,
bls. 170.
4 Sama rit, bls. 1; Michael Shanks og Christopher Tilley, Social Theory and Archae-
ology. Pohty Press, Cambridge 1987, bls. 48.
5 Lewis Binford, Constructing Frames of Reference. University of Cahfomia Press,
Berkeley 2001.
31